Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2024 19:20 Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna tekur á móti Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra NATO við Pentagon í dag. Þriggja daga hátíðarfundur í tilefni 75 ára afmælis NATO hefst í Washington á morgun. AP/Kevin Wolf Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. Þess verður minnst á þriggja daga leiðtogafundi NATO sem hefst í Washington í Bandaríkjunum annað kvöld að 75 ár eru liðin frá stofnun bandalagsins. Íslendingar voru meðal tólf stofnríkja NATO en nú eru aðildarríkin þrjátíu og tvö. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sækir leiðtogafundinn ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún segir fundinn sannarlega vera tímamót í sögu bandalagsins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að leiðtogafundurinn í Washington sendi frá sér skýr skilaboð, meðal annars um framtíðarstuðning við Úkraínu.Stöð 2/Einar „En fundurinn er haldinn í skugga þess sem er að gerast. Við erum einifaldlega að horfa upp á meiriháttar breytingar á alþjóðakerfinu og meiri spennu en við höfum séð í mjög marga áratugi,“ segir Þórdís Kolbrún. Auk stríðsátaka væru pólitískar væringar víða. Því skipti miklu máli að niðurstaða fundarins verði skýr. „Um einingu bandalagsins, um getu bandalagsins gagnvart fælingarmætti, fjárfestingu. Það sé algerlega skýrt og traust að bandalagið geti varið þau ríki sem tilheyra bandalaginu. Okkur þar á meðal,“ segir utanríkisráðherra. Fundurinn verði líka mikilvægur vegna gagnrýni Úkraínumanna og fleiri um seinagang og hik í stuðningi aðildarríkjanna við Úkraínu eftir innrás Rússa. „Við leggjum um með að svara þessum áhyggjum með ákvörðunum inni á fundinum. Bæði hvað varðar hlutverk Atlantshafsbandalagsins í þessari skipulaginu, skuldbindingu þegar kemur að langtíma stuðningi, sem verður þá hluti af niðurstöðu fundarins,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. NATO Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Tengdar fréttir Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Vopnakaup samræmist stefnu þrátt fyrir gagnrýni varaformannsins Fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd Alþingis segir það í takt við stefnu flokksins að Ísland styðji óbeint hergagnakaup fyrir Úkraínu. Varaformaður flokksins lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við vopnakaup í viðtali í síðustu viku. 10. júní 2024 10:39 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira
Þess verður minnst á þriggja daga leiðtogafundi NATO sem hefst í Washington í Bandaríkjunum annað kvöld að 75 ár eru liðin frá stofnun bandalagsins. Íslendingar voru meðal tólf stofnríkja NATO en nú eru aðildarríkin þrjátíu og tvö. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sækir leiðtogafundinn ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún segir fundinn sannarlega vera tímamót í sögu bandalagsins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að leiðtogafundurinn í Washington sendi frá sér skýr skilaboð, meðal annars um framtíðarstuðning við Úkraínu.Stöð 2/Einar „En fundurinn er haldinn í skugga þess sem er að gerast. Við erum einifaldlega að horfa upp á meiriháttar breytingar á alþjóðakerfinu og meiri spennu en við höfum séð í mjög marga áratugi,“ segir Þórdís Kolbrún. Auk stríðsátaka væru pólitískar væringar víða. Því skipti miklu máli að niðurstaða fundarins verði skýr. „Um einingu bandalagsins, um getu bandalagsins gagnvart fælingarmætti, fjárfestingu. Það sé algerlega skýrt og traust að bandalagið geti varið þau ríki sem tilheyra bandalaginu. Okkur þar á meðal,“ segir utanríkisráðherra. Fundurinn verði líka mikilvægur vegna gagnrýni Úkraínumanna og fleiri um seinagang og hik í stuðningi aðildarríkjanna við Úkraínu eftir innrás Rússa. „Við leggjum um með að svara þessum áhyggjum með ákvörðunum inni á fundinum. Bæði hvað varðar hlutverk Atlantshafsbandalagsins í þessari skipulaginu, skuldbindingu þegar kemur að langtíma stuðningi, sem verður þá hluti af niðurstöðu fundarins,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
NATO Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Tengdar fréttir Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Vopnakaup samræmist stefnu þrátt fyrir gagnrýni varaformannsins Fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd Alþingis segir það í takt við stefnu flokksins að Ísland styðji óbeint hergagnakaup fyrir Úkraínu. Varaformaður flokksins lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við vopnakaup í viðtali í síðustu viku. 10. júní 2024 10:39 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira
Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43
Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07
Vopnakaup samræmist stefnu þrátt fyrir gagnrýni varaformannsins Fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd Alþingis segir það í takt við stefnu flokksins að Ísland styðji óbeint hergagnakaup fyrir Úkraínu. Varaformaður flokksins lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við vopnakaup í viðtali í síðustu viku. 10. júní 2024 10:39