Innlit í nýtt íþróttahús Njarðvíkinga: „Þetta er þvílíkt mannvirki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. júlí 2024 08:01 Rúnar Ingi Erlingsson mun þjálfa karlalið Njarðvíkur á næsta tímabili. Vísir/bjarni Njarðvíkingar bíða spenntir eftir því að taka nýtt íþróttahús í notkun en framkvæmdir eru á lokametrunum suður með sjó. Í Stapaskóla munu iðkendur Njarðvíkinga æfa og spila sínar íþróttir. Það er algjörlega ljóst að þetta mun gjörbreyta allri umgjörð fyrir félagið. Fjallað var um nýja húsið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Ljónagryfjan var tekin í notkun árið 1973 en þetta sögufræga íþróttahús er orðið barn síns tíma og hafa Njarðvíkingar beðið lengi eftir nýju íþróttahúsi. Stefnt er að því að keppt verði í Bónusdeild karla og kvenna á næsta tímabili í Stapaskóla. Nýja húsið í Njarðvík tekur 1.400 manns í sæti. „Þetta er glæsileg aðstaða sem við erum búin að bíða lengi eftir og erum spennt að fá að taka í notkun. Þetta mun gjörsamlega breyta öllu og allri umgjörð í kringum körfuboltann í Njarðvík,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta. Háskólar í Bandaríkjunum fyrirmyndin „Þetta er þvílíkt mannvirki, mikið pláss og ótrúlega gaman að fá nýtt upphaf í körfuboltann í Njarðvík.“ Rúnar segir að íþróttafólk Njarðvíkinga fái núna alvöru aðstöðu. „Meistaraflokkur karla og kvenna fær stórglæsilega búningsaðstöðu, eigin klefa og við horfðum töluvert á háskólaumhverfið í Bandaríkjunum sem fyrirmynd. Heitur og kaldur pottur inni í klefanum og það er mikil breyting frá því að vera nota leikfimiklefa. Núna getum við gert þetta alveg að okkar.“ Hann segir að núna verði félagið samkeppnishæft þegar kemur að mannvirkjum. „Bara þegar kemur að auglýsingum, þá verða LED skilti í kringum völlinn. Svo varðandi miðasölu þá breytist margt. Ljónagryfjan takmarkaði miðasölu ansi mikið en Njarðvík vill vera í fremstu röð og að geta komið hátt í tvö þúsund manns hingað inn í úrslitakeppni breytir miklu.“ Hér að neðan má sjá innlit í nýtt íþróttahús Njarðvíkinga, Stapaskóla. Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Í Stapaskóla munu iðkendur Njarðvíkinga æfa og spila sínar íþróttir. Það er algjörlega ljóst að þetta mun gjörbreyta allri umgjörð fyrir félagið. Fjallað var um nýja húsið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Ljónagryfjan var tekin í notkun árið 1973 en þetta sögufræga íþróttahús er orðið barn síns tíma og hafa Njarðvíkingar beðið lengi eftir nýju íþróttahúsi. Stefnt er að því að keppt verði í Bónusdeild karla og kvenna á næsta tímabili í Stapaskóla. Nýja húsið í Njarðvík tekur 1.400 manns í sæti. „Þetta er glæsileg aðstaða sem við erum búin að bíða lengi eftir og erum spennt að fá að taka í notkun. Þetta mun gjörsamlega breyta öllu og allri umgjörð í kringum körfuboltann í Njarðvík,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta. Háskólar í Bandaríkjunum fyrirmyndin „Þetta er þvílíkt mannvirki, mikið pláss og ótrúlega gaman að fá nýtt upphaf í körfuboltann í Njarðvík.“ Rúnar segir að íþróttafólk Njarðvíkinga fái núna alvöru aðstöðu. „Meistaraflokkur karla og kvenna fær stórglæsilega búningsaðstöðu, eigin klefa og við horfðum töluvert á háskólaumhverfið í Bandaríkjunum sem fyrirmynd. Heitur og kaldur pottur inni í klefanum og það er mikil breyting frá því að vera nota leikfimiklefa. Núna getum við gert þetta alveg að okkar.“ Hann segir að núna verði félagið samkeppnishæft þegar kemur að mannvirkjum. „Bara þegar kemur að auglýsingum, þá verða LED skilti í kringum völlinn. Svo varðandi miðasölu þá breytist margt. Ljónagryfjan takmarkaði miðasölu ansi mikið en Njarðvík vill vera í fremstu röð og að geta komið hátt í tvö þúsund manns hingað inn í úrslitakeppni breytir miklu.“ Hér að neðan má sjá innlit í nýtt íþróttahús Njarðvíkinga, Stapaskóla.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira