Hryðjuverkamaðurinn í Ósló fær þyngsta dóm sögunnar Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2024 10:46 Matapour verður lengi í fangelsi. LISE ASERUD/EPA Zaniar Matapour, sem myrti tvo og særði fjölda annarra á skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Óslóar í júní árið 2022, hefur verið dæmdur til þrjátíu ára fangelsisvistar. Það er lengsti fangelsisdómur í norskri réttarsögu. Þetta kemur fram í frétt Verdens gang um málið en niðurstaða Héraðsdóms Óslóar hefur ekki verið kunngjörð opinberlega. Þar segir að dómurinn kveði á um að Matapour muni sitja inni í tuttugu ár hið minnsta. Almennt er 21 árs fangelsisvist hámarksrefsing í Noregi en samkvæmt nýlegum breytingum á hegningarlögum má dæma menn í allt að þrjátíu ára fangelsi fyrir hryðjuverk. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Matapour muni aldrei geta um frjálst höfuð strokið. Hann var dæmdur í svokallað forvaring, réttarfarsúrræði sem heimilar yfirvöldum að halda mönnum ótímabundið bak við lás og slá, séu þeir metnir hættulegir samfélaginu. Þekktasta dæmið um slíkan dóm er dómurinn yfir Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins sem framdi ódæðin í Útey. Að því er segir í frétt VG hélt verjandi Matapours því fram að hann hefði ekki framið hryðjuverk, enda hefði hann ekki beint árásinni sérstaklega að hinsegin fólki, og að hann væri ósakhæfur sökum andlegra veikinda. Dómurinn hafi fallist á hvoruga málsástæði verjands. Matapour hóf skothríð á skemmtistaðnum London pub, sem hefur um árabil verið samkomustaður hinsegin samfélagsins í Ósló, á meðan hinsegin vika Óslóar stóð sem hæst árið 2022. Tveir létu lífið og nítján særðust. Noregur Skotárás við London Pub í Osló Erlend sakamál Tengdar fréttir Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. 10. september 2022 11:40 „Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“ Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra. 28. júní 2022 22:30 Árásarmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. 27. júní 2022 15:26 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Verdens gang um málið en niðurstaða Héraðsdóms Óslóar hefur ekki verið kunngjörð opinberlega. Þar segir að dómurinn kveði á um að Matapour muni sitja inni í tuttugu ár hið minnsta. Almennt er 21 árs fangelsisvist hámarksrefsing í Noregi en samkvæmt nýlegum breytingum á hegningarlögum má dæma menn í allt að þrjátíu ára fangelsi fyrir hryðjuverk. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Matapour muni aldrei geta um frjálst höfuð strokið. Hann var dæmdur í svokallað forvaring, réttarfarsúrræði sem heimilar yfirvöldum að halda mönnum ótímabundið bak við lás og slá, séu þeir metnir hættulegir samfélaginu. Þekktasta dæmið um slíkan dóm er dómurinn yfir Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins sem framdi ódæðin í Útey. Að því er segir í frétt VG hélt verjandi Matapours því fram að hann hefði ekki framið hryðjuverk, enda hefði hann ekki beint árásinni sérstaklega að hinsegin fólki, og að hann væri ósakhæfur sökum andlegra veikinda. Dómurinn hafi fallist á hvoruga málsástæði verjands. Matapour hóf skothríð á skemmtistaðnum London pub, sem hefur um árabil verið samkomustaður hinsegin samfélagsins í Ósló, á meðan hinsegin vika Óslóar stóð sem hæst árið 2022. Tveir létu lífið og nítján særðust.
Noregur Skotárás við London Pub í Osló Erlend sakamál Tengdar fréttir Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. 10. september 2022 11:40 „Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“ Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra. 28. júní 2022 22:30 Árásarmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. 27. júní 2022 15:26 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. 10. september 2022 11:40
„Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“ Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra. 28. júní 2022 22:30
Árásarmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. 27. júní 2022 15:26