Sauðfé fækkar og framtíðarhorfur óljósar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2024 12:00 Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Vísir/Arnar Formaður sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands segir fækkun sauðfjár á milli ára vera viðvarandi þróun. Margir þættir skýri fækkunina, en framhaldið sé afar óljóst. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fækkaði sauðfé um þrjú prósent hér á landi á síðasta ári, úr rúmlega 365 þúsund árið 2022 niður í tæplega 355 þúsund. Fullorðnum ám fækkaði um fjögur prósent. Formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands segi fækkunina afleiðingu af því þegar afurðaverð féll árið 2017. „Og verð til bænda lækkaði mikið. Það hefur hækkað frá þeim tíma en á sama tíma, ofan í verðlækkunina, kom samdráttur í neyslu vegna Covid og svo gríðarlegar verðhækkanir. Þannig að framleiðslukostnaður hefur hækkað á móti,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum. Þá hafi margir sauðfjárbændur dregið saman eða hætt starfsemi. „Og það eru ekki yngri aðilar að taka við, einfaldlega vegna þess að vaxtastigið er þannig í landinu að menn hafa ekki fjárhagslega burði til þess að taka við sauðfjárbúi í rekstri.“ Riðuveiki hafi einnig haft sitt að segja. „Það hafa verið skornar niður margar stórar hjarðir á undanförnum fimm árum. En það horfir nú til betri vegar með breyttri nálgun í baráttunni við riðuveiki á Íslandi.“ Eyjólfur segir erfitt að segja til um hvort þróuninni verði við snúið. „Eins og staðan er núna í dag, 1. júlí 2024, þá vitum við ekkert hver áhrifin af vonda veðrinu fyrstu vikuna í júní verða. Ég veit að það varð tjón á fé víða norðanlands og staðan er ekkert góð þar á sumum stöðum. Það verður eiginlega bara að koma í ljós í haust hvað verður,“ segir Eyjólfur. Dýr Landbúnaður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar fækkaði sauðfé um þrjú prósent hér á landi á síðasta ári, úr rúmlega 365 þúsund árið 2022 niður í tæplega 355 þúsund. Fullorðnum ám fækkaði um fjögur prósent. Formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands segi fækkunina afleiðingu af því þegar afurðaverð féll árið 2017. „Og verð til bænda lækkaði mikið. Það hefur hækkað frá þeim tíma en á sama tíma, ofan í verðlækkunina, kom samdráttur í neyslu vegna Covid og svo gríðarlegar verðhækkanir. Þannig að framleiðslukostnaður hefur hækkað á móti,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum. Þá hafi margir sauðfjárbændur dregið saman eða hætt starfsemi. „Og það eru ekki yngri aðilar að taka við, einfaldlega vegna þess að vaxtastigið er þannig í landinu að menn hafa ekki fjárhagslega burði til þess að taka við sauðfjárbúi í rekstri.“ Riðuveiki hafi einnig haft sitt að segja. „Það hafa verið skornar niður margar stórar hjarðir á undanförnum fimm árum. En það horfir nú til betri vegar með breyttri nálgun í baráttunni við riðuveiki á Íslandi.“ Eyjólfur segir erfitt að segja til um hvort þróuninni verði við snúið. „Eins og staðan er núna í dag, 1. júlí 2024, þá vitum við ekkert hver áhrifin af vonda veðrinu fyrstu vikuna í júní verða. Ég veit að það varð tjón á fé víða norðanlands og staðan er ekkert góð þar á sumum stöðum. Það verður eiginlega bara að koma í ljós í haust hvað verður,“ segir Eyjólfur.
Dýr Landbúnaður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira