Matvöruverslun rís á nýjum reit við Keflavíkurflugvöll Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 10:13 Á myndinni eru frá vinstri og niður Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs, Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs og Heiðar Róbert Birnuson rekstrarstjóri Nettó. Samkaup Ný verslun Nettó opnar steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Í síðustu viku var fyrsta skóflustunga tekin við Aðaltorg í Reykjanesbæ. Verslunin verður 1400 fermetrar og að sögn Samkaupa, eigenda Nettó, verður hún öll hin glæsilegasta. Í tilkynningu frá Samkaupum kemur fram að Aðaltorg, sem er staðsett í þriggja mínutna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli, verði nýtt verslunar- og þjónustutorg sem muni auðvelda aðgengi ferðalanga að verslun og þjónustu á leið til og frá landinu ásamt því að vera staðsett miðsvæðis gagnvart íbúum bæjarfélaganna á Suðurnesjum. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað á svæðinu. Verslunin er ein af þeim sem við erum að byggja frá grunni í samstarfi við aðstandendur Aðaltorgs og við erum gífurlega spennt fyrir því að fá að taka þátt í ferlinu frá upphafi. Á sama tíma verður frábært að geta boðið upp á Nettó verslun steinsnar frá Keflavíkurflugvelli og ég hef fulla trú á að hún muni stórbæta aðgengi að verslun á svæðinu,“ er haft eftir Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs hjá Samkaupum, í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir jafnframt að þessi nýja verslunin verði „græn verslun“ sem þýði að allt sorp verði flokkað, öll tæki sem þar megi finna verði keyrð á umhverfisvænum orkumiðli, LED-lýsing sé í versluninni og allir frystar og megni kæla verði lokaðir. Framkvæmdin er hluti af umfangsmiklu uppbyggingarverkefni á flugvallarsvæðinu. Stefnt er að því að reisa fjölda íbúða þar sem þurfa að sjálfsögðu matvöruverslun í hæfilegri fjarlægð. „Hugmyndin okkar er sú að tengja og auka þetta þjónustumagn sem getur orðið til verulegra bóta fyrir þjónustustig flugvallarins,“ sagði Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri verkefnisins sem ber nafnið K64 í samtali við fréttastofu fyrr á árinu. Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Matvöruverslun Húsnæðismál Verslun Skipulag Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira
Í tilkynningu frá Samkaupum kemur fram að Aðaltorg, sem er staðsett í þriggja mínutna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli, verði nýtt verslunar- og þjónustutorg sem muni auðvelda aðgengi ferðalanga að verslun og þjónustu á leið til og frá landinu ásamt því að vera staðsett miðsvæðis gagnvart íbúum bæjarfélaganna á Suðurnesjum. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað á svæðinu. Verslunin er ein af þeim sem við erum að byggja frá grunni í samstarfi við aðstandendur Aðaltorgs og við erum gífurlega spennt fyrir því að fá að taka þátt í ferlinu frá upphafi. Á sama tíma verður frábært að geta boðið upp á Nettó verslun steinsnar frá Keflavíkurflugvelli og ég hef fulla trú á að hún muni stórbæta aðgengi að verslun á svæðinu,“ er haft eftir Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs hjá Samkaupum, í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir jafnframt að þessi nýja verslunin verði „græn verslun“ sem þýði að allt sorp verði flokkað, öll tæki sem þar megi finna verði keyrð á umhverfisvænum orkumiðli, LED-lýsing sé í versluninni og allir frystar og megni kæla verði lokaðir. Framkvæmdin er hluti af umfangsmiklu uppbyggingarverkefni á flugvallarsvæðinu. Stefnt er að því að reisa fjölda íbúða þar sem þurfa að sjálfsögðu matvöruverslun í hæfilegri fjarlægð. „Hugmyndin okkar er sú að tengja og auka þetta þjónustumagn sem getur orðið til verulegra bóta fyrir þjónustustig flugvallarins,“ sagði Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri verkefnisins sem ber nafnið K64 í samtali við fréttastofu fyrr á árinu.
Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Matvöruverslun Húsnæðismál Verslun Skipulag Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira