Segir Miðflokkinn vilja skreyta sig stolnum fjöðrum Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2024 13:25 Hildur lét Sigmund Davíð ekki eiga það lengi inni hjá sér að Mannréttindastofnun sé skrípi sem Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á. vísir/vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lætur Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins ekki eiga neitt inni hjá sér en í kröftugri svargrein um Mannréttindastofu segir hún Sigmund og þá Miðflokksmenn innilega ósamkvæma sjálfum sér. „Í gegnum tíðina hefur Miðflokkurinn stutt aðild Íslands að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, bæði í atkvæðagreiðslum á Alþingi og í málefnaályktunum flokksins. Óljóst er hins vegar á hverju sá stuðningur byggir þar sem báðir þingmenn flokksins ná ekki upp í nefið á sér þegar staðið er við þær skuldbindingar sem í samningnum felast,“ segir meðal annars í grein Hildar þar sem hún fer í saumana á því hvað felst í stofnun nýrrar Mannréttindastofnunar. „Verður ekki annað séð en að Miðflokksmenn vilji ólmir geta skreytt sig þeim fjöðrum sem felast í samningnum, en á sama tíma vera andsnúnir því að efna samninginn og agnúast með ýkjum út í þá sem að axla þá ábyrgð. Það er mikill munaður að geta leyft sér að vera ósamkvæmur sjálfum sér og gaspra án ábyrgðar og er staða Miðflokksmanna í stjórnarandstöðu til marks um það.“ Tilefni skrifa Hildar er grein Sigmundar Davíðs þar sem hann dregur Sjálfstæðisflokkinn sundur og saman í nöpru háði vegna þess sem hann kallar „Mannréttindastofnun VG“ og að Sjálfstæðismenn séu í þeirri sérkennilegu stöðu að ef þeim verður á, þá kenni þeir Miðflokknum um að hafa ekki stoppað málið. „Það er rétt að ráðleggja formanninum að gjóa augunum frá slíkum samsæriskenningum og renna frekar eldsnöggt í gegnum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Hildur. Hún tekur svo til við að fara í ítarlegu máli yfir tilurð Mannréttindastofnunar og hvað búi þar að baki. „Þar kemur nefnilega fram eitt af því sem hefur vafist fyrir formanninum sem er að aðildarríki samningsins skuli starfrækja sjálfstæða stofnun sem sett sé á fót með lögum. Formaðurinn gæti í framhaldinu sleppt því að furða sig svona á hvers vegna önnur félög og stofnanir sem kenni sig við mannréttindi hafi ekki tekið þetta verkefni að sér,“ segir Hildur. Hún bætir við að örlítil rannsóknarvinna hefði dugað Sigmundi til að átta sig á að því miður er enginn stofnun til staðar hér á landi sem uppfyllir þessar kröfur samningsins og því brugðið á það ráð í staðinn að opinbert fjárframlag til Mannréttindaskrifstofu renni eftirleiðis alfarið til hinnar nýju stofnunar sem uppfyllir kröfurnar. Hildur kemur víða við greininni, er háðsk á móti en slær lokapuntinn með: „Að endingu þessara skoðanaskipta óskar þingflokksformaðurinn þess að formaðurinn njóti sumarsins sem best og hlakkar til næstu orrustu lýðræðislegrar umræðu til gagns og gamans.“ Ljóst má vera að væringar eru milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og sér ekki fyrir endann á því. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Rekstur hins opinbera Hinsegin Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
„Í gegnum tíðina hefur Miðflokkurinn stutt aðild Íslands að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, bæði í atkvæðagreiðslum á Alþingi og í málefnaályktunum flokksins. Óljóst er hins vegar á hverju sá stuðningur byggir þar sem báðir þingmenn flokksins ná ekki upp í nefið á sér þegar staðið er við þær skuldbindingar sem í samningnum felast,“ segir meðal annars í grein Hildar þar sem hún fer í saumana á því hvað felst í stofnun nýrrar Mannréttindastofnunar. „Verður ekki annað séð en að Miðflokksmenn vilji ólmir geta skreytt sig þeim fjöðrum sem felast í samningnum, en á sama tíma vera andsnúnir því að efna samninginn og agnúast með ýkjum út í þá sem að axla þá ábyrgð. Það er mikill munaður að geta leyft sér að vera ósamkvæmur sjálfum sér og gaspra án ábyrgðar og er staða Miðflokksmanna í stjórnarandstöðu til marks um það.“ Tilefni skrifa Hildar er grein Sigmundar Davíðs þar sem hann dregur Sjálfstæðisflokkinn sundur og saman í nöpru háði vegna þess sem hann kallar „Mannréttindastofnun VG“ og að Sjálfstæðismenn séu í þeirri sérkennilegu stöðu að ef þeim verður á, þá kenni þeir Miðflokknum um að hafa ekki stoppað málið. „Það er rétt að ráðleggja formanninum að gjóa augunum frá slíkum samsæriskenningum og renna frekar eldsnöggt í gegnum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Hildur. Hún tekur svo til við að fara í ítarlegu máli yfir tilurð Mannréttindastofnunar og hvað búi þar að baki. „Þar kemur nefnilega fram eitt af því sem hefur vafist fyrir formanninum sem er að aðildarríki samningsins skuli starfrækja sjálfstæða stofnun sem sett sé á fót með lögum. Formaðurinn gæti í framhaldinu sleppt því að furða sig svona á hvers vegna önnur félög og stofnanir sem kenni sig við mannréttindi hafi ekki tekið þetta verkefni að sér,“ segir Hildur. Hún bætir við að örlítil rannsóknarvinna hefði dugað Sigmundi til að átta sig á að því miður er enginn stofnun til staðar hér á landi sem uppfyllir þessar kröfur samningsins og því brugðið á það ráð í staðinn að opinbert fjárframlag til Mannréttindaskrifstofu renni eftirleiðis alfarið til hinnar nýju stofnunar sem uppfyllir kröfurnar. Hildur kemur víða við greininni, er háðsk á móti en slær lokapuntinn með: „Að endingu þessara skoðanaskipta óskar þingflokksformaðurinn þess að formaðurinn njóti sumarsins sem best og hlakkar til næstu orrustu lýðræðislegrar umræðu til gagns og gamans.“ Ljóst má vera að væringar eru milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og sér ekki fyrir endann á því.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Rekstur hins opinbera Hinsegin Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira