Mál Yazans vekur athygli erlendra fjölmiðla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júlí 2024 20:29 Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne. Hann hætti að geta gengið stuttu fyrir komuna til Íslands og er nú í hjólastól. Vísir/Arnar Mál Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með hrörnunarsjúkdóm sem búið er að ákveða að vísa úr landi, hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla á borð við Al Jazeera. Fjallað var um mál Yazans í maímánuði þegar til stóð að vísa Yazan úr landi. Þá hafði umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi verið synjað og kvaðst Yazan hræðast mjög að vera sendur úr landi. Tekin var ákvörðun um að vísa honum endanlega úr landi þann 21. júní og í kjölfarið var boðað til mótmæla. Fjölskyld Yazans kom til Íslands í gegnum Spán, þar sem þau dvöldu í þrjá daga og fengu vegabréfsáritun. Það á því að senda þau aftur til Spánar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Katarski miðillinn Al Jazeera, sem hefur lengi verið leiðandi í umfjöllun um Mið-Austurlönd, gerir aðstæður Yazans að umfjöllunarefni á samfélagsmiðlum. Þar er rætt við mótmælendur hér á landi, á vegum samtakanna „Rooting Seat“ sem segja brottvísun ógna lífi hans. View this post on Instagram A post shared by AJ+ (@ajplus) Haft er eftir Guðjóni Reykdal Óskarssyni sérfræðingi í vöðvarýrnunarsjúkdómum að sjúkdómurinn sé þess eðlis að ferðalög sem bíði Yazans, með tilheyrandi röskun á meðferð ógni lífi hans. Myndband Al Jazeera má sjá hér að ofan en frétt Stöðvar 2 um aðstæður Yazans má nálgast í spilaranum hér að neðan. Og frá samstöðufundi með fjölskyldunni á Austurvelli: Palestína Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Átök í Ísrael og Palestínu Mál Yazans Tengdar fréttir „Hann á að vera hér á Íslandi“ Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum. 29. júní 2024 19:24 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Fjallað var um mál Yazans í maímánuði þegar til stóð að vísa Yazan úr landi. Þá hafði umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi verið synjað og kvaðst Yazan hræðast mjög að vera sendur úr landi. Tekin var ákvörðun um að vísa honum endanlega úr landi þann 21. júní og í kjölfarið var boðað til mótmæla. Fjölskyld Yazans kom til Íslands í gegnum Spán, þar sem þau dvöldu í þrjá daga og fengu vegabréfsáritun. Það á því að senda þau aftur til Spánar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Katarski miðillinn Al Jazeera, sem hefur lengi verið leiðandi í umfjöllun um Mið-Austurlönd, gerir aðstæður Yazans að umfjöllunarefni á samfélagsmiðlum. Þar er rætt við mótmælendur hér á landi, á vegum samtakanna „Rooting Seat“ sem segja brottvísun ógna lífi hans. View this post on Instagram A post shared by AJ+ (@ajplus) Haft er eftir Guðjóni Reykdal Óskarssyni sérfræðingi í vöðvarýrnunarsjúkdómum að sjúkdómurinn sé þess eðlis að ferðalög sem bíði Yazans, með tilheyrandi röskun á meðferð ógni lífi hans. Myndband Al Jazeera má sjá hér að ofan en frétt Stöðvar 2 um aðstæður Yazans má nálgast í spilaranum hér að neðan. Og frá samstöðufundi með fjölskyldunni á Austurvelli:
Palestína Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Átök í Ísrael og Palestínu Mál Yazans Tengdar fréttir „Hann á að vera hér á Íslandi“ Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum. 29. júní 2024 19:24 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
„Hann á að vera hér á Íslandi“ Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum. 29. júní 2024 19:24