Hélt fyrst að innbrotsþjófurinn væri sölumaður Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 18:47 Andrea var fyrir utan íbúð sína í dag þegar innbrotsþjófur læddist inn bakdyrameginn. Andrea Betur fór en á horfðist þegar brotist var inn á heimili Andreu Sigurðardóttur í Laugardalnum síðdegis í dag. Hún var fyrir utan heimili sitt að framanverðu þegar maður braust inn í íbúðina bakdyramegin rétt fyrir 14 í dag, og hafði úr íbúðinni ýmis verðmæti. Fyrst hélt hún að maðurinn væri sölumaður, en þegar hún fattaði hvað væri á seiði tók hún á rás eftir manninum. Andrea segir að tveir inngangar séu í íbuð hennar, að framanverðu og aftanverðu. Hún hafi verið að tala í símann fyrir utan innganginn að framan, þegar ókunnugur maður labbaði allt í einu upp stigan þaðan sem íbúðin hennar er. „Ég hugsaði strax að þetta væri bara sölumaður, en samt sá ég engan koma að íbúðinni þannig mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ segir Andrea. Hún hafi ætlað að spyrja hann hvort hann ætti eitthvað erindi til hennar, en þegar hann hafi nálgast hana hafi hún fengið einhverja ónotatilfinningu þannig hún sleppti því. Hljóp fótbrotin á eftir þjófnum „Svo sé ég að hann er með bakpoka sem er mjög líkur mínum, og þá byrja hjólin að snúast,“ segir Andrea. Þegar þjófurinn hafi verið kominn framhjá henni hafi hún allt í einu kallað til hans „heyrðu fyrirgefðu!“ og hann hafi þá stoppað og litið við. Þau hafi þá horft hvort á annað um stund áður en þjófurinn tók svo á rás. „Ég, að jafna mig á fótbroti og með strengi eftir æfingar undanfarið, fékk eitthvað adrenalín rúss og spratt á eftir honum,“ segir Andrea. Maðurinn hættulegur góðkunningi lögreglunnar Andrea hafði þó ekki upp á manninum. „Kannski sem betur fer miðað við þær upplýsingar sem ég svo fékk um að hann gæti verið hættulegur,“ segir Andrea. Hún hafi náð mynd af manninum og auglýst eftir honum á Facebook. Í ljós kom að hann væri góðkunningi lögreglunnar. „Lögreglan var fljót að finna hann ásamt hluta af þýfinu. Restina fann ég svo bara röltandi um hverfið,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi losað sig við þýfið til að létta á sér við hlaupin. „En þegar ég setti myndirnar á Facebook fékk ég samstundis nokkur skilaboð með nafninu hans, og var bent á að hann væri hættulegur. Mér var sagt að taka myndina út.“ Fljótlega kom að þjófurinn væri góðkunningi lögreglunnar. Andrea segir mikið mildi að ekki hafi farið verr.Vísir/Vilhelm Veit ekki hvað hún hefði gert hefði hún náð honum Andrea segir að hún hafi ekki alveg vitað hvað hún ætlaði að gera, hefði hún náð manninum. „Það var bara eitthvað svona instinct sem tekur yfir, maður bregst ekki alltaf við með rökhugsun. Svona eftir á að hyggja hefði maður átt að bregðast öðruvísi við. Hún segir að hefði hún áttað sig á því hvað væri á seiði áður en maðurinn hefði verið kominn framhjá henni, hefði hún örugglega „vaðið í hann,“ og guð einn viti hvernig það hefði endað. Af þessu öllu saman megi draga þann lærdóm að þótt það sé hábjartur dagur, sólin skíni og maður standi fyrir utan sitt eigið heimili, er maður ekki öruggur nema maður læsi öllu. „Það er gróflega farið inn á friðhelgi heimilis manns, og það mun alveg taka tíma að jafna sig á því,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi m.a. tekið skírnarskart dóttur hennar, sem hún segir að hefði verið alveg skelfilegt að missa. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Andrea segir að tveir inngangar séu í íbuð hennar, að framanverðu og aftanverðu. Hún hafi verið að tala í símann fyrir utan innganginn að framan, þegar ókunnugur maður labbaði allt í einu upp stigan þaðan sem íbúðin hennar er. „Ég hugsaði strax að þetta væri bara sölumaður, en samt sá ég engan koma að íbúðinni þannig mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ segir Andrea. Hún hafi ætlað að spyrja hann hvort hann ætti eitthvað erindi til hennar, en þegar hann hafi nálgast hana hafi hún fengið einhverja ónotatilfinningu þannig hún sleppti því. Hljóp fótbrotin á eftir þjófnum „Svo sé ég að hann er með bakpoka sem er mjög líkur mínum, og þá byrja hjólin að snúast,“ segir Andrea. Þegar þjófurinn hafi verið kominn framhjá henni hafi hún allt í einu kallað til hans „heyrðu fyrirgefðu!“ og hann hafi þá stoppað og litið við. Þau hafi þá horft hvort á annað um stund áður en þjófurinn tók svo á rás. „Ég, að jafna mig á fótbroti og með strengi eftir æfingar undanfarið, fékk eitthvað adrenalín rúss og spratt á eftir honum,“ segir Andrea. Maðurinn hættulegur góðkunningi lögreglunnar Andrea hafði þó ekki upp á manninum. „Kannski sem betur fer miðað við þær upplýsingar sem ég svo fékk um að hann gæti verið hættulegur,“ segir Andrea. Hún hafi náð mynd af manninum og auglýst eftir honum á Facebook. Í ljós kom að hann væri góðkunningi lögreglunnar. „Lögreglan var fljót að finna hann ásamt hluta af þýfinu. Restina fann ég svo bara röltandi um hverfið,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi losað sig við þýfið til að létta á sér við hlaupin. „En þegar ég setti myndirnar á Facebook fékk ég samstundis nokkur skilaboð með nafninu hans, og var bent á að hann væri hættulegur. Mér var sagt að taka myndina út.“ Fljótlega kom að þjófurinn væri góðkunningi lögreglunnar. Andrea segir mikið mildi að ekki hafi farið verr.Vísir/Vilhelm Veit ekki hvað hún hefði gert hefði hún náð honum Andrea segir að hún hafi ekki alveg vitað hvað hún ætlaði að gera, hefði hún náð manninum. „Það var bara eitthvað svona instinct sem tekur yfir, maður bregst ekki alltaf við með rökhugsun. Svona eftir á að hyggja hefði maður átt að bregðast öðruvísi við. Hún segir að hefði hún áttað sig á því hvað væri á seiði áður en maðurinn hefði verið kominn framhjá henni, hefði hún örugglega „vaðið í hann,“ og guð einn viti hvernig það hefði endað. Af þessu öllu saman megi draga þann lærdóm að þótt það sé hábjartur dagur, sólin skíni og maður standi fyrir utan sitt eigið heimili, er maður ekki öruggur nema maður læsi öllu. „Það er gróflega farið inn á friðhelgi heimilis manns, og það mun alveg taka tíma að jafna sig á því,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi m.a. tekið skírnarskart dóttur hennar, sem hún segir að hefði verið alveg skelfilegt að missa.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira