Ekki hægt að gera grein fyrir 5200 fiskum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júlí 2024 10:27 Myndin sýnir fiskeldisstöð Samherja í Sandgerði, en umrætt óhapp átti sér stað í fiskeldisstöð Samherja í Silfurstjörnunni, Öxarfirði. Vísir/Vilhelm Samherji fiskeldi gat ekki gert grein fyrir rétttæplega 5200 fiskum eftir strok á eldislaxi úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Matvælastofnun áætlar að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjötn og strokið út í sjó. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST, en í skoðanaskýrslu fyrirtækisins er atvikið sem er talið hafa átt sér stað þann 2. maí, en uppgötvaðist þann 6. sama mánaðar, flokkað sem alvarlegt frávik. „Ljóst er að fiskeldisstöð var ekki útbúin eldisbúnaði sem var nægjanlega fiskheldur,“ segir í skýrslu MAST, en þar kemur jafnframt fram að stöðin hafi ekki verið útbúin nægjanlega fínofnum netum til að fanga þau seiði sem struku úr stöðinni. Þá er bent að það sé í höndum Samherja að grípa til allra þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til þess að varna því að strok valdi vistfræðilegu tjóni. Þegar greint var frá málinu í maí var áætlað að 868 seiði hefðu sloppið. Sú tala kom til því Samherji fann þessi 868 seiði utan kers, en þá lá ekki fyrir hversu mörg seiði struku í heild sinni. „Ekki var hægt að útiloka að seiðin hafi smoltast í settjörn og komist út í sjó.” „Rekstraraðili brást við og hóf veiðar seiða í settjörn en ekki hefur verið staðfest að öll seiði hafi náðst úr settjörn. Matvælastofnun óskar eftir því að fá tilkynningu þegar öll seiði hafa verið veidd úr settjörn. Við rannsókn málsins hjá Matvælastofnun kom í ljós að rekstraraðili gat ekki gert grein fyrir 5.196 fiskum og dregur Matvælastofnun þá ályktun að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjörn og strokið út í sjó,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Samherji fiskeldi hafi unnið að úrbótum vegna fiskheldni stöðvarinnar. MAST muni engu að síður kalla eftir tímasettri úrbótaáætlun og fylgja því eftir að þær hafi verið gerðar. Samherji sendi frá sér tilkynningu eftir að MAST greindi frá málinu í maí. Þar sagði að félagið hefði stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þessi hefðu átt sér stað. Atvikið hafi átt sér stað vegna Kerfisbilunnar. Fiskeldi Landeldi Norðurþing Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST, en í skoðanaskýrslu fyrirtækisins er atvikið sem er talið hafa átt sér stað þann 2. maí, en uppgötvaðist þann 6. sama mánaðar, flokkað sem alvarlegt frávik. „Ljóst er að fiskeldisstöð var ekki útbúin eldisbúnaði sem var nægjanlega fiskheldur,“ segir í skýrslu MAST, en þar kemur jafnframt fram að stöðin hafi ekki verið útbúin nægjanlega fínofnum netum til að fanga þau seiði sem struku úr stöðinni. Þá er bent að það sé í höndum Samherja að grípa til allra þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til þess að varna því að strok valdi vistfræðilegu tjóni. Þegar greint var frá málinu í maí var áætlað að 868 seiði hefðu sloppið. Sú tala kom til því Samherji fann þessi 868 seiði utan kers, en þá lá ekki fyrir hversu mörg seiði struku í heild sinni. „Ekki var hægt að útiloka að seiðin hafi smoltast í settjörn og komist út í sjó.” „Rekstraraðili brást við og hóf veiðar seiða í settjörn en ekki hefur verið staðfest að öll seiði hafi náðst úr settjörn. Matvælastofnun óskar eftir því að fá tilkynningu þegar öll seiði hafa verið veidd úr settjörn. Við rannsókn málsins hjá Matvælastofnun kom í ljós að rekstraraðili gat ekki gert grein fyrir 5.196 fiskum og dregur Matvælastofnun þá ályktun að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjörn og strokið út í sjó,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Samherji fiskeldi hafi unnið að úrbótum vegna fiskheldni stöðvarinnar. MAST muni engu að síður kalla eftir tímasettri úrbótaáætlun og fylgja því eftir að þær hafi verið gerðar. Samherji sendi frá sér tilkynningu eftir að MAST greindi frá málinu í maí. Þar sagði að félagið hefði stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þessi hefðu átt sér stað. Atvikið hafi átt sér stað vegna Kerfisbilunnar.
Fiskeldi Landeldi Norðurþing Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira