Svar við bréfi Carbfix: Óljósar hótanir ekki vænlegar til árangurs Davíð A Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 10:45 Þann 3. júlí s.l. birtu þau Ólafur Elínarson og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir sem bæði eru starfsfólk Carbfix grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: Af hverju að byggja Coda Terminal. Þar gera þau grein fyrir ágæti og mikilvægi kolefnisförgunarstöðvarinnar Coda Terminal sem fyrirtækið hyggst reisa í Hafnarfirði. Jafnframt gera þau tilraun til að slá á áhyggjur íbúa af mögulegum umhverfisáhrifum starfseminnar en hávær umræða og mótmæli hafa farið af stað í bænum vegna áformanna. Í lok greinarinnar er spjótum beint að bæjarbúum: „Nýjum hlutum fylgir óvissa og óvissa getur skapað óöryggi. Þetta á við okkur öll. Það var jafnvel mótmælt harkalega gegn hitaveituvæðingu á sínum tíma. Það er mikilvægt að við tökum þátt í umræðunni og spyrjum spurninga, en jafnframt að við stuðlum ekki að upplýsingaóreiðu og ölum ekki á ótta því orðum fylgir ábyrgð“. Greinarhöfundar sýna áhyggjum íbúa af förgunarstöðinni skilning og virðast hæglega geta sett sig í spor þeirra. En í lokaorðum Ólafs og Söndru breytist tónninn og fólki gert ljóst að því sé hollast að gæta orða sinna og skoðanna ella geti það haft afleiðingar sem ekki eru útskýrðar frekar. Í þessu sambandi verður að taka fram að ástæðurnar að baki andstöðu margra íbúa í Hafnarfirði við fyrirhugaðri uppbyggingu Coda Terminal eru af ýmsum toga og það er óþarfur hroki og afar mikil einföldun að halda því fram að andstaðan sé byggð á óþarfa ótta og upplýsingaóreiðu. Þá verður að benda greinarhöfundum á að það er þeirra hlutverk að kynna verkefnið með ásættanlegum hætti og að bæjaryfirvöldum ber skylda til að hafa alvöru samráð við íbúa. Það er hlutverk beggja þessara aðila að svara þeim spurningum sem íbúar hafa um verkefnið án þess að vera með hroka og jafnvel óljósar hótanir eins og lesa má úr orðunum. Miðað við þá stöðu sem nú er komin upp þar sem þúsundir hafa undirritað mótmælalista gegn áætlunum fyrirtækisins og sveitarfélagsins verður ekki annað séð en að samráðið og kynningin hafi mistekist. Nær væri að þau Ólafur og Sandra beindu umvöndunum sínum inná við og til bæjaryfirvalda því orðum fylgja sannarlega ábyrgð og afleiðingar enda virðist sátt um starfsemi Coda Terminal fjarlæg í augnablikinu. Íbúar í Hafnarfirði bera ekki ábyrgð á því. Að blanda hitaveituvæðingunni inn í umræðuna er svo ekkert annað en hreinn og klár útúrsnúningur sem dæmir sig sjálfur. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Þann 3. júlí s.l. birtu þau Ólafur Elínarson og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir sem bæði eru starfsfólk Carbfix grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: Af hverju að byggja Coda Terminal. Þar gera þau grein fyrir ágæti og mikilvægi kolefnisförgunarstöðvarinnar Coda Terminal sem fyrirtækið hyggst reisa í Hafnarfirði. Jafnframt gera þau tilraun til að slá á áhyggjur íbúa af mögulegum umhverfisáhrifum starfseminnar en hávær umræða og mótmæli hafa farið af stað í bænum vegna áformanna. Í lok greinarinnar er spjótum beint að bæjarbúum: „Nýjum hlutum fylgir óvissa og óvissa getur skapað óöryggi. Þetta á við okkur öll. Það var jafnvel mótmælt harkalega gegn hitaveituvæðingu á sínum tíma. Það er mikilvægt að við tökum þátt í umræðunni og spyrjum spurninga, en jafnframt að við stuðlum ekki að upplýsingaóreiðu og ölum ekki á ótta því orðum fylgir ábyrgð“. Greinarhöfundar sýna áhyggjum íbúa af förgunarstöðinni skilning og virðast hæglega geta sett sig í spor þeirra. En í lokaorðum Ólafs og Söndru breytist tónninn og fólki gert ljóst að því sé hollast að gæta orða sinna og skoðanna ella geti það haft afleiðingar sem ekki eru útskýrðar frekar. Í þessu sambandi verður að taka fram að ástæðurnar að baki andstöðu margra íbúa í Hafnarfirði við fyrirhugaðri uppbyggingu Coda Terminal eru af ýmsum toga og það er óþarfur hroki og afar mikil einföldun að halda því fram að andstaðan sé byggð á óþarfa ótta og upplýsingaóreiðu. Þá verður að benda greinarhöfundum á að það er þeirra hlutverk að kynna verkefnið með ásættanlegum hætti og að bæjaryfirvöldum ber skylda til að hafa alvöru samráð við íbúa. Það er hlutverk beggja þessara aðila að svara þeim spurningum sem íbúar hafa um verkefnið án þess að vera með hroka og jafnvel óljósar hótanir eins og lesa má úr orðunum. Miðað við þá stöðu sem nú er komin upp þar sem þúsundir hafa undirritað mótmælalista gegn áætlunum fyrirtækisins og sveitarfélagsins verður ekki annað séð en að samráðið og kynningin hafi mistekist. Nær væri að þau Ólafur og Sandra beindu umvöndunum sínum inná við og til bæjaryfirvalda því orðum fylgja sannarlega ábyrgð og afleiðingar enda virðist sátt um starfsemi Coda Terminal fjarlæg í augnablikinu. Íbúar í Hafnarfirði bera ekki ábyrgð á því. Að blanda hitaveituvæðingunni inn í umræðuna er svo ekkert annað en hreinn og klár útúrsnúningur sem dæmir sig sjálfur. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar