Danska súperstjarnan grét Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 09:41 Jonas Vingegaard átti erfitt með sig eftir frábæran dag. Það hefur verið krefjandi fyrir hann að koma til baka eftir slæmt slys í vor. EPA-EFE/JEROME DELAY Danski hjólreiðamaðurinn Jonas Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar undanfarin tvö ár en árið í ár hefur reynst honum mjög erfitt. Vingegaard stórslasaði sig þegar hann skall í jörðina í keppni fyrir nokkrum mánuðum. Það var óttast að hann hefði með þessu misst af möguleikanum á því að vinna stærstu hjólreiðakeppni heims þriðja árið í röð. Honum tókst hins vegar að ná sér góðum fyrir Frakklandshjólreiðarnar og vann sína fyrstu sérleið í keppninni í gær. Það var ellefta sérleiðin í Tour de France 2024. Three months after a career threatening crash, Jonas Vingegaard is back at his best level and took his 4th TDF stage win, spanking Pogacar in an uphill sprint. Definitely one of the most incredible comebacks I've ever seen. Hats off, Jonas. 🎩 #TDF2024pic.twitter.com/5GBxSA7RUI— Mihai Simion (@faustocoppi60) July 10, 2024 Daninn réð ekki við tilfinningar sínar eftir keppni dagsins. „Ég er bara svo ánægður að vera hérna,“ sagði Vingegaard og tárin runnu. „Það eru auðvitað miklar tilfinningar í gangi hjá mér núna. Að koma til baka eftir slysið ... fyrirgefðu,“ sagði Vingegaard en varð að taka sér smá pásu til að þurrka tárin og ná tökum á sér. Vingegaard er þriðji í heildarkeppninni en þetta var hans besti dagur síðan að hann lenti í slysinu. „Þetta skiptir miklu máli eftir allt sem ég hef gengið í gegnum undanfarna mánuði. Ég hefði aldrei getað þetta án fjölskyldu minnar,“ sagði Vingegaard. Í viðtali fyrr í vikunni talaði Vingegaard um það að hann hafi óttast það að deyja í slysinu. „Ég bara ánægður að fá að vera hér. Það skiptir svo miklu máli að vinna sérleið. Ekki síst að vinna hana fyrir framan fjölskyldu mína sem stóðu með mér og hvöttu mig áfram allan tímann,“ sagði Vingegaard. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. An emotional Jonas Vingegaard reacts to his Tour de France stage win after coming back from the terrible crash earlier this year. #TDF2024 pic.twitter.com/Laz2jHhCwC— NBC Sports Cycling (@NBCSCycling) July 10, 2024 Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Vingegaard stórslasaði sig þegar hann skall í jörðina í keppni fyrir nokkrum mánuðum. Það var óttast að hann hefði með þessu misst af möguleikanum á því að vinna stærstu hjólreiðakeppni heims þriðja árið í röð. Honum tókst hins vegar að ná sér góðum fyrir Frakklandshjólreiðarnar og vann sína fyrstu sérleið í keppninni í gær. Það var ellefta sérleiðin í Tour de France 2024. Three months after a career threatening crash, Jonas Vingegaard is back at his best level and took his 4th TDF stage win, spanking Pogacar in an uphill sprint. Definitely one of the most incredible comebacks I've ever seen. Hats off, Jonas. 🎩 #TDF2024pic.twitter.com/5GBxSA7RUI— Mihai Simion (@faustocoppi60) July 10, 2024 Daninn réð ekki við tilfinningar sínar eftir keppni dagsins. „Ég er bara svo ánægður að vera hérna,“ sagði Vingegaard og tárin runnu. „Það eru auðvitað miklar tilfinningar í gangi hjá mér núna. Að koma til baka eftir slysið ... fyrirgefðu,“ sagði Vingegaard en varð að taka sér smá pásu til að þurrka tárin og ná tökum á sér. Vingegaard er þriðji í heildarkeppninni en þetta var hans besti dagur síðan að hann lenti í slysinu. „Þetta skiptir miklu máli eftir allt sem ég hef gengið í gegnum undanfarna mánuði. Ég hefði aldrei getað þetta án fjölskyldu minnar,“ sagði Vingegaard. Í viðtali fyrr í vikunni talaði Vingegaard um það að hann hafi óttast það að deyja í slysinu. „Ég bara ánægður að fá að vera hér. Það skiptir svo miklu máli að vinna sérleið. Ekki síst að vinna hana fyrir framan fjölskyldu mína sem stóðu með mér og hvöttu mig áfram allan tímann,“ sagði Vingegaard. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. An emotional Jonas Vingegaard reacts to his Tour de France stage win after coming back from the terrible crash earlier this year. #TDF2024 pic.twitter.com/Laz2jHhCwC— NBC Sports Cycling (@NBCSCycling) July 10, 2024
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira