Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 18:50 Frá og með næstu áramótum þurfa eigendur bensín- og olíubíla að greiða sérstakt kílómetragjald, eins og eigendur rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla hafa gert á þessu ári. Til stendur að fella brott bensín og olíugjöld. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Þessi áform hafa legið fyrir frá því í fyrra. Þegar frumvarpið um kílómetragjald á rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla var lagt fram síðasta haust, kom fram að áform væru uppi um að leggja gjaldið einnig á bensín- og olíubíla að ári liðnu. Gjaldið taki mið af þyngd ökutækis Áformin eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, en til stendur að leggja fram frumvarp um málið á haustþingi. Fram kemur að kílómetragjaldið verði föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með leyfða heildarþyng 3.500 kg eða minna. Fyrir liggi að þau ökutæki valdi almennt áþekku vegsliti. Fari leyfð heildarþyngd ökutækisins umfram 3.500 kg, mun fjárhæð kílómetragjaldsins taka mið af heildarþyngd út frá útreikningi á tilteknum þyngdarstuðli. Gjaldið muni þannig fara stighækkandi með aukinni þyngd ökutækisins, en niðurbrotsáhrif þungra bifreiða á vegum landsins séu mun meiri heldur en léttari bifreiða. Ekki kemur fram hverjar upphæðirnar koma til með að verða, en í ár hefur gjaldið verið fastar sex krónur á hvern ekinn kílómetra á rafmagns og vetnisbílum, og tvær krónur á hvern kílómeter á tengiltvinnbílum. Vilja tryggja jafnræði og sanngirni í gjaldtöku vegna notkunar á vegakerfinu Þá segir að kílómetragjaldið komi í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Þau verði samhliða felld brott. „Nýtt kerfi tryggir að fjárhagslegur hvati verði áfram til orkuskipta. Í kerfisbreytingunni felst hækkun á kolefnisgjaldi sem einnig styður við þennan hvata,“ segir í samráðsgáttinni. Einnig stendur að orkukostnaður og viðhaldskostnaður rafmagnsbíla verði áfram umtalsvert lægri en bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Fram kemur að markmiðin sem stefnt sé að með frumvarpinu séu eftirfarandi: Tryggja ríkissjóði sjálfbæra tekjuöflun af ökutækjum til framtíðar í því skyni að treysta forsendur fyrir fjármögnun á uppbyggingu og rekstri vegakerfisins. Auka gagnsæi í gjaldtöku í samræmi við notkun ökutækja á vegum landsins. Byggja upp einfalt og notendavænt gjaldtökukerfi ökutækja. Samræma gjaldtöku með innleiðingu á einu kerfi fyrir alla gjaldtöku. Aðlögun að orkuskiptum og að framtíðarþróun, m.a. með álagningu kolefnisgjalds á mengandi ökutæki. Engar umsagnir hafa borist enn sem komið er. Bílar Skattar og tollar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Orkumál Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Þessi áform hafa legið fyrir frá því í fyrra. Þegar frumvarpið um kílómetragjald á rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla var lagt fram síðasta haust, kom fram að áform væru uppi um að leggja gjaldið einnig á bensín- og olíubíla að ári liðnu. Gjaldið taki mið af þyngd ökutækis Áformin eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, en til stendur að leggja fram frumvarp um málið á haustþingi. Fram kemur að kílómetragjaldið verði föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með leyfða heildarþyng 3.500 kg eða minna. Fyrir liggi að þau ökutæki valdi almennt áþekku vegsliti. Fari leyfð heildarþyngd ökutækisins umfram 3.500 kg, mun fjárhæð kílómetragjaldsins taka mið af heildarþyngd út frá útreikningi á tilteknum þyngdarstuðli. Gjaldið muni þannig fara stighækkandi með aukinni þyngd ökutækisins, en niðurbrotsáhrif þungra bifreiða á vegum landsins séu mun meiri heldur en léttari bifreiða. Ekki kemur fram hverjar upphæðirnar koma til með að verða, en í ár hefur gjaldið verið fastar sex krónur á hvern ekinn kílómetra á rafmagns og vetnisbílum, og tvær krónur á hvern kílómeter á tengiltvinnbílum. Vilja tryggja jafnræði og sanngirni í gjaldtöku vegna notkunar á vegakerfinu Þá segir að kílómetragjaldið komi í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Þau verði samhliða felld brott. „Nýtt kerfi tryggir að fjárhagslegur hvati verði áfram til orkuskipta. Í kerfisbreytingunni felst hækkun á kolefnisgjaldi sem einnig styður við þennan hvata,“ segir í samráðsgáttinni. Einnig stendur að orkukostnaður og viðhaldskostnaður rafmagnsbíla verði áfram umtalsvert lægri en bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Fram kemur að markmiðin sem stefnt sé að með frumvarpinu séu eftirfarandi: Tryggja ríkissjóði sjálfbæra tekjuöflun af ökutækjum til framtíðar í því skyni að treysta forsendur fyrir fjármögnun á uppbyggingu og rekstri vegakerfisins. Auka gagnsæi í gjaldtöku í samræmi við notkun ökutækja á vegum landsins. Byggja upp einfalt og notendavænt gjaldtökukerfi ökutækja. Samræma gjaldtöku með innleiðingu á einu kerfi fyrir alla gjaldtöku. Aðlögun að orkuskiptum og að framtíðarþróun, m.a. með álagningu kolefnisgjalds á mengandi ökutæki. Engar umsagnir hafa borist enn sem komið er.
Bílar Skattar og tollar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Orkumál Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira