Nefna Mílanóflugvöll í höfuðið á Berlusconi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2024 13:35 Berlusconi var einhver skrautlegasta stjórnmálafígúra Evrópu á þessari öld. Getty/Franco Origlia Nafni aðalflugvallar Mílanóborgar verður breytt og hann verður nefndur í höfuðið á Silvio Berlusconi, skrautlegum og umdeildum fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Matteo Salvini samgönguráðherra tilkynnti þetta í gær. Á ráðstefnu í suðurhluta landsins sagði Salvini að ítölsk flugmálayfirvöld hefðu samþykkt beiðni Langbarðalands, hvers höfuðborg er Mílanó, um að endurnefna Malpensaflugvöll í höfuðið á forsætisráðherranum fyrrverandi. Viðskiptajöfur og leiðtogi Berlusconi lést á síðasta ári 86 ára að aldri. Hann leiddi fjórar ríkisstjórnir fyrir hönd Forza Italia og er líklega einhver umdeildasti stjórnmálaleiðtogi upphafs 21. aldarinnar. Berlusconi fæddist árið 1936 og hóf feril sinn í fasteignaviðskiptum. Hann stofnaði síðar Mediaset, stærstu fjölmiðlasamsteypu Ítalíu og átti knattspyrnufélagið AC Milan 1986 til 2017. Fjölmiðlamógúllinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia árið 1993 og komst fyrst til valda árið 1994. Hann fór fyrir fjórum ríkisstjórnum til 2011. Flokkur hans komst aftur til valda í fyrra, í samsteypustjórn undir forystu Giorgiu Meloni. Ákærður 35 sinnum Berlusconi var ákærður 35 sinnum fyrir glæpi en aðeins sakfelldur einu sinni og þá fyrir skattsvik. Hann hrökklaðist úr embætti árið 2011 þegar hann var sakaður um að hafa greitt unglingsstúlku fyrir kynlíf og misnotað völd sín til að hylma yfir það. „Í minningu vinar míns Silvio, mikils viðskiptajöfurs, góðborgara Mílanó og mikill Ítali,“ skrifar Salvini í færslu sem hann birti á X. Ítalía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. 14. júní 2023 19:41 Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48 Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Á ráðstefnu í suðurhluta landsins sagði Salvini að ítölsk flugmálayfirvöld hefðu samþykkt beiðni Langbarðalands, hvers höfuðborg er Mílanó, um að endurnefna Malpensaflugvöll í höfuðið á forsætisráðherranum fyrrverandi. Viðskiptajöfur og leiðtogi Berlusconi lést á síðasta ári 86 ára að aldri. Hann leiddi fjórar ríkisstjórnir fyrir hönd Forza Italia og er líklega einhver umdeildasti stjórnmálaleiðtogi upphafs 21. aldarinnar. Berlusconi fæddist árið 1936 og hóf feril sinn í fasteignaviðskiptum. Hann stofnaði síðar Mediaset, stærstu fjölmiðlasamsteypu Ítalíu og átti knattspyrnufélagið AC Milan 1986 til 2017. Fjölmiðlamógúllinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia árið 1993 og komst fyrst til valda árið 1994. Hann fór fyrir fjórum ríkisstjórnum til 2011. Flokkur hans komst aftur til valda í fyrra, í samsteypustjórn undir forystu Giorgiu Meloni. Ákærður 35 sinnum Berlusconi var ákærður 35 sinnum fyrir glæpi en aðeins sakfelldur einu sinni og þá fyrir skattsvik. Hann hrökklaðist úr embætti árið 2011 þegar hann var sakaður um að hafa greitt unglingsstúlku fyrir kynlíf og misnotað völd sín til að hylma yfir það. „Í minningu vinar míns Silvio, mikils viðskiptajöfurs, góðborgara Mílanó og mikill Ítali,“ skrifar Salvini í færslu sem hann birti á X.
Ítalía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. 14. júní 2023 19:41 Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48 Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. 14. júní 2023 19:41
Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48
Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41