Búið að afvopna neytendur Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2024 20:22 Hanna Katrín Friðriksson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Ívar Fannar Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. Í mars voru ný umdeild búvörulög samþykkt á þingi. Breytingartillagan var lögð fram af þáverandi matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, og gaf bændum undanþágu frá samkeppnislögum. Tillagan var send til atvinnuveganefndar þar sem Þórarinn Ingi Pétursson fer með formennsku. Þar sat einnig Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem nú er matvælaráðherra. Frumvarpið var gjörbreytt þegar það kom úr nefndinni og leyfði kjötafurðarstöðvum að sameinast án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Það var gagnrýnt af fjölmörgum. Nú, fjórum mánuðum eftir samþykkt nýtti fyrsta fyrirtækið sér nýju lögin. Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska. 43 prósent þess er í eigu Búsældar en Þórarinn Ingi á þar 0,6 prósenta hlut ásamt konu sinni. Þórarinn segir eignarhald sitt alltaf hafa legið fyrir. „Ég get ekki séð það með nokkru einasta móti hvernig í ósköpunum það á að vera tortryggilegt. Vissulega er ég bóndi og þekki ágætlega til en allt annað, ég vísa þeirri umræðu til föðurhúsanna,“ segir Þórarinn. Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm Hjónin eiga eftir að ákveða hvort þau selji eignarhlut sinn til KS. Eign hans hafi ekki haft áhrif á störfin. „Mér er ekki kunnugt um að þessar umræður hafi verið komnar af stað þegar við vorum að vinna frumvarpið,“ segir Þórarinn. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í atvinnuveganefnd, segir ámælisvert að félögin renni saman án skoðunar samkeppnisyfirvalda. „Það er búið að taka vopnið, ég myndi ekki segja vopnið frá Samkeppniseftirlitinu heldur það er búið að taka vopnið frá neytendum og raunverulega frá bændum því það er engin greiningarvinna á bak við þetta, hvort þetta muni verða þeim til hagsbóta,“ segir Hanna. Hún vonast til að lögin verði endurskoðuð. „Ef við ætlum að fara að kippa ákvæðum samkeppnislaga, þessu gríðarlega sterka tóli sem við eigum fyrir almenning, úr sambandi fyrir eitthvað sem er ekki endilega ágætt. Þá erum við á rangri leið,“ segir Hanna Katrín. Skagafjörður Matvælaframleiðsla Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Landbúnaður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Í mars voru ný umdeild búvörulög samþykkt á þingi. Breytingartillagan var lögð fram af þáverandi matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, og gaf bændum undanþágu frá samkeppnislögum. Tillagan var send til atvinnuveganefndar þar sem Þórarinn Ingi Pétursson fer með formennsku. Þar sat einnig Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem nú er matvælaráðherra. Frumvarpið var gjörbreytt þegar það kom úr nefndinni og leyfði kjötafurðarstöðvum að sameinast án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Það var gagnrýnt af fjölmörgum. Nú, fjórum mánuðum eftir samþykkt nýtti fyrsta fyrirtækið sér nýju lögin. Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska. 43 prósent þess er í eigu Búsældar en Þórarinn Ingi á þar 0,6 prósenta hlut ásamt konu sinni. Þórarinn segir eignarhald sitt alltaf hafa legið fyrir. „Ég get ekki séð það með nokkru einasta móti hvernig í ósköpunum það á að vera tortryggilegt. Vissulega er ég bóndi og þekki ágætlega til en allt annað, ég vísa þeirri umræðu til föðurhúsanna,“ segir Þórarinn. Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm Hjónin eiga eftir að ákveða hvort þau selji eignarhlut sinn til KS. Eign hans hafi ekki haft áhrif á störfin. „Mér er ekki kunnugt um að þessar umræður hafi verið komnar af stað þegar við vorum að vinna frumvarpið,“ segir Þórarinn. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í atvinnuveganefnd, segir ámælisvert að félögin renni saman án skoðunar samkeppnisyfirvalda. „Það er búið að taka vopnið, ég myndi ekki segja vopnið frá Samkeppniseftirlitinu heldur það er búið að taka vopnið frá neytendum og raunverulega frá bændum því það er engin greiningarvinna á bak við þetta, hvort þetta muni verða þeim til hagsbóta,“ segir Hanna. Hún vonast til að lögin verði endurskoðuð. „Ef við ætlum að fara að kippa ákvæðum samkeppnislaga, þessu gríðarlega sterka tóli sem við eigum fyrir almenning, úr sambandi fyrir eitthvað sem er ekki endilega ágætt. Þá erum við á rangri leið,“ segir Hanna Katrín.
Skagafjörður Matvælaframleiðsla Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Landbúnaður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent