Eigandi stakk af eftir að hundur beit konu með ungbarn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júlí 2024 11:53 Aleksandra segir atvikið hafa verið þeim mæðginum mikið áfall. Getty/Aðsend Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl. Þann 13. júní var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um hund sem hafði bitið konu í Árbænum og sjúkrabíll kallaður til. Dýraverndarþjónustu Reykjavíkur var tilkynnt um málið. Þetta staðfestir Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Aleksandra Demovic Slaveski er konan sem um ræðir. Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst að henni og sextán mánaða gömlum syni hennar þegar þau voru á göngu heim úr matvöruverslun rétt fyrir hádegi. Lét sig hverfa með hundana Í samtali við fréttastofu segir hún frá því að kona með tvo hunda af sömu tegund hafi orðið á vegi þeirra á göngustígnum. Mæðginin hafi fært sig yfir á grasblett við hliðina á gangstéttinni til að halda hæfilegri fjarlægð meðan þau tóku fram úr henni. Skyndilega hafi annar hundurinn stokkið að syni hennar og ætlað að bíta í fótlegg hans. „Ég rétt náði að snúa mér og færa hann frá hundinum. Þá beit hundurinn mig í hendina og það liðu nokkrar sekúndur þar til hann sleppti,“ segir Aleksandra. Þá hafi mæðginin fallið í jörðina. Hún segir eigandann ekki hafa verið að fylgjast með og ekki vitað hvað væri í gangi fyrr en hún hóf að hrópa. Þegar eigandinn áttaði sig á því hvað hefði skeð hafi hún forðað sér burt. „Eigandinn gerði ekki neitt, hringdi ekki í neinn. Hún var greinilega að reyna að koma hundunum heim. Ég bað hana um að hringja á sjúkrabíl, sem hún gerði ekki,“ segir Aleksandra. Ábyrgðin hvíli á eiganda Aleksandra hlaut áverka á hendi og var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Þar voru teknar röntgenmyndir og skurðurinn saumaður. Sonurinn slapp sem betur fer án meiðsla. „Þetta hefði verið enn verra hefði ég ekki haldið á honum. Maður býst ekki við hættu af þessu tagi,“ segir Aleksandra og bendir á að í nágrenninu eru skólar og leikskólar og börn oft ein á ferð. Hún áréttir að ekki sé við hundana að sakast. Sjálf sé hún mikill hundavinur og hafi nærri alltaf átt hund. „En það hefði átt að vera búið að temja hundana. Það er á ábyrgð eigandans. Hún hefði átt að biðjast afsökunar, eða að minnsta kosti hringja í sjúkrabíl,“ segir Aleksandra og að hún stefni á að lögsækja hundaeigandann. Hundsbitum fari fjölgandi Málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr á höfuðborgarsvæðinu fer fjölgandi að sögn deildarstjóra hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Þá fjölgi slíkum atvikum yfir sumartímann. Nýlega fjallaði Vísir um mál þegar óður hundur af tegundinni Standard Schnauzer réðst á konu og karlmann á sjötugsaldri í sameign íbúðarhúss í Grafarvogi. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús með áverka á hendi. Þá hefur Dýraþjónusta Reykjavíkur til skoðunar mál tveggja veiðihunda sem grunaðir er um að hana banað ketti í Laugardal í síðasta mánuði. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. Hundar Dýr Lögreglumál Reykjavík Gæludýr Tengdar fréttir Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. 1. júlí 2024 10:38 Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Hundsbitum fari fjölgandi Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr fara fjölgandi. Hann hefur áhyggjur af því hversu margir trassa að skrá hunda hjá sveitarfélögum. 30. júní 2024 21:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Þann 13. júní var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um hund sem hafði bitið konu í Árbænum og sjúkrabíll kallaður til. Dýraverndarþjónustu Reykjavíkur var tilkynnt um málið. Þetta staðfestir Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Aleksandra Demovic Slaveski er konan sem um ræðir. Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst að henni og sextán mánaða gömlum syni hennar þegar þau voru á göngu heim úr matvöruverslun rétt fyrir hádegi. Lét sig hverfa með hundana Í samtali við fréttastofu segir hún frá því að kona með tvo hunda af sömu tegund hafi orðið á vegi þeirra á göngustígnum. Mæðginin hafi fært sig yfir á grasblett við hliðina á gangstéttinni til að halda hæfilegri fjarlægð meðan þau tóku fram úr henni. Skyndilega hafi annar hundurinn stokkið að syni hennar og ætlað að bíta í fótlegg hans. „Ég rétt náði að snúa mér og færa hann frá hundinum. Þá beit hundurinn mig í hendina og það liðu nokkrar sekúndur þar til hann sleppti,“ segir Aleksandra. Þá hafi mæðginin fallið í jörðina. Hún segir eigandann ekki hafa verið að fylgjast með og ekki vitað hvað væri í gangi fyrr en hún hóf að hrópa. Þegar eigandinn áttaði sig á því hvað hefði skeð hafi hún forðað sér burt. „Eigandinn gerði ekki neitt, hringdi ekki í neinn. Hún var greinilega að reyna að koma hundunum heim. Ég bað hana um að hringja á sjúkrabíl, sem hún gerði ekki,“ segir Aleksandra. Ábyrgðin hvíli á eiganda Aleksandra hlaut áverka á hendi og var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Þar voru teknar röntgenmyndir og skurðurinn saumaður. Sonurinn slapp sem betur fer án meiðsla. „Þetta hefði verið enn verra hefði ég ekki haldið á honum. Maður býst ekki við hættu af þessu tagi,“ segir Aleksandra og bendir á að í nágrenninu eru skólar og leikskólar og börn oft ein á ferð. Hún áréttir að ekki sé við hundana að sakast. Sjálf sé hún mikill hundavinur og hafi nærri alltaf átt hund. „En það hefði átt að vera búið að temja hundana. Það er á ábyrgð eigandans. Hún hefði átt að biðjast afsökunar, eða að minnsta kosti hringja í sjúkrabíl,“ segir Aleksandra og að hún stefni á að lögsækja hundaeigandann. Hundsbitum fari fjölgandi Málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr á höfuðborgarsvæðinu fer fjölgandi að sögn deildarstjóra hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Þá fjölgi slíkum atvikum yfir sumartímann. Nýlega fjallaði Vísir um mál þegar óður hundur af tegundinni Standard Schnauzer réðst á konu og karlmann á sjötugsaldri í sameign íbúðarhúss í Grafarvogi. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús með áverka á hendi. Þá hefur Dýraþjónusta Reykjavíkur til skoðunar mál tveggja veiðihunda sem grunaðir er um að hana banað ketti í Laugardal í síðasta mánuði. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður.
Hundar Dýr Lögreglumál Reykjavík Gæludýr Tengdar fréttir Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. 1. júlí 2024 10:38 Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Hundsbitum fari fjölgandi Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr fara fjölgandi. Hann hefur áhyggjur af því hversu margir trassa að skrá hunda hjá sveitarfélögum. 30. júní 2024 21:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. 1. júlí 2024 10:38
Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54
Hundsbitum fari fjölgandi Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr fara fjölgandi. Hann hefur áhyggjur af því hversu margir trassa að skrá hunda hjá sveitarfélögum. 30. júní 2024 21:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent