„Virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki“ Kári Mímisson skrifar 30. júní 2024 21:52 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego Það var létt yfir Arnar Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir 2-1 sigur liðsins gegn Fram í kvöld. „Við mættum bara virkilega góðu Fram liði. Mögulega spiluðum við illa en þeir voru bara miklu betri en við á löngum kafla í dag. Við náðum að gera tvö mörk en svo vorum við bara kærulausir á boltanum og hleypum þeim inn í leikinn. Svo vorum við bara í nauðvörn þarna í lokin ekkert ósvipað og gegn Val. Við komumst aldrei út úr skotgröfunum og það er virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki. Tuðran helst aldrei frammi, við náum aldrei að færa liðið framar og erum bara í tómu tjóni.“ Sagði Arnar þegar hann var spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik. Spurður að því hvort menn hafi verið að spara sig fyrir næstu stóru viðureignir svaraði Arnar. „Það mannlega kemur alltaf inn. Við unnum varla návígi, menn voru ekki nægjanlega grimmir að fara í návígi og þá vinnast engir seinni boltar. Ég ætla samt ekkert að fara að öskra á þá. Þetta var sigur, mjög sterkur sigur. Það er ekki langt síðan að við spiluðum síðast og þeir náttúrulega spiluðu líka fyrir stutt. Í stöðunni 2-0 eigum við bara að ganga frá þeim en við gerðum það ekki. Þeir voru virkilega sterkir í seinni hálfleik og festur okkur vel niður. Ég var dauðslifandi fegin þegar hann flautaði leikinn af.“ Arnar gerði sex breytingar á liðinu frá 4-0 sigrinum gegn Stjörnunni. Liðið var þó að spila vel í fyrri hálfleik og fór inn til búningsherbergja með 2-0 forystu. Arnar segir erfitt að svar því af hverju það fór að fjara út hjá liðinu í seinni hálfleik. „Ég ætla ekki að segja að við höfum haft einhverja svaka yfirburði í fyrri hálfleik enda átti Fram alveg sín móment en þetta var samt rosalega þægilegt og þá förum við í einhvern töffaraskap sem þú heldur að þú komist upp með en í svona deild þá bara kemstu ekki upp með það. Svo fáum við 2-1 í andlitið og farnir að berjast fyrir lífi okkar í stað þess að sigla leiknum bara örugglega heim. Mögulega hafa menn verið með annað augað á leikinn á miðvikudaginn gegn Stjörnunni og svo Evrópuleikinn. Það vill enginn meiðast en trúðu mér ef menn fara svona í tæklingar þá meiðast þeir miklu frekar en hitt. Virkilega ánægður með þrjú stig en frammistaðan var ekki góð.“ Víkingur mætir Stjörnunni á miðvikudaginn í undanúrslitum bikarsins. Liðin mættust í síðustu viku og þá sigraði Víkingur 4-0. Arnar reiknar með hörkuleik og vonast til þess að reynsla og gæði síns liðs skili þeim í úrslitaleikinn. „Það gerist oft, sérstaklega hérna í Víkinni, að liðin mæta hingað með svona ég hef engu að tapa hugarfari. Þá fara menn að reyna að gera hluti sem þeir myndu sennilega ekki gera eins og Fram gerði í seinni hálfleik þegar þeir kasta öllu á okkur. Það er því bara spurning hvernig Stjarnan mætir til leiks. Eru þeir bugaðir og beygðir, sem ég held ekki eða hvort þeir mæti hingað af fullum krafti og reyni að spila sinn leik sem ég held að þeir geri. Þetta verður allt annar leikur heldur en í deildinni. Mikið í húfi, mikil stemning og þetta er leikur sem við þekkjum mjög vel, undanúrslit í bikar. Það ásamt ákveðnum gæðum mun vonandi skila okkur í úrslitaleikinn.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira
„Við mættum bara virkilega góðu Fram liði. Mögulega spiluðum við illa en þeir voru bara miklu betri en við á löngum kafla í dag. Við náðum að gera tvö mörk en svo vorum við bara kærulausir á boltanum og hleypum þeim inn í leikinn. Svo vorum við bara í nauðvörn þarna í lokin ekkert ósvipað og gegn Val. Við komumst aldrei út úr skotgröfunum og það er virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki. Tuðran helst aldrei frammi, við náum aldrei að færa liðið framar og erum bara í tómu tjóni.“ Sagði Arnar þegar hann var spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik. Spurður að því hvort menn hafi verið að spara sig fyrir næstu stóru viðureignir svaraði Arnar. „Það mannlega kemur alltaf inn. Við unnum varla návígi, menn voru ekki nægjanlega grimmir að fara í návígi og þá vinnast engir seinni boltar. Ég ætla samt ekkert að fara að öskra á þá. Þetta var sigur, mjög sterkur sigur. Það er ekki langt síðan að við spiluðum síðast og þeir náttúrulega spiluðu líka fyrir stutt. Í stöðunni 2-0 eigum við bara að ganga frá þeim en við gerðum það ekki. Þeir voru virkilega sterkir í seinni hálfleik og festur okkur vel niður. Ég var dauðslifandi fegin þegar hann flautaði leikinn af.“ Arnar gerði sex breytingar á liðinu frá 4-0 sigrinum gegn Stjörnunni. Liðið var þó að spila vel í fyrri hálfleik og fór inn til búningsherbergja með 2-0 forystu. Arnar segir erfitt að svar því af hverju það fór að fjara út hjá liðinu í seinni hálfleik. „Ég ætla ekki að segja að við höfum haft einhverja svaka yfirburði í fyrri hálfleik enda átti Fram alveg sín móment en þetta var samt rosalega þægilegt og þá förum við í einhvern töffaraskap sem þú heldur að þú komist upp með en í svona deild þá bara kemstu ekki upp með það. Svo fáum við 2-1 í andlitið og farnir að berjast fyrir lífi okkar í stað þess að sigla leiknum bara örugglega heim. Mögulega hafa menn verið með annað augað á leikinn á miðvikudaginn gegn Stjörnunni og svo Evrópuleikinn. Það vill enginn meiðast en trúðu mér ef menn fara svona í tæklingar þá meiðast þeir miklu frekar en hitt. Virkilega ánægður með þrjú stig en frammistaðan var ekki góð.“ Víkingur mætir Stjörnunni á miðvikudaginn í undanúrslitum bikarsins. Liðin mættust í síðustu viku og þá sigraði Víkingur 4-0. Arnar reiknar með hörkuleik og vonast til þess að reynsla og gæði síns liðs skili þeim í úrslitaleikinn. „Það gerist oft, sérstaklega hérna í Víkinni, að liðin mæta hingað með svona ég hef engu að tapa hugarfari. Þá fara menn að reyna að gera hluti sem þeir myndu sennilega ekki gera eins og Fram gerði í seinni hálfleik þegar þeir kasta öllu á okkur. Það er því bara spurning hvernig Stjarnan mætir til leiks. Eru þeir bugaðir og beygðir, sem ég held ekki eða hvort þeir mæti hingað af fullum krafti og reyni að spila sinn leik sem ég held að þeir geri. Þetta verður allt annar leikur heldur en í deildinni. Mikið í húfi, mikil stemning og þetta er leikur sem við þekkjum mjög vel, undanúrslit í bikar. Það ásamt ákveðnum gæðum mun vonandi skila okkur í úrslitaleikinn.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira