Af hverju leka gluggar fyrr en áður? Böðvar Bjarnason skrifar 5. júlí 2024 09:00 Fróður maður sagði eitt sinn við mig að einungis væru til tvær gerðir af gluggum, þeir sem leka og þeir sem ættu eftir að leka. Í nýbyggingum í dag virðist það fyrsta sem fer úrskeiðis vera gluggarnir. En hvers vegna? Gluggar eru nauðsynlegir í byggingum til að hleypa dagsbirtu inn og tryggja möguleika á að hleypa inn fersku útilofti. Á sama tíma valda gluggar því að veðurhjúpur er rofinn og við gerum gat á útveggina. Forsaga eldri glugga og ísetninga Á árum áður voru gluggar oft á tíðum smíðaðir á litlum ófullkomnum verkstæðum, úti í bílskúr eða í vinnuskúrum á byggingarstað. Gluggarnir voru járnaðir, áfellur negldar utan á og glugginn steyptur í. Sjaldnast fylgdu með nákvæmar leiðbeiningar um hvernig gengið skyldi frá þessum gluggum. Smiðirnir einfaldlega kunnu að setja gluggana í steypumótin. Gluggarnir voru svo glerjaðir á staðnum þar sem hver smiðurinn hafði sinn háttinn á. Ef steypuvinnan var í lagi, steypan náði að flæða nægjanlega vel undir gluggann og ekkert steypuhreiður myndaðist, þá hélt þessi aðferð merkilega vel þrátt fyrir að engin klæðning væri til að verja þéttingar fyrir veðrum og vindum. Auðvitað voru þessir gluggar misjafnir að gæðum en voru þeir almennt verri en nútíma CE-vottaðir gluggar? Regluverkið var einfaldara, allir máttu smíða glugga og setja þá í hús þ.e.a.s. faglærðir einstaklingar og í flestum tilfellum var það þannig. Smiðir smíðuðu gluggana og settu þá í. Þessir gluggar entust í 30-40 ár og jafnvel lengur, allt eftir gæðum gluggana og timbursins sem í gluggunum var og hvernig viðhaldi þeirra var í framhaldi sinnt. Í fyrstu voru flestir þessara glugga glerjaðir með einföldu gleri. Þannig voru þeir kannski í 20-30 ár þar til farið var að tvöfalda glerið. Þá var falsið dýpkað með því að fræsa úr rammanum og skipta um pósta. Viðurinn var oftast í fínu lagi svo engum datt í hug að henda þeim, enda láku þeir ekki. Stundum þurfti að vísu að sponsa í botnstykkið en þessar aðgerðir entust oftast ágætlega. Kröfur í dag Í dag er s.s. öllum heimilt að flytja inn glugga en það er bannað að nota þá nema þeir hafi staðist slagregnspróf upp á 1100 Pa og hafi CE-merkingu. Miðað við þessar auknu kröfur ætti að vera hægt að draga þá ályktun að lekir gluggar heyrðu sögunni til. En svo er alls ekki, heldur þvert á móti virðist sem gluggar leki frekar í dag og mun fyrr en þeir áður gerðu. En hvað veldur? Byggingaraðferðir hafa breyst. Við erum farin að klæða húsin okkar að utanverðu, gluggarnir eru að ýmsum gerðum og efnið í þeim er ýmist timbur, ál eða plast. Gluggaprófílarnir, klæðningar og klæðningarkerfin eru mismunandi og veggirnir sem gluggarnir eru settir í einnig. Sumir vilja meina að gluggaframleiðandi ætti að fyrirskrifa frágang á sínum gluggum og sumir gera það, en þá fyrir þá veggi og byggingarefni sem eru algengust í þeirra nærumhverfi. Það loftslag og sú veggjagerð sem algengust er í nærumhverfi erlendra framleiðanda er sjaldnast eins og sú uppbygging sem við notum hérlendis. Sennilega er um 90% af öllum gluggum sem settir eru í hús á Íslandi framleiddir erlendis. Reynslan hefur sýnt að gluggarnir sjálfir geta lekið og einnig þétting við ísetningu, í verstu tilfellum hvoru tveggja. Hver ber ábyrgð á gluggafrágangi? Augljósasta svarið er að segja að hönnuðurinn á að hanna gluggafráganginn og byggingarmeistarinn að sjá til þess að smiðirnir gangi rétt frá gluggunum eins og teikningar segja til um. Þannig væri ábyrgðarkeðjan skýr, þ.e.a.s. ef að gluggarnir koma CE-vottaðir og með staðfest slagregnspróf upp á 1100 Pa. En er málið svona einfalt ? Nei, íslensk lög banna hönnuðum að fyrirskrifa nákvæmlega hvaða gluggategund nota skal í útboðsgögnum og þar af leiðandi getur hönnuður ekki að fullu teiknað nákvæmt deili af gluggafráganginum. Verktakinn sem velur endanlega hvaða glugga hann kaupir er falið að klára hönnunina, sem svo smiðurinn framkvæmir án nokkurra leiðbeininga. Hvar liggur þá ábyrgðin þegar eitthvað fer úrskeiðis? Í þessu kerfi bendir hver á annan og sennilega situr húseigandinn oftar en ekki uppi með skaðann. Hvað er til ráða? Færi ekki betur á því að eftirláta sama hönnuði að teikna gluggafrágang samhliða því sem hann teiknar klæðningarkerfin og velur önnur byggingarefni? Þannig gæti ábyrgðarkeðjan að minnsta kosti verið skýrari. Það þyrfti að skýra regluverkið eða bæta það og t.d. banna innflutning á gluggum sem ekki eru CE-merktir og hafa ekki staðist nýlegt slagregnspróf. Staðreyndin er sú að stundum fylgja 10-15 ára gamlir pappírar með gluggunum en ekkert ákvæði er í reglugerð um aldur þessara prófana né hvaða gluggar eru prófaðir. En hvernig á svo að þétta glugga? Flest erum við vonandi sammála um að innri þéttingin sé sú mikilvægasta og að hún eigi að vera raka- og loftþétt í báðar áttir. Ytri þéttingin er meira þrætuepli, sumir segja að það eigi að kítta, aðrir nota borða, stundum gufuopna en stundum lokaða. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að fyrirskrifa einhverja eina aðferð eins og gert var í gamla daga, til þess eru efni og byggingaraðferðirnar í dag alltof margar. En ákveðnar meginreglur getum við þó haft að leiðarljósi: Gerum alltaf ráð fyrir að ysta þéttingin geti gefið sig Hugum vel að drenkerfi gluggans og ísetningarinnar Ysta klæðning hússins er ekki vatnsheld Hindrum að vatn komist að burðarvegg Gerum gluggagatið vatnsþétt Slagregnsprófum allar ísetningar Tengjum vatnsvörn gluggans við vatnsvörn veggjarins Það væri til mikils unnið ef við myndum taka á þessum vandamálum sem allra fyrst til þess að koma megi í veg fyrir ótímabært viðhald og leka glugga, öllum til hagsbóta. Höfundur er byggingameistari og byggingatæknifræðingur og einn af eigendum Verkvistar verkfræðistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fróður maður sagði eitt sinn við mig að einungis væru til tvær gerðir af gluggum, þeir sem leka og þeir sem ættu eftir að leka. Í nýbyggingum í dag virðist það fyrsta sem fer úrskeiðis vera gluggarnir. En hvers vegna? Gluggar eru nauðsynlegir í byggingum til að hleypa dagsbirtu inn og tryggja möguleika á að hleypa inn fersku útilofti. Á sama tíma valda gluggar því að veðurhjúpur er rofinn og við gerum gat á útveggina. Forsaga eldri glugga og ísetninga Á árum áður voru gluggar oft á tíðum smíðaðir á litlum ófullkomnum verkstæðum, úti í bílskúr eða í vinnuskúrum á byggingarstað. Gluggarnir voru járnaðir, áfellur negldar utan á og glugginn steyptur í. Sjaldnast fylgdu með nákvæmar leiðbeiningar um hvernig gengið skyldi frá þessum gluggum. Smiðirnir einfaldlega kunnu að setja gluggana í steypumótin. Gluggarnir voru svo glerjaðir á staðnum þar sem hver smiðurinn hafði sinn háttinn á. Ef steypuvinnan var í lagi, steypan náði að flæða nægjanlega vel undir gluggann og ekkert steypuhreiður myndaðist, þá hélt þessi aðferð merkilega vel þrátt fyrir að engin klæðning væri til að verja þéttingar fyrir veðrum og vindum. Auðvitað voru þessir gluggar misjafnir að gæðum en voru þeir almennt verri en nútíma CE-vottaðir gluggar? Regluverkið var einfaldara, allir máttu smíða glugga og setja þá í hús þ.e.a.s. faglærðir einstaklingar og í flestum tilfellum var það þannig. Smiðir smíðuðu gluggana og settu þá í. Þessir gluggar entust í 30-40 ár og jafnvel lengur, allt eftir gæðum gluggana og timbursins sem í gluggunum var og hvernig viðhaldi þeirra var í framhaldi sinnt. Í fyrstu voru flestir þessara glugga glerjaðir með einföldu gleri. Þannig voru þeir kannski í 20-30 ár þar til farið var að tvöfalda glerið. Þá var falsið dýpkað með því að fræsa úr rammanum og skipta um pósta. Viðurinn var oftast í fínu lagi svo engum datt í hug að henda þeim, enda láku þeir ekki. Stundum þurfti að vísu að sponsa í botnstykkið en þessar aðgerðir entust oftast ágætlega. Kröfur í dag Í dag er s.s. öllum heimilt að flytja inn glugga en það er bannað að nota þá nema þeir hafi staðist slagregnspróf upp á 1100 Pa og hafi CE-merkingu. Miðað við þessar auknu kröfur ætti að vera hægt að draga þá ályktun að lekir gluggar heyrðu sögunni til. En svo er alls ekki, heldur þvert á móti virðist sem gluggar leki frekar í dag og mun fyrr en þeir áður gerðu. En hvað veldur? Byggingaraðferðir hafa breyst. Við erum farin að klæða húsin okkar að utanverðu, gluggarnir eru að ýmsum gerðum og efnið í þeim er ýmist timbur, ál eða plast. Gluggaprófílarnir, klæðningar og klæðningarkerfin eru mismunandi og veggirnir sem gluggarnir eru settir í einnig. Sumir vilja meina að gluggaframleiðandi ætti að fyrirskrifa frágang á sínum gluggum og sumir gera það, en þá fyrir þá veggi og byggingarefni sem eru algengust í þeirra nærumhverfi. Það loftslag og sú veggjagerð sem algengust er í nærumhverfi erlendra framleiðanda er sjaldnast eins og sú uppbygging sem við notum hérlendis. Sennilega er um 90% af öllum gluggum sem settir eru í hús á Íslandi framleiddir erlendis. Reynslan hefur sýnt að gluggarnir sjálfir geta lekið og einnig þétting við ísetningu, í verstu tilfellum hvoru tveggja. Hver ber ábyrgð á gluggafrágangi? Augljósasta svarið er að segja að hönnuðurinn á að hanna gluggafráganginn og byggingarmeistarinn að sjá til þess að smiðirnir gangi rétt frá gluggunum eins og teikningar segja til um. Þannig væri ábyrgðarkeðjan skýr, þ.e.a.s. ef að gluggarnir koma CE-vottaðir og með staðfest slagregnspróf upp á 1100 Pa. En er málið svona einfalt ? Nei, íslensk lög banna hönnuðum að fyrirskrifa nákvæmlega hvaða gluggategund nota skal í útboðsgögnum og þar af leiðandi getur hönnuður ekki að fullu teiknað nákvæmt deili af gluggafráganginum. Verktakinn sem velur endanlega hvaða glugga hann kaupir er falið að klára hönnunina, sem svo smiðurinn framkvæmir án nokkurra leiðbeininga. Hvar liggur þá ábyrgðin þegar eitthvað fer úrskeiðis? Í þessu kerfi bendir hver á annan og sennilega situr húseigandinn oftar en ekki uppi með skaðann. Hvað er til ráða? Færi ekki betur á því að eftirláta sama hönnuði að teikna gluggafrágang samhliða því sem hann teiknar klæðningarkerfin og velur önnur byggingarefni? Þannig gæti ábyrgðarkeðjan að minnsta kosti verið skýrari. Það þyrfti að skýra regluverkið eða bæta það og t.d. banna innflutning á gluggum sem ekki eru CE-merktir og hafa ekki staðist nýlegt slagregnspróf. Staðreyndin er sú að stundum fylgja 10-15 ára gamlir pappírar með gluggunum en ekkert ákvæði er í reglugerð um aldur þessara prófana né hvaða gluggar eru prófaðir. En hvernig á svo að þétta glugga? Flest erum við vonandi sammála um að innri þéttingin sé sú mikilvægasta og að hún eigi að vera raka- og loftþétt í báðar áttir. Ytri þéttingin er meira þrætuepli, sumir segja að það eigi að kítta, aðrir nota borða, stundum gufuopna en stundum lokaða. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að fyrirskrifa einhverja eina aðferð eins og gert var í gamla daga, til þess eru efni og byggingaraðferðirnar í dag alltof margar. En ákveðnar meginreglur getum við þó haft að leiðarljósi: Gerum alltaf ráð fyrir að ysta þéttingin geti gefið sig Hugum vel að drenkerfi gluggans og ísetningarinnar Ysta klæðning hússins er ekki vatnsheld Hindrum að vatn komist að burðarvegg Gerum gluggagatið vatnsþétt Slagregnsprófum allar ísetningar Tengjum vatnsvörn gluggans við vatnsvörn veggjarins Það væri til mikils unnið ef við myndum taka á þessum vandamálum sem allra fyrst til þess að koma megi í veg fyrir ótímabært viðhald og leka glugga, öllum til hagsbóta. Höfundur er byggingameistari og byggingatæknifræðingur og einn af eigendum Verkvistar verkfræðistofu.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun