Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar 7. nóvember 2025 22:59 Á hverju hausti erum við Íslendingar minntir á að við búum upp við Norðurheimskautið. Laufin falla, það snjóar (stundum hressilega), og daginn tekur að stytta; en ég er þá alltaf þakklátur fyrir framsýni þeirra sem árið 1968 ákváðu að festa tíma á Íslandi við GMT allt árið um kring til að hámarka birtu síðdegis. Það fyrirkomulag verður vissulega til þess að sól er hæst á lofti um kl. 13:30 á höfuðborgarsvæðinu, hvar flestir Íslendingar búa, en yfir hásumarið og háveturinn skiptir það litlu sem engu máli því yfir sumarið er hvort eð er alltaf bjart og yfir veturinn er alltaf dimmt. Vor og haust hefur þetta þau áhrif að það er lengur dimmt að morgni en í staðinn er dásamlegt að geta notað seinnipart hvers dags til útiveru í birtu. Fæst okkar eru svo öguð að geta nýtt sér birtu að morgni en að fara út að ganga, hjóla eða synda seinnipartinn er þeim mun algengara. Margir finna fyrir áhrifum þess að erfiðara er að vakna að morgni í myrkri en það má að einhverju leyti draga úr áhrifum þess með því að nota snjallljós eða birtustigsvekjaraklukkur, sem auka birtu í svefnherbergi smátt og smátt áður en þær hringja. Í svefnherberginu má auðveldlega nýta sér tæknina en erfiðara er að lýsa allt umhverfið fyrir útiveru seinnipartinn. Árin 2018-2020 var það skoðað ítarlega að breyta klukkunni á Íslandi enniðurstaðan varð sú að hafna breytingartillögunni: „Vegur þar þyngst að neikvæð áhrif fækkunar birtustunda á vökutíma og skerðingar birtustunda í lok dags sem dregið gætu úr útivist og hreyfingu eru ekki nægilega vel þekkt, en birtustundum hefði fækkað um 13% á ársgrundvelli með breytingunni.“ Ekkert hefur breyst síðan þá til að hafa áhrif á þá skýru niðurstöðu. Höfundur er áhugamaður um rímfræði (tímareikning) og doktor í stærðfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Á hverju hausti erum við Íslendingar minntir á að við búum upp við Norðurheimskautið. Laufin falla, það snjóar (stundum hressilega), og daginn tekur að stytta; en ég er þá alltaf þakklátur fyrir framsýni þeirra sem árið 1968 ákváðu að festa tíma á Íslandi við GMT allt árið um kring til að hámarka birtu síðdegis. Það fyrirkomulag verður vissulega til þess að sól er hæst á lofti um kl. 13:30 á höfuðborgarsvæðinu, hvar flestir Íslendingar búa, en yfir hásumarið og háveturinn skiptir það litlu sem engu máli því yfir sumarið er hvort eð er alltaf bjart og yfir veturinn er alltaf dimmt. Vor og haust hefur þetta þau áhrif að það er lengur dimmt að morgni en í staðinn er dásamlegt að geta notað seinnipart hvers dags til útiveru í birtu. Fæst okkar eru svo öguð að geta nýtt sér birtu að morgni en að fara út að ganga, hjóla eða synda seinnipartinn er þeim mun algengara. Margir finna fyrir áhrifum þess að erfiðara er að vakna að morgni í myrkri en það má að einhverju leyti draga úr áhrifum þess með því að nota snjallljós eða birtustigsvekjaraklukkur, sem auka birtu í svefnherbergi smátt og smátt áður en þær hringja. Í svefnherberginu má auðveldlega nýta sér tæknina en erfiðara er að lýsa allt umhverfið fyrir útiveru seinnipartinn. Árin 2018-2020 var það skoðað ítarlega að breyta klukkunni á Íslandi enniðurstaðan varð sú að hafna breytingartillögunni: „Vegur þar þyngst að neikvæð áhrif fækkunar birtustunda á vökutíma og skerðingar birtustunda í lok dags sem dregið gætu úr útivist og hreyfingu eru ekki nægilega vel þekkt, en birtustundum hefði fækkað um 13% á ársgrundvelli með breytingunni.“ Ekkert hefur breyst síðan þá til að hafa áhrif á þá skýru niðurstöðu. Höfundur er áhugamaður um rímfræði (tímareikning) og doktor í stærðfræði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar