Handbolti

Mark­vörðurinn Ísak til D­rammen

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Steinsson í leik með yngri landsliðum Íslands.
Ísak Steinsson í leik með yngri landsliðum Íslands. Norsk Topphåndball

Ísak Steinsson, markvörður íslenska U-20 ára landsliðs drengja í handbolta, hefur samið við norska úrvalsdeildarfélagið Drammen til næstu þriggja ára.

Handbolti.is greindi fyrst frá. Þar segir að gert sé ráð fyrir því að Ísak verði einn af tveimur markvörðum liðsins á komandi tímabili. Þá býst Kristian Kelling, þjálfari liðsins, við miklu af Ísaki.

Ísak hefur búið nær alla sína ævi í Noregi en valdi að leika fyrir Ísland þó svo það hafi einnig staðið til boða að spila fyrir norska handknattleikssambandið. 

Hann á að baki leiki fyrir U-17, U-18 og U-19 ára landslið Íslands og hluti af U-20 ára landsliði drengja sem tekur þátt á Evrópumótinu í Slóveníu sem hefst 10. júlí.

Drammen endaði í 4. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×