Hundsbitum fari fjölgandi Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2024 21:01 Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur. Vísir/Ívar Fannar Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr fara fjölgandi. Hann hefur áhyggjur af því hversu margir trassa að skrá hunda hjá sveitarfélögum. Á síðustu vikum hafa tvö mál vakið mikla athygli þar sem hundar hafa ráðist á fólk og önnur dýr. Í öðru þeirra eru veiðihundar taldir hafa banað ketti og í hinu réðst hundur á tvo einstaklinga í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Í báðum málum voru dýrin færð í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Kemur í bylgjum Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir svona atvikum fjölga yfir sumartímann. Þá rati alls ekki öll mál í fjölmiðla. „Okkur finnst þau svona hægt og bítandi vera að aukast, fjöldi þeirra. Ekki í neinum svona sköflum en þetta kemur samt sem áður í bylgjum,“ segir Þorkell. Mismunandi ástæður eru fyrir því að hundar gerist svona árásargjarnir. „Varðandi bit á fólki, þá erum við að sjá mál sem eru annars vegar þannig að maður hefur kannski ákveðinn skilning á aðstæðum, það eru aðstæður sem koma upp sem eru þannig að hundurinn missir stjórn á sér. Eða er undir miklu áreiti, álagi eða slíku. Við höfum séð slík mál. En svo auðvitað koma upp mál þar sem, að því er virðist, eru tilefnislaus bit á fólki. Það eru kannski þau mál sem við höfum mestar áhyggjur af og lítum alvarlegustu augum,“ segir Þorkell. Of fáir skrá hundana sína Hann hefur áhyggjur af því hversu fáir skrá hundinn sinn hjá sveitarfélögunum. Valdi skráður hundur tjóni eru eigendurnir tryggðir en ekki sé hann óskráður. Tæplega þrjú þúsund hundar eru skráðir í Reykjavík en raunverulegur fjöldi er talinn um tíu þúsund. „Við vitum að fólk er mjög oft duglegt að kaupa tryggingar fyrir hundana sína, það er að segja sjúkdómatryggingar og annað slíkt. En það eru ekki tryggingar sem tryggja almenning gagnvart mögulegu tjóni af hundi. Þetta lítum við á sem hefðbundið almannaheillamál sem sé mjög mikilvægt að taka föstum tökum,“ segir Þorkell. Hundar Gæludýr Reykjavík Dýr Tryggingar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Á síðustu vikum hafa tvö mál vakið mikla athygli þar sem hundar hafa ráðist á fólk og önnur dýr. Í öðru þeirra eru veiðihundar taldir hafa banað ketti og í hinu réðst hundur á tvo einstaklinga í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Í báðum málum voru dýrin færð í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Kemur í bylgjum Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir svona atvikum fjölga yfir sumartímann. Þá rati alls ekki öll mál í fjölmiðla. „Okkur finnst þau svona hægt og bítandi vera að aukast, fjöldi þeirra. Ekki í neinum svona sköflum en þetta kemur samt sem áður í bylgjum,“ segir Þorkell. Mismunandi ástæður eru fyrir því að hundar gerist svona árásargjarnir. „Varðandi bit á fólki, þá erum við að sjá mál sem eru annars vegar þannig að maður hefur kannski ákveðinn skilning á aðstæðum, það eru aðstæður sem koma upp sem eru þannig að hundurinn missir stjórn á sér. Eða er undir miklu áreiti, álagi eða slíku. Við höfum séð slík mál. En svo auðvitað koma upp mál þar sem, að því er virðist, eru tilefnislaus bit á fólki. Það eru kannski þau mál sem við höfum mestar áhyggjur af og lítum alvarlegustu augum,“ segir Þorkell. Of fáir skrá hundana sína Hann hefur áhyggjur af því hversu fáir skrá hundinn sinn hjá sveitarfélögunum. Valdi skráður hundur tjóni eru eigendurnir tryggðir en ekki sé hann óskráður. Tæplega þrjú þúsund hundar eru skráðir í Reykjavík en raunverulegur fjöldi er talinn um tíu þúsund. „Við vitum að fólk er mjög oft duglegt að kaupa tryggingar fyrir hundana sína, það er að segja sjúkdómatryggingar og annað slíkt. En það eru ekki tryggingar sem tryggja almenning gagnvart mögulegu tjóni af hundi. Þetta lítum við á sem hefðbundið almannaheillamál sem sé mjög mikilvægt að taka föstum tökum,“ segir Þorkell.
Hundar Gæludýr Reykjavík Dýr Tryggingar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira