Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að biðtíminn eftir slíkum niðurstöður gæti verið allt að þrjár vikur.
Enn má sjá ummerki þess að ölvaður ökumaður ók yfir nýgerða á Ánanaust á Eiðisgranda. Myndband náðist af því þegar maðurinn, sem grunaður er um að hafa verið ölvaður, ók yfir eyjuna og olli töluverðu tjóni.
Unnar segir manninn hafa verið leystan úr haldi að yfirheyrslu lokinni. Um leið og niðurstöður blóðsýnatökunnar liggja fyrir verður málið sett á borð ákærusviðs og ákveðið hvort gefin verði út ákæra.