Greint var frá því í vikunni að ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu þann 21. júní hafi leitt til þess að karlmaðurinn stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur læknisins hafi skorist á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir.
Mbl.is hefur eftir Elínu Agnesi Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að stungumaðurinn hafi verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 25. júlí.