Alvarleg vanskil aukast og hryllingur í Úkraínu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2024 18:01 Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Merki eru um að vanskil heimila og fyrirtækja fari vaxandi. Alvarleg vanskil fyrirtækja hafa aukist á þessu ári samkvæmt gögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus. Þróunin er möguleg vísbending um að víðtækari fjárhagsvandi sé framundan í efnahagslífinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Þá sýnum við myndir frá umfangsmiklum og mannskæðum árásum Rússa í Úkraínu í dag. Á fjórða tug létust á árásunum, þar af að minnsta kosti fimm í árás á stærsta barnaspítala Úkraínu. Fólks er enn leitað í rústum spítalans og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi vegna árásarinnar á morgun. Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga, á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. Við ræðum einnig við utanríkisráðherra sem er á leið á afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Washington. Þá verðum við í beinni útsendingu frá umferðareyju í Vesturbænum, sem rataði í fréttir um helgina eftir að ölvaður ökumaður ók hana niður. Við ræðum við verkfræðing hjá Vegagerðinni sem ætlar að segja okkur frá hugmyndinni á bak við framkvæmdina, sem hefur sætt talsverðri gagnrýni. Þá hittum við göngugarpinn Reyni Pétur á Sólheimum, sem er kominn með gangráð og fer flestra sinna ferða nú á hjóli eða rafskutlu, og loks verðum við í beinni útsendingu frá Íslandsmeistaramótinu í svokölluðu kappflugi. Í sportinu hittum við knattspyrnukappann Guðmund Þórarinsson, sem er nýbúinn að semja við lið í Armeníu. Hann segir að á lokametrum ferilsins skipti peningar að sjálfsögðu máli. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Þá sýnum við myndir frá umfangsmiklum og mannskæðum árásum Rússa í Úkraínu í dag. Á fjórða tug létust á árásunum, þar af að minnsta kosti fimm í árás á stærsta barnaspítala Úkraínu. Fólks er enn leitað í rústum spítalans og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi vegna árásarinnar á morgun. Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga, á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. Við ræðum einnig við utanríkisráðherra sem er á leið á afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Washington. Þá verðum við í beinni útsendingu frá umferðareyju í Vesturbænum, sem rataði í fréttir um helgina eftir að ölvaður ökumaður ók hana niður. Við ræðum við verkfræðing hjá Vegagerðinni sem ætlar að segja okkur frá hugmyndinni á bak við framkvæmdina, sem hefur sætt talsverðri gagnrýni. Þá hittum við göngugarpinn Reyni Pétur á Sólheimum, sem er kominn með gangráð og fer flestra sinna ferða nú á hjóli eða rafskutlu, og loks verðum við í beinni útsendingu frá Íslandsmeistaramótinu í svokölluðu kappflugi. Í sportinu hittum við knattspyrnukappann Guðmund Þórarinsson, sem er nýbúinn að semja við lið í Armeníu. Hann segir að á lokametrum ferilsins skipti peningar að sjálfsögðu máli.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira