Innlent

Manndrápsmálið á Akur­eyri komið til sak­sóknara

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Frá Kjarnagötu á Akureyri.
Frá Kjarnagötu á Akureyri. Vísir

Mál manns sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana á Akureyri í lok aprílmánaðar þessa árs er komið á borð héraðssaksóknara.

Dagmar Ösp Vésteinsdóttir sækir málið og hún staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Hún segir að maðurinn sé enn í gæsluvarðhaldi en að það renni út á mánudaginn næsta að öllu óbreyttu. Hún getur þó ekki veitt frekari upplýsingar um málið á þessu augnabliki. Ekki sé búið að upplýsa alla um stöðuna.

Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, sem var um fimmtugt, að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu. Lögregla var kölluð að húsinu klukkan hálffimm að morgni mánudags 22. apríl. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur.


Tengdar fréttir

Hinn grunaði í Kjarnagötu enn í gæsluvarðhaldi

Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana á Akureyri í lok aprílmánuðar er enn í gæsluvarðhaldi og segir Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjón á Akureyri að rannsókn málsins sé langt komin.

Íbúar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarðhæðinni

Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×