Samningur stærsta félags BHM gæti hreyft við öðrum félögum Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2024 11:56 Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM fylgist með gangi viðræðna einstakra félaga inn BHM, sem mörg hver hafa klasað sig saman í viðræðum við ríki og sveitarfélög. Vísir/Vilhelm Viska, nýtt stéttarfélag innan Bandalags háskólamanna, gekk fyrst félaga bandalagsins frá kjarasamningi í gær. Formaður BHM segir ekki ólíklegt að samningurinn komi hreyfingu á viðræður annarra félaga sem enn eiga eftir að semja við ríki mög sveitarfélög. Viska varð til á síðasta ári með sameiningu Fræðagarðs, Félags íslenskra félagsvísindamanna og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og er fjölmennasta stéttarfélagið innan Bandalags háskólamanna í dag. Kjarasamningar til fjögurra ára á almenna markaðnum lágu fyrir snemma á þessu ári og BSRB hefur einnig meira og minna lokið samningum til sama tíma. Viska varð síðan fyrst tuttugu og fjögurra félaga innan BHM til að skrifa undir kjarasamning til fjögurra ára við ríkið í gær. Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM segir ekki ólíklegt að þessi samningur hreyfi við samningagerð hjá öðrum félögum. „Já, það þykir mér ekki ólíklegt. Félögin undir hatti BHM eru náttúrlega í samningaviðræðum bæði við ríkið og sveitarfélögin. Ég hef sjálf ekki setið samningafundi en ég fylgist auðvitað með því sem er að gerast. Ég vissi það fyrir nokkrum dögum að það væri farið að ganga hjá Visku. Þannig að ég var ekki hissa að það kláraðist nú um helgina. Það er alveg eðlilegt að það komi hreyfingu á viðræðurnar hjá öðrum félögum,“ segir Kolbrún. Aðildarfélögin hafi mörg hver verið að klasa sig saman um sameiginlega hagsmuni í viðræðum sínum við ríki og sveitarfélög. Þar mætti nefna heilbrigðisfélögin, félög prófessora og háskólakennara, kjarafélög viðskipta- og hagfræðinga, stéttarfélag lögfræðinga og sérfræðinga hjá stjórnarráðinu. „Það eru auðvitað misjafnir hagsmunir og það sem hefur kannski aðeins staðið í okkar félögum frá því almenni markaðurinn samdi, er þessi langi samningur. Það tengist því að háskólamenntaðir hafa fengið sáralitlar raunkjarabætur á undanförnum árum. Eru þess vegna ekki sátt við, alla vega í fljótu bragði, að fara inn í svona langan samning,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir. Nú hafi Viska hins vegar skrifaði undir fjögurra ára samning við ríkið í gær. Haft er eftir Júlíönnu Guðmundsdóttur aðalsamningamanni félagis í tilkynningu að Viska væri stærsta aðildafélag BHM og ábyrgðarhluti að hálfu félagsins að semja til langs tíma til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Þá segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður félagsins mikilvægt að samningnum fylgi sértækar aðgerðir stjórnvalda sem gagnist félagsfólki vel. Samningurinn verður kynntur félagsfólki á morgun og á miðvikudag og fer síðan í almenna atkvæðagreiðslu. Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kjaramál Háskólar Stéttarfélög Tengdar fréttir Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg undirritaðir Samninganefnd Eflingar stéttarfélags hefur náð samningum við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg. Kjarasamningar voru undirritaður um miðjan dag í dag, 20. júní. 20. júní 2024 15:30 Meðalheildarlaun 935 þúsund og hæst hjá ríkinu Grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu um rúm ellefu prósent í síðustu kjarasamningslotu. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups um 2,6 prósent. 20. júní 2024 10:20 Fleiri aðildarfélög BSRB semja við ríkið Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins hafa undirritað nýjan kjarasamning til fjögurra ára. Samningurinn var undirritaður í húsnæði ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. 13. júní 2024 23:48 Ellefu aðildarfélög BSRB skrifa undir kjarasamninga Ellefu aðildarfélög BSRB undirrituðu á öðrum tímanum í nótt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samið var á sambærilegum nótum og á almennum markaði í vor. 13. júní 2024 08:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Viska varð til á síðasta ári með sameiningu Fræðagarðs, Félags íslenskra félagsvísindamanna og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og er fjölmennasta stéttarfélagið innan Bandalags háskólamanna í dag. Kjarasamningar til fjögurra ára á almenna markaðnum lágu fyrir snemma á þessu ári og BSRB hefur einnig meira og minna lokið samningum til sama tíma. Viska varð síðan fyrst tuttugu og fjögurra félaga innan BHM til að skrifa undir kjarasamning til fjögurra ára við ríkið í gær. Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM segir ekki ólíklegt að þessi samningur hreyfi við samningagerð hjá öðrum félögum. „Já, það þykir mér ekki ólíklegt. Félögin undir hatti BHM eru náttúrlega í samningaviðræðum bæði við ríkið og sveitarfélögin. Ég hef sjálf ekki setið samningafundi en ég fylgist auðvitað með því sem er að gerast. Ég vissi það fyrir nokkrum dögum að það væri farið að ganga hjá Visku. Þannig að ég var ekki hissa að það kláraðist nú um helgina. Það er alveg eðlilegt að það komi hreyfingu á viðræðurnar hjá öðrum félögum,“ segir Kolbrún. Aðildarfélögin hafi mörg hver verið að klasa sig saman um sameiginlega hagsmuni í viðræðum sínum við ríki og sveitarfélög. Þar mætti nefna heilbrigðisfélögin, félög prófessora og háskólakennara, kjarafélög viðskipta- og hagfræðinga, stéttarfélag lögfræðinga og sérfræðinga hjá stjórnarráðinu. „Það eru auðvitað misjafnir hagsmunir og það sem hefur kannski aðeins staðið í okkar félögum frá því almenni markaðurinn samdi, er þessi langi samningur. Það tengist því að háskólamenntaðir hafa fengið sáralitlar raunkjarabætur á undanförnum árum. Eru þess vegna ekki sátt við, alla vega í fljótu bragði, að fara inn í svona langan samning,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir. Nú hafi Viska hins vegar skrifaði undir fjögurra ára samning við ríkið í gær. Haft er eftir Júlíönnu Guðmundsdóttur aðalsamningamanni félagis í tilkynningu að Viska væri stærsta aðildafélag BHM og ábyrgðarhluti að hálfu félagsins að semja til langs tíma til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Þá segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður félagsins mikilvægt að samningnum fylgi sértækar aðgerðir stjórnvalda sem gagnist félagsfólki vel. Samningurinn verður kynntur félagsfólki á morgun og á miðvikudag og fer síðan í almenna atkvæðagreiðslu.
Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kjaramál Háskólar Stéttarfélög Tengdar fréttir Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg undirritaðir Samninganefnd Eflingar stéttarfélags hefur náð samningum við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg. Kjarasamningar voru undirritaður um miðjan dag í dag, 20. júní. 20. júní 2024 15:30 Meðalheildarlaun 935 þúsund og hæst hjá ríkinu Grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu um rúm ellefu prósent í síðustu kjarasamningslotu. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups um 2,6 prósent. 20. júní 2024 10:20 Fleiri aðildarfélög BSRB semja við ríkið Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins hafa undirritað nýjan kjarasamning til fjögurra ára. Samningurinn var undirritaður í húsnæði ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. 13. júní 2024 23:48 Ellefu aðildarfélög BSRB skrifa undir kjarasamninga Ellefu aðildarfélög BSRB undirrituðu á öðrum tímanum í nótt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samið var á sambærilegum nótum og á almennum markaði í vor. 13. júní 2024 08:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg undirritaðir Samninganefnd Eflingar stéttarfélags hefur náð samningum við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg. Kjarasamningar voru undirritaður um miðjan dag í dag, 20. júní. 20. júní 2024 15:30
Meðalheildarlaun 935 þúsund og hæst hjá ríkinu Grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu um rúm ellefu prósent í síðustu kjarasamningslotu. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups um 2,6 prósent. 20. júní 2024 10:20
Fleiri aðildarfélög BSRB semja við ríkið Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins hafa undirritað nýjan kjarasamning til fjögurra ára. Samningurinn var undirritaður í húsnæði ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. 13. júní 2024 23:48
Ellefu aðildarfélög BSRB skrifa undir kjarasamninga Ellefu aðildarfélög BSRB undirrituðu á öðrum tímanum í nótt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samið var á sambærilegum nótum og á almennum markaði í vor. 13. júní 2024 08:22