Mengum minna Ólafur Teitur Guðnason skrifar 11. júlí 2024 08:01 Heiðar Guðjónsson hefur allt á hornum sér gagnvart Orkuveitunni og dótturfyrirtæki hennar Carbfix í grein hér á Vísi sem ber fyrirsögnina “Mengum meira”. Aðrir hafa hrakið sumt í grein Heiðars en víkja þarf að fleiru. Umhverfisrask og evrópsku kolaverin Heiðar segir að Coda Terminal verkefni Carbfix í Straumsvík muni valda “gríðarlegu umhverfisraski, til að Evrópa geti haldið áfram að brenna kolum [...] Og þá er ekki minnst á mengun ferskvatnsins.” Það er alrangt og grundvallarmisskilningur hjá Heiðari að tilgangur Coda Terminal sé að binda CO2 frá evrópskum kolaorkuverum. Helsti markaður Carbfix er CO2 sem myndast við aðra iðnaðarferla en bruna jarðefnaeldseytis, til að mynda framleiðslu á áli, stáli, sementi og í efnaiðnaði. Álver á Íslandi eru lýsandi dæmi um þetta. Þau keyra alfarið á grænni orku en losa samt mikið CO2. Hvernig má það vera? Jú, ástæðan er að losunin stafar ekki af eldsneytisbruna heldur framleiðsluaðferðinni, sem í þessu tilfelli er rafgreining. Á heimsvísu er hér um að ræða gífurlega mikla losun sem mannkynið mun að óbreyttu sitja uppi með jafnvel þótt öllu jarðefnaeldsneyti yrði útrýmt strax á morgun. Þetta er einmitt ein helsta ástæðan fyrir því að stórfelld föngun og geymsla (eða binding) CO2 í jörðu er algjörlega nauðsynleg til að vinna bug á loftslagsvánni; henni verður ekki afstýrt öðruvísi. Umhverfismatsskýrsla Coda Terminal liggur fyrir. Samkvæmt henni mun verkefnið hafa verulega jákvæð á loftslag, talsverð jákvæð áhrif á efnahag, óveruleg áhrif á flesta aðra matsþætti en nokkuð eða talsvert neikvæð áhrif á þrjá náttúrufarslega þætti. Þar ber einna hæst mögulegur niðurdráttur grunnvatnsborðs við Straumsvíkurtjarnir og mögulegar seltu- og/eða hitabreytingar í þeim. Af þeim sökum verður ráðist í ítarlega vöktun og mið tekið af niðurstöðum hennar við uppbyggingu verkefnisins, sem verður þrepaskipt yfir langt árabil og því hægt að lágmarka neikvæð áhrif eftir því sem verkefninu vindur fram. Sigrún Tómasdóttir vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni hefur nýlega útskýrt í grein hér á Vísi að verkefnið mun ekki hafa nein áhrif á neysluvatnsból. Hún bendir líka á að önnur starfsemi sem er nú þegar á svæðinu kemur í veg fyrir að vatnið sem Carbfix hyggst nýta (sem rennur í stríðum straumi undir svæðinu beint til sjávar) geti komið til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Carbfix-tæknin felur ekki í sér að setja í vatnið mengun heldur koldíoxíð, svipað og gert er með Soda Stream-tækjum og til að framleiða kolsýrða drykki sem fólk drekkur með bestu lyst. Gæluverkefni Heiðar kallar Carbfix “pólitískt gæluverkefni”. Því er rétt að rifja upp að rætur Carbfix liggja ekki í pólitík heldur í samstarfi vísindamanna hjá Columbia háskóla, háskólanum í Toulouse og Háskóla Íslands við Orkuveituna. Wally heitinn Broecker, einn virtasti jarðvísindamaður heims og sá sem öðrum fremur kynnti hugtakið “global warming” fyrir heimsbyggðinni, var einn helsti hvatamaður verkefnisins og fjallaði um það í fyrirlestri hér á landi snemma árs 2006. Hugtakið “gæluverkefni” vísar jafnan til þess að markmiðin eigi ekki að vera forgangsmál eða að leiðin að markmiðinu geti ekki gengið upp. Hvorugt gildir um Carbfix, nema kannski í huga þeirra sem telja að hlýnun jarðar sé ekki vandamál. Stórfelld geymsla (eða binding) á milljörðum tonna af CO2 í jörðu er algjörlega óhjákvæmileg til að ná loftslagsmarkmiðum heimsins samkvæmt öllum trúverðugustu heimildum, t.a.m. loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC. Og Carbfix aðferðin virkar; það sýna yfir 100 ritrýndar vísindagreinar, meira en 10 ára rekstur á Hellisheiði, og óháðar úttektir alþjóðlegra vottunaraðila. Orkuveitan lýtur vissulega pólitískri stjórn en föngun og binding á útblæstri jarðvarmavirkjana lýtur lóðbeint að kjarna starfseminnar. Það snýr ekki bara að CO2 heldur líka brennisteinsvetni, sem Carbfix hreinsar og bindur úr útblæstri virkjana með sömu aðferð, með mikilvægum ávinningi fyrir nærumhverfið. Þá skal nefnt að uppbygging Carbfix hefur að verulegu leyti verið fjármögnuð með styrkjum frá Evrópusambandinu, ekki síst þeim sjóðum sem fjármagnaðir eru með sölu losunarheimilda (sem eru eins konar mengunarskattar). Ekkert hefur komið úr ríkissjóði umfram almennar endurgreiðslur til rannsókna- og þróunarverkefna sem öllum nýsköpunarfyrirtækjum standa til boða. Orkuveitan mun ekki heldur bera fjárhagslegan hita og þunga af því að koma Carbfix-aðferðinni á milljónatonna skala heldur fyrst og fremst einkafjárfestar og sjóðir sem fjármagnaðir eru með tekjum frá þeim sem menga. Á sama tíma eru stjórnvöld í Bandaríkjunum og ýmsum nágrannalöndum okkar að verja stórkostlegum fjárhæðum af skattfé borgara sinna til að þróa og innleiða annars konar loftslagslausnir. Í mörgum tilvikum eru þær lausnir bæði dýrari og áhættumeiri en sú lausn sem Carbfix hefur nú þegar þróað og sannreynt. Það væri óskandi að öll svokölluð “pólitísk gæluverkefni” leiddu til hagkvæmra, öruggra og sannreyndra lausna við stærstu áskorunum mannkyns - og þeirra viðskiptatækifæra sem í slíkum lausnum felast. Fiskiverksmiðjurnar Heiðar nefnir að “rafmagnstengdar fiskiverksmiðjur” séu látnar brenna olíu og lætur að því liggja að ástæðan sé sú að Orkuveitan vilji fremur byggja upp Carbfix heldur en að framleiða meira rafmagn. Hið rétta er að fiskimjölsverksmiðjur kaupa ódýra skerðanlega raforku á afslætti. Eðli málsins samkvæmt getur það stundum komið fyrir að skerðanleg raforka sé skert. Þess vegna er hún ódýrari. Ástæður fyrir skerðingu geta verið ýmsar, svo sem náttúrulegar sveiflur í vatnsbúskap virkjana og flöskuhálsar í flutningsgetu rafmagns á milli landshluta. Að viðhalda miklu og stöðugu umframframboði af raforku til að koma í veg að nokkurn tíma geti komið til skerðinga, ekki einu sinni í slæmum vatnsárum, felur í sér mikla sóun á verðmætum. Skerðanlegir samningar við stórnotendur draga úr þeirri sóun og auka hagkvæmni. Ég leyfi mér að ganga út frá því að Heiðar styðji almennt séð að markaðslögmálin séu látin gilda. Því kæmi mér verulega á óvart ef hann mælti með pólitískum niðurgreiðslum til framleiðslu á raforku sem ekki borgar sig að framleiða á viðskiptalegum forsendum, en það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig. Samkvæmt mínum upplýsingum stendur fiskiverksmiðjunum til boða að kaupa forgangsorku sem ekki má skerða en þær hafa ekki viljað kaupa hana. Það hefur ekkert með Carbfix að gera. Að lokum Það er auðvitað rétt hjá Heiðari að Ísland stendur að mörgu leyti vel í loftslagsmálum vegna hreinnar raforku og hreinnar húshitunar. En það eru ekki rök fyrir því að gera lítið úr þróun á raunhæfum lausnum, sem ná m.a. til annarra losunarþátta, og úthrópa þau sem “gæluverkefni”. Sú heimóttarlega og þrönga hugsun er gölluð út frá mörgum sjónarhornum. Hún lokar augunum fyrir því að Ísland fær “frípassa” á kolefnisspor innfluttra neysluvara, sem er öll skuldfærð á framleiðslulöndin. Hún hafnar viðskiptatækifærum sem felast í að vera í fararbroddi lausna sem gífurleg þörf er fyrir á heimsvísu og nágrannalönd okkar og fleiri eru að keppast við að þróa. Hún er í mótsögn við mat vísindasamfélagsins á því hvers konar lausnir séu nauðsynlegar til að vinna bug á loftslagsvánni. Og hún er þannig öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir að við mengum minna. Höfundur leiðir málefni opinberrar stefnumótunar um loftslagsmál hjá Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stóriðja Jarðhiti Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Heiðar Guðjónsson hefur allt á hornum sér gagnvart Orkuveitunni og dótturfyrirtæki hennar Carbfix í grein hér á Vísi sem ber fyrirsögnina “Mengum meira”. Aðrir hafa hrakið sumt í grein Heiðars en víkja þarf að fleiru. Umhverfisrask og evrópsku kolaverin Heiðar segir að Coda Terminal verkefni Carbfix í Straumsvík muni valda “gríðarlegu umhverfisraski, til að Evrópa geti haldið áfram að brenna kolum [...] Og þá er ekki minnst á mengun ferskvatnsins.” Það er alrangt og grundvallarmisskilningur hjá Heiðari að tilgangur Coda Terminal sé að binda CO2 frá evrópskum kolaorkuverum. Helsti markaður Carbfix er CO2 sem myndast við aðra iðnaðarferla en bruna jarðefnaeldseytis, til að mynda framleiðslu á áli, stáli, sementi og í efnaiðnaði. Álver á Íslandi eru lýsandi dæmi um þetta. Þau keyra alfarið á grænni orku en losa samt mikið CO2. Hvernig má það vera? Jú, ástæðan er að losunin stafar ekki af eldsneytisbruna heldur framleiðsluaðferðinni, sem í þessu tilfelli er rafgreining. Á heimsvísu er hér um að ræða gífurlega mikla losun sem mannkynið mun að óbreyttu sitja uppi með jafnvel þótt öllu jarðefnaeldsneyti yrði útrýmt strax á morgun. Þetta er einmitt ein helsta ástæðan fyrir því að stórfelld föngun og geymsla (eða binding) CO2 í jörðu er algjörlega nauðsynleg til að vinna bug á loftslagsvánni; henni verður ekki afstýrt öðruvísi. Umhverfismatsskýrsla Coda Terminal liggur fyrir. Samkvæmt henni mun verkefnið hafa verulega jákvæð á loftslag, talsverð jákvæð áhrif á efnahag, óveruleg áhrif á flesta aðra matsþætti en nokkuð eða talsvert neikvæð áhrif á þrjá náttúrufarslega þætti. Þar ber einna hæst mögulegur niðurdráttur grunnvatnsborðs við Straumsvíkurtjarnir og mögulegar seltu- og/eða hitabreytingar í þeim. Af þeim sökum verður ráðist í ítarlega vöktun og mið tekið af niðurstöðum hennar við uppbyggingu verkefnisins, sem verður þrepaskipt yfir langt árabil og því hægt að lágmarka neikvæð áhrif eftir því sem verkefninu vindur fram. Sigrún Tómasdóttir vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni hefur nýlega útskýrt í grein hér á Vísi að verkefnið mun ekki hafa nein áhrif á neysluvatnsból. Hún bendir líka á að önnur starfsemi sem er nú þegar á svæðinu kemur í veg fyrir að vatnið sem Carbfix hyggst nýta (sem rennur í stríðum straumi undir svæðinu beint til sjávar) geti komið til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Carbfix-tæknin felur ekki í sér að setja í vatnið mengun heldur koldíoxíð, svipað og gert er með Soda Stream-tækjum og til að framleiða kolsýrða drykki sem fólk drekkur með bestu lyst. Gæluverkefni Heiðar kallar Carbfix “pólitískt gæluverkefni”. Því er rétt að rifja upp að rætur Carbfix liggja ekki í pólitík heldur í samstarfi vísindamanna hjá Columbia háskóla, háskólanum í Toulouse og Háskóla Íslands við Orkuveituna. Wally heitinn Broecker, einn virtasti jarðvísindamaður heims og sá sem öðrum fremur kynnti hugtakið “global warming” fyrir heimsbyggðinni, var einn helsti hvatamaður verkefnisins og fjallaði um það í fyrirlestri hér á landi snemma árs 2006. Hugtakið “gæluverkefni” vísar jafnan til þess að markmiðin eigi ekki að vera forgangsmál eða að leiðin að markmiðinu geti ekki gengið upp. Hvorugt gildir um Carbfix, nema kannski í huga þeirra sem telja að hlýnun jarðar sé ekki vandamál. Stórfelld geymsla (eða binding) á milljörðum tonna af CO2 í jörðu er algjörlega óhjákvæmileg til að ná loftslagsmarkmiðum heimsins samkvæmt öllum trúverðugustu heimildum, t.a.m. loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC. Og Carbfix aðferðin virkar; það sýna yfir 100 ritrýndar vísindagreinar, meira en 10 ára rekstur á Hellisheiði, og óháðar úttektir alþjóðlegra vottunaraðila. Orkuveitan lýtur vissulega pólitískri stjórn en föngun og binding á útblæstri jarðvarmavirkjana lýtur lóðbeint að kjarna starfseminnar. Það snýr ekki bara að CO2 heldur líka brennisteinsvetni, sem Carbfix hreinsar og bindur úr útblæstri virkjana með sömu aðferð, með mikilvægum ávinningi fyrir nærumhverfið. Þá skal nefnt að uppbygging Carbfix hefur að verulegu leyti verið fjármögnuð með styrkjum frá Evrópusambandinu, ekki síst þeim sjóðum sem fjármagnaðir eru með sölu losunarheimilda (sem eru eins konar mengunarskattar). Ekkert hefur komið úr ríkissjóði umfram almennar endurgreiðslur til rannsókna- og þróunarverkefna sem öllum nýsköpunarfyrirtækjum standa til boða. Orkuveitan mun ekki heldur bera fjárhagslegan hita og þunga af því að koma Carbfix-aðferðinni á milljónatonna skala heldur fyrst og fremst einkafjárfestar og sjóðir sem fjármagnaðir eru með tekjum frá þeim sem menga. Á sama tíma eru stjórnvöld í Bandaríkjunum og ýmsum nágrannalöndum okkar að verja stórkostlegum fjárhæðum af skattfé borgara sinna til að þróa og innleiða annars konar loftslagslausnir. Í mörgum tilvikum eru þær lausnir bæði dýrari og áhættumeiri en sú lausn sem Carbfix hefur nú þegar þróað og sannreynt. Það væri óskandi að öll svokölluð “pólitísk gæluverkefni” leiddu til hagkvæmra, öruggra og sannreyndra lausna við stærstu áskorunum mannkyns - og þeirra viðskiptatækifæra sem í slíkum lausnum felast. Fiskiverksmiðjurnar Heiðar nefnir að “rafmagnstengdar fiskiverksmiðjur” séu látnar brenna olíu og lætur að því liggja að ástæðan sé sú að Orkuveitan vilji fremur byggja upp Carbfix heldur en að framleiða meira rafmagn. Hið rétta er að fiskimjölsverksmiðjur kaupa ódýra skerðanlega raforku á afslætti. Eðli málsins samkvæmt getur það stundum komið fyrir að skerðanleg raforka sé skert. Þess vegna er hún ódýrari. Ástæður fyrir skerðingu geta verið ýmsar, svo sem náttúrulegar sveiflur í vatnsbúskap virkjana og flöskuhálsar í flutningsgetu rafmagns á milli landshluta. Að viðhalda miklu og stöðugu umframframboði af raforku til að koma í veg að nokkurn tíma geti komið til skerðinga, ekki einu sinni í slæmum vatnsárum, felur í sér mikla sóun á verðmætum. Skerðanlegir samningar við stórnotendur draga úr þeirri sóun og auka hagkvæmni. Ég leyfi mér að ganga út frá því að Heiðar styðji almennt séð að markaðslögmálin séu látin gilda. Því kæmi mér verulega á óvart ef hann mælti með pólitískum niðurgreiðslum til framleiðslu á raforku sem ekki borgar sig að framleiða á viðskiptalegum forsendum, en það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig. Samkvæmt mínum upplýsingum stendur fiskiverksmiðjunum til boða að kaupa forgangsorku sem ekki má skerða en þær hafa ekki viljað kaupa hana. Það hefur ekkert með Carbfix að gera. Að lokum Það er auðvitað rétt hjá Heiðari að Ísland stendur að mörgu leyti vel í loftslagsmálum vegna hreinnar raforku og hreinnar húshitunar. En það eru ekki rök fyrir því að gera lítið úr þróun á raunhæfum lausnum, sem ná m.a. til annarra losunarþátta, og úthrópa þau sem “gæluverkefni”. Sú heimóttarlega og þrönga hugsun er gölluð út frá mörgum sjónarhornum. Hún lokar augunum fyrir því að Ísland fær “frípassa” á kolefnisspor innfluttra neysluvara, sem er öll skuldfærð á framleiðslulöndin. Hún hafnar viðskiptatækifærum sem felast í að vera í fararbroddi lausna sem gífurleg þörf er fyrir á heimsvísu og nágrannalönd okkar og fleiri eru að keppast við að þróa. Hún er í mótsögn við mat vísindasamfélagsins á því hvers konar lausnir séu nauðsynlegar til að vinna bug á loftslagsvánni. Og hún er þannig öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir að við mengum minna. Höfundur leiðir málefni opinberrar stefnumótunar um loftslagsmál hjá Carbfix.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun