Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júlí 2024 21:42 Guðlaugur Ingi Sigurðsson, flugstjóri á Boeing 747-vél Air Atlanta, á flugvellinum í Jedda. Egill Aðalsteinsson Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá eina af breiðþotum Air Atlanta lenda á flugvellinum í Jedda eftir að hafa skilað pílagrímum heim til Indónesíu. Önnur áhöfn var að leggja upp í nærri níu tíma flug á annarri þotu með pílagríma, einnig til Indónesíu. Þotur Atlanta eru allar merktar Saudia Airlines, kaupanda þjónustunnar. Það er krefjandi fyrir flugstjórann Guðlaug Inga Sigurðsson að ferðast yfir öll tímabeltin, fyrst frá Íslandi til Sádí-Arabíu og síðan enn lengra til Indónesíu. Við hittum hann á flugvellinum klukkan fimm að morgni að staðartíma en þá var klukkan á Íslandi tvö eftir miðnætti. Boeing 747-400 þota Air Atlanta framan við pílagrímaflugstöðina í Jedda.KMU „Þannig að maður er vakinn svona rétt um miðnætti að íslenskum tíma. Þannig að aðalmálið er bara hreinlega að reyna að hvíla sig fyrir flug,” segir Guðlaugur. Pílagrímaflugið þetta árið hófst þann 10. maí. Þetta er tíu vikna törn, því lýkur 23. júlí. Flugið er tvískipt. Fyrri hlutinn felst í að flytja múslima víðs vegar að úr heiminum til Sádí-Arabíu. Seinni hlutinn, eftir að þeir hafa heimsótt Mekka og aðra helga staði, felst í að flytja þá aftur heim. Einar Blandon er sviðsstjóri flugrekstrar Air Atlanta. Breiðþotur félagsins taka á bilinu 450 til 500 manns í sæti.Egill Aðalsteinsson Einar Blandon heldur utan um flugrekstur Atlanta í Sádí-Arabíu. „Ég myndi segja að verkefni fyrir Saudia Airlines hafi í gegnum tíðina verið svona kjölfestan í verkefnum Air Atlanta og verið alltaf svona rauði þráðurinn í okkar starfsemi,” segir Einar sem er sviðsstjóri flugrekstrar Atlanta. Farþegahópurinn hjá Guðlaugi flugstjóra telur að þessu sinni 449 pílagríma. Margir eru aldraðir og veikburða og því reynir mikið á flugliðana um borð. Einar Sebastian Ólafsson er yfirflugþjónn um borð í flugvélum Air Atlanta. Áhafnir búa í afgirtu þorpi í Jedda sem er nánast eingöngu fyrir starfsmenn félagsins. Þar hafa þeir séríbúðir, íþróttaaðstöðu og notalegar sundlaugar.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru tíu tíma flug, til dæmis héðan til Indónesíu. Og það er ýmislegt sem skeður á leiðinni og ekki allt skemmtilegt. Eins og – við höfum upplifað farþega sem deyja, til dæmis,” segir Einar Sebastian Ólafsson, yfirflugþjónn hjá Air Atlanta. Og það er krefjandi fyrir íslensku flugvirkjana að vinna í þessum mikla hita. -Eins og í dag. Það er 43 til 44 stiga hiti. Hvernig vinnuaðstæður eru þetta? „Þetta getur verið mjög erfitt,” svarar Rafn Þór Rafnsson, yfirflugvirki Air Atlanta í Sádí-Arabíu. Rafn Þór Rafnsson yfirflugvirki stýrir viðhaldsstöð Air Atlanta á flugvellinum í Jedda.Egill Aðalsteinsson „Mjög erfitt, sérstaklega ef við förum í mótorskipti eða einhver svona stærri eða erfiðari verkefni. En þetta bara venst. Þetta venst eins og allt annað, mundi ég segja,” svarar flugvirkinn. Einar Blandon áætlar að Air Atlanta muni í þessari törn flytja 65 þúsund pílagríma í 140 ferðum en félagið er með tvær Boeing 747 og fjórar Boeing 777 í farþegaflutningunum. „Vélarnar eru núna að fljúga hérna allt árið um kring. Þannig að þegar pílagrímaflugið er búið þá halda þessar vélar áfram að fljúga bara venjuleg áætlunarflug fyrir Saudia,” segir Einar. Pílagrímar frá Indónesíu á leið í flug eftir að hafa heimsótt Mekka og aðra helga staði Islam.Egill Aðalsteinsson En það er ekki aðeins að þetta sé stórt fyrir Air Atlanta. Pílagrímaflugið er án efa með stærstu verkefnum sem íslensk fyrirtæki sinna yfir höfuð á erlendum vettvangi. Íslendingar eru þó í miklum minnihluta í fjölþjóðlegum hópi starfsmanna sem sinnir verkefnum í Sádí-Arabíu. „Núna, eins og staðan er í dag, þá erum við með hérna um og í kringum sexhundruð manns. Ég held að við séum með 450 flugfreyjur, ætli það séu ekki rétt um 80 til 100 flugmenn, flugvirkjar eru 40 til 50, og svo operations. Já, svona um eða í kringum sexhundruð manns,” segir Einar Blandon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Air Atlanta Sádi-Arabía Trúmál Indónesía Kópavogur Boeing Tengdar fréttir Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. 11. apríl 2024 20:55 Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42 Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá eina af breiðþotum Air Atlanta lenda á flugvellinum í Jedda eftir að hafa skilað pílagrímum heim til Indónesíu. Önnur áhöfn var að leggja upp í nærri níu tíma flug á annarri þotu með pílagríma, einnig til Indónesíu. Þotur Atlanta eru allar merktar Saudia Airlines, kaupanda þjónustunnar. Það er krefjandi fyrir flugstjórann Guðlaug Inga Sigurðsson að ferðast yfir öll tímabeltin, fyrst frá Íslandi til Sádí-Arabíu og síðan enn lengra til Indónesíu. Við hittum hann á flugvellinum klukkan fimm að morgni að staðartíma en þá var klukkan á Íslandi tvö eftir miðnætti. Boeing 747-400 þota Air Atlanta framan við pílagrímaflugstöðina í Jedda.KMU „Þannig að maður er vakinn svona rétt um miðnætti að íslenskum tíma. Þannig að aðalmálið er bara hreinlega að reyna að hvíla sig fyrir flug,” segir Guðlaugur. Pílagrímaflugið þetta árið hófst þann 10. maí. Þetta er tíu vikna törn, því lýkur 23. júlí. Flugið er tvískipt. Fyrri hlutinn felst í að flytja múslima víðs vegar að úr heiminum til Sádí-Arabíu. Seinni hlutinn, eftir að þeir hafa heimsótt Mekka og aðra helga staði, felst í að flytja þá aftur heim. Einar Blandon er sviðsstjóri flugrekstrar Air Atlanta. Breiðþotur félagsins taka á bilinu 450 til 500 manns í sæti.Egill Aðalsteinsson Einar Blandon heldur utan um flugrekstur Atlanta í Sádí-Arabíu. „Ég myndi segja að verkefni fyrir Saudia Airlines hafi í gegnum tíðina verið svona kjölfestan í verkefnum Air Atlanta og verið alltaf svona rauði þráðurinn í okkar starfsemi,” segir Einar sem er sviðsstjóri flugrekstrar Atlanta. Farþegahópurinn hjá Guðlaugi flugstjóra telur að þessu sinni 449 pílagríma. Margir eru aldraðir og veikburða og því reynir mikið á flugliðana um borð. Einar Sebastian Ólafsson er yfirflugþjónn um borð í flugvélum Air Atlanta. Áhafnir búa í afgirtu þorpi í Jedda sem er nánast eingöngu fyrir starfsmenn félagsins. Þar hafa þeir séríbúðir, íþróttaaðstöðu og notalegar sundlaugar.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru tíu tíma flug, til dæmis héðan til Indónesíu. Og það er ýmislegt sem skeður á leiðinni og ekki allt skemmtilegt. Eins og – við höfum upplifað farþega sem deyja, til dæmis,” segir Einar Sebastian Ólafsson, yfirflugþjónn hjá Air Atlanta. Og það er krefjandi fyrir íslensku flugvirkjana að vinna í þessum mikla hita. -Eins og í dag. Það er 43 til 44 stiga hiti. Hvernig vinnuaðstæður eru þetta? „Þetta getur verið mjög erfitt,” svarar Rafn Þór Rafnsson, yfirflugvirki Air Atlanta í Sádí-Arabíu. Rafn Þór Rafnsson yfirflugvirki stýrir viðhaldsstöð Air Atlanta á flugvellinum í Jedda.Egill Aðalsteinsson „Mjög erfitt, sérstaklega ef við förum í mótorskipti eða einhver svona stærri eða erfiðari verkefni. En þetta bara venst. Þetta venst eins og allt annað, mundi ég segja,” svarar flugvirkinn. Einar Blandon áætlar að Air Atlanta muni í þessari törn flytja 65 þúsund pílagríma í 140 ferðum en félagið er með tvær Boeing 747 og fjórar Boeing 777 í farþegaflutningunum. „Vélarnar eru núna að fljúga hérna allt árið um kring. Þannig að þegar pílagrímaflugið er búið þá halda þessar vélar áfram að fljúga bara venjuleg áætlunarflug fyrir Saudia,” segir Einar. Pílagrímar frá Indónesíu á leið í flug eftir að hafa heimsótt Mekka og aðra helga staði Islam.Egill Aðalsteinsson En það er ekki aðeins að þetta sé stórt fyrir Air Atlanta. Pílagrímaflugið er án efa með stærstu verkefnum sem íslensk fyrirtæki sinna yfir höfuð á erlendum vettvangi. Íslendingar eru þó í miklum minnihluta í fjölþjóðlegum hópi starfsmanna sem sinnir verkefnum í Sádí-Arabíu. „Núna, eins og staðan er í dag, þá erum við með hérna um og í kringum sexhundruð manns. Ég held að við séum með 450 flugfreyjur, ætli það séu ekki rétt um 80 til 100 flugmenn, flugvirkjar eru 40 til 50, og svo operations. Já, svona um eða í kringum sexhundruð manns,” segir Einar Blandon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Air Atlanta Sádi-Arabía Trúmál Indónesía Kópavogur Boeing Tengdar fréttir Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. 11. apríl 2024 20:55 Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42 Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. 11. apríl 2024 20:55
Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42
Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03