Nýir eigendur taka við Melabúðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júlí 2024 16:34 Snorri Guðmundsson, Inga Hrönn Georgsdóttir og Pétur Alan Guðmundsson. Snorri og Pétur eru fráfarandi eigendur en Inga Hrönn tekur við daglegum rekstri búðarinnar. Melabúðin Melabúðin við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur hefur fengið nýja eigendur. Melabúðin hefur stærstan hluta sögu sinnar verið í eigu sömu fjölskyldunnar, en verslunin var opnuð árið 1956. Bræðurnir Pétur og Snorri Guðmundssynir hverfa nú úr eigendahópnum og afhenda keflið hópi fólks sem ætlar sér að viðhalda starfsemi verslunarinnar óbreyttri. Nýir eigendur eru þau Anna Jónsdóttir, Bjarki Már Baxter, Pétur Árni Jónsson og Þorsteinn Rafn Johnsen en Inga Hrönn Georgsdóttir sem hefur starfað sem verslunarstjóri Melabúðarinnar undanfarin ár mun taka við daglegri stjórn búðarinnar. Í samtali við fréttastofu segir Þorsteinn Rafn Johnsen að markmið nýja eigendahópsins sé að halda í öll sérkenni Melabúðarinnar. Hugmyndin sé að halda áfram að reka hana eins og hún er og engar stórar breytingar séu í vændum. „Við höfum byggt upp að okkar mati góða þjónustu og tryggan rekstur og við erum ánægðir með okkar áratuga framlag til viðskiptavina. En allt hefur sinn tíma. Pétur er búinn að standa í stafninum í rúmlega 30 ár og við erum ekki að yngjast. Við erum þess fullvissir að flotta starfsfólkið okkar sem við nú kveðjum og nýir eigendur, með Ingu verslunarstjórann okkar í brúnni, haldi áfram á sömu braut. Nú njótum við þess bara að vera hinum megin við borðið, enda búum við báðir á Melunum,“ er haft eftir Snorra Guðmundssyni fráfarandi eiganda í tilkynningu vegna eigendaskiptanna. Melabúðin var stofnuð 1956 á Hagamel 39 þar sem hún stendur enn í dag. Guðmundur Júlíusson og Katrín Briem, foreldrar fráfarandi eigenda, tóku við rekstrinum árið 1979 og búðin hefur verið í fjölskyldunni síðan. Fráfarandi eigendur eru Pétur Alan og Snorri Guðmundssynir. Matvöruverslun Verslun Reykjavík Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Nýir eigendur eru þau Anna Jónsdóttir, Bjarki Már Baxter, Pétur Árni Jónsson og Þorsteinn Rafn Johnsen en Inga Hrönn Georgsdóttir sem hefur starfað sem verslunarstjóri Melabúðarinnar undanfarin ár mun taka við daglegri stjórn búðarinnar. Í samtali við fréttastofu segir Þorsteinn Rafn Johnsen að markmið nýja eigendahópsins sé að halda í öll sérkenni Melabúðarinnar. Hugmyndin sé að halda áfram að reka hana eins og hún er og engar stórar breytingar séu í vændum. „Við höfum byggt upp að okkar mati góða þjónustu og tryggan rekstur og við erum ánægðir með okkar áratuga framlag til viðskiptavina. En allt hefur sinn tíma. Pétur er búinn að standa í stafninum í rúmlega 30 ár og við erum ekki að yngjast. Við erum þess fullvissir að flotta starfsfólkið okkar sem við nú kveðjum og nýir eigendur, með Ingu verslunarstjórann okkar í brúnni, haldi áfram á sömu braut. Nú njótum við þess bara að vera hinum megin við borðið, enda búum við báðir á Melunum,“ er haft eftir Snorra Guðmundssyni fráfarandi eiganda í tilkynningu vegna eigendaskiptanna. Melabúðin var stofnuð 1956 á Hagamel 39 þar sem hún stendur enn í dag. Guðmundur Júlíusson og Katrín Briem, foreldrar fráfarandi eigenda, tóku við rekstrinum árið 1979 og búðin hefur verið í fjölskyldunni síðan. Fráfarandi eigendur eru Pétur Alan og Snorri Guðmundssynir.
Matvöruverslun Verslun Reykjavík Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira