Sigdís Eva kveður uppeldisfélagið og fer til Svíþjóðar Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. júlí 2024 13:12 Sigdís Eva Bárðardóttir var stórkostleg á síðasta tímabili hjá Víkingi og áframhaldandi frábær frammistaða á þessu tímabili tryggði skiptin til Svíþjóðar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigdís Eva Bárðardóttir er farin frá uppeldisfélagi sínu Víkingi til sænska félagsins Norrköping. Sigdís er fædd 1. desember árið 2006 og því ekki enn orðin 18 ára. Hún hefur þrátt fyrir það verið hluti af meistaraflokki Víkings síðan 2021 og festi sig í sessi sem byrjunarliðsmaður á síðasta tímabili. Sigdís lék 15 leiki þegar Víkingur fór upp úr Lengjudeildinni árið 2023 og skoraði í þeim 8 mörk en í Mjólkurbikarnum sem Víkingur vann lék hún alla 6 leikina og skoraði í þeim 8 mörk. Öðlaðist hún viðurnefnið „BikarSigdís“ enda voru þessi mörk gríðarlega mikilvæg fyrir liðið á leiðinni í Laugardalinn. Sigdís Eva spilaði 86 leiki fyrir Víking og skoraði í þeim 46 mörk eða rúmlega mark í öðrum hverjum leik. Hún hefur á þessu tímabili í Bestu deildinni skorað 3 mörk í 11 leikjum. Þrátt fyrir ungan aldur kveður hún félagið sem goðsögn og Víkingur útbjó fallegt kveðjumyndband sem má sjá hér fyrir neðan. „Við Víkingar erum fyrst og fremst stolt af Sigdísi Evu og erum spennt að sjá hversu langt hún getur náð. Þakið hennar er mjög hátt og við megum gera ráð fyrir því að heyra nafn Sigdísar í samhengi við A landsliðið okkar á næstu misserum. Það er líka vert að minnast á að hér er um að ræða fyrstu sölu á leikmanni úr kvennahluta knattspyrnudeildar Víkings. Verkefnið í meistaraflokki kvenna er ungt, aðeins á sínu fimmta ári og þó það sé alltaf erfitt að kveðja leikmenn þá er gaman að sjá að verkefnið hér í Hamingjunni er á réttri leið. Árangur undanfarinna ára hefur heldur betur sýnt það og sannað. Takk fyrir okkur Sigdís og sjáumst í Hamingjunni!“ sagði Kára Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi. Sænski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Sigdís er fædd 1. desember árið 2006 og því ekki enn orðin 18 ára. Hún hefur þrátt fyrir það verið hluti af meistaraflokki Víkings síðan 2021 og festi sig í sessi sem byrjunarliðsmaður á síðasta tímabili. Sigdís lék 15 leiki þegar Víkingur fór upp úr Lengjudeildinni árið 2023 og skoraði í þeim 8 mörk en í Mjólkurbikarnum sem Víkingur vann lék hún alla 6 leikina og skoraði í þeim 8 mörk. Öðlaðist hún viðurnefnið „BikarSigdís“ enda voru þessi mörk gríðarlega mikilvæg fyrir liðið á leiðinni í Laugardalinn. Sigdís Eva spilaði 86 leiki fyrir Víking og skoraði í þeim 46 mörk eða rúmlega mark í öðrum hverjum leik. Hún hefur á þessu tímabili í Bestu deildinni skorað 3 mörk í 11 leikjum. Þrátt fyrir ungan aldur kveður hún félagið sem goðsögn og Víkingur útbjó fallegt kveðjumyndband sem má sjá hér fyrir neðan. „Við Víkingar erum fyrst og fremst stolt af Sigdísi Evu og erum spennt að sjá hversu langt hún getur náð. Þakið hennar er mjög hátt og við megum gera ráð fyrir því að heyra nafn Sigdísar í samhengi við A landsliðið okkar á næstu misserum. Það er líka vert að minnast á að hér er um að ræða fyrstu sölu á leikmanni úr kvennahluta knattspyrnudeildar Víkings. Verkefnið í meistaraflokki kvenna er ungt, aðeins á sínu fimmta ári og þó það sé alltaf erfitt að kveðja leikmenn þá er gaman að sjá að verkefnið hér í Hamingjunni er á réttri leið. Árangur undanfarinna ára hefur heldur betur sýnt það og sannað. Takk fyrir okkur Sigdís og sjáumst í Hamingjunni!“ sagði Kára Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi.
Sænski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira