Innlent

Mál Yazans vekur at­hygli er­lendra fjöl­miðla

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne. Hann hætti að geta gengið stuttu fyrir komuna til Íslands og er nú í hjólastól.
Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne. Hann hætti að geta gengið stuttu fyrir komuna til Íslands og er nú í hjólastól. Vísir/Arnar

Mál Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með hrörnunarsjúkdóm sem búið er að ákveða að vísa úr landi, hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla á borð við Al Jazeera. 

Fjallað var um mál Yazans í maímánuði þegar til stóð að vísa Yazan úr landi. Þá hafði umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi verið synjað og kvaðst Yazan hræðast mjög að vera sendur úr landi. Tekin var ákvörðun um að vísa honum endanlega úr landi þann 21. júní og í kjölfarið var boðað til mótmæla. 

Fjölskyld Yazans kom til Íslands í gegnum Spán, þar sem þau dvöldu í þrjá daga og fengu vegabréfsáritun. Það á því að senda þau aftur til Spánar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.

Katarski miðillinn Al Jazeera, sem hefur lengi verið leiðandi í umfjöllun um Mið-Austurlönd, gerir aðstæður Yazans að umfjöllunarefni á samfélagsmiðlum. Þar er rætt við mótmælendur hér á landi, á vegum samtakanna „Rooting Seat“ sem segja brottvísun ógna lífi hans. 

Haft er eftir Guðjóni Reykdal Óskarssyni sérfræðingi í vöðvarýrnunarsjúkdómum að sjúkdómurinn sé þess eðlis að ferðalög sem bíði Yazans, með tilheyrandi röskun á meðferð ógni lífi hans. Myndband Al Jazeera má sjá hér að ofan en frétt Stöðvar 2 um aðstæður Yazans má nálgast í spilaranum hér að neðan.

Og frá samstöðufundi með fjölskyldunni á Austurvelli:


Tengdar fréttir

„Hann á að vera hér á Íslandi“

Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×