Uppskeruhátíð öldrunarfræða á Norðurlöndum Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar 12. júlí 2024 11:57 27. Norðurlandaráðstefnan um öldrunarfræðum var haldin dagana 12.-14. júní 2024 á Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Yfirskrift ráðstefnunnar var Ageing in a transforming world, sem mætti útleggja sem Að eldast í síbreytilegum heimi. Meginþemu ráðstefnunnar voru heilsufar og vellíðan aldraðra, tækni, nýsköpun, samfélagsleg áhrif og stefnumótun í málefnum sem varða eldra fólk. Hennar hátign Silvía Svíadrottning setti ráðstefnuna við hátíðlega athöfn. Yfirgripsmikil dagskrá var í boði, þar á meðal lykilfyrirlestrar frá alþjóðlegum sérfræðingum á sviði öldrunarfræða, fyrirlestrar um nýjustu rannsóknir, veggspjaldakynningar með leiðsögn og málstofur um afmörkuð efni. Meðal þess sem var til umfjöllunar voru rannsóknir á líkamlegri og andlegri heilsu aldraðra, áhrif lífsstíls og forvarna á heilsufar og nýjar aðferðir við að bæta lífsgæði aldraðra. Sagt var frá rannsóknum á áhrifum öldrunar á samfélög og efnahag, stefnumótun og löggjöf til að mæta þörfum aldraðra, fjölskyldutengslum og félagslegri einangrun. Einnig var lögð áhersla á mikilvægi félagslegra tengsla og stuðnings við aldraða til að bæta lífsgæði þeirra og þeirra nánustu. Velferðartækni var gert hátt undir höfði enda fyrirséð að hana mun þurfa að nýta í auknum mæli til að mæta hækkandi meðalaldri þjóða um allan heim. Sagt var frá notkun nýrrar tækni til að styðja við aldraða heima, snjalllausnum og gervigreind í umönnun ásamt rafrænni heilsufarsskráningu og persónuvernd. Áhersla var lögð á mikilvægi samvinnu milli landa og fagstétta, til að mæta þeim áskorunum sem fylgja öldrun samfélagsins. Bent var á þörfina fyrir aukna fjárfestingu í rannsóknum og þróun, sem og mikilvægi þess að hvetja unga fagaðila og rannsakendur til að sérhæfa sig í öldrun. Meðal þess sem stóð upp úr að mati höfundar voru eftirfarandi atriði (tekið skal fram að listinn er ekki tæmandi og afar erfitt var að velja úr): Aðalfyrirlestur Vania de la Fuente-Núnez sem rannsakar aldursfordóma (e. ageism) og áhrif þeirra á lýðheilsu. Hún hefur verið virkur talsmaður gegn aldursfordómum á alþjóðavettvangi og hefur meðal annars tekið þátt í verkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna tengdum heilsu og öldrun. Í erindi sínu fjallaði hún um hvernig aldursfordómar hafa víðtæk áhrif á hugsanir, tilfinningar og gjörðir bæði hjá einstaklingum og samfélögum í heild, og lýsti þeim sem lýðheilsuvandamáli sem þarf að bregðast við. Marijke Veenstra, rannsóknarprófessor við Heilsuþjónusturannsóknareininguna á Akershus háskólasjúkrahúsinu í Noregi (n. Helse- og tjenesteforskningsavdelingen ved Akershus universitetssykehus), hélt fyrirlestur sem bar titilinn "Tackling social inequalities at older ages – A battle worth fighting?" Í fyrirlestrinum fjallaði Veenstra um hvernig samfélagslegur ójöfnuður hefur áhrif á eldri einstaklinga, jafnvel á Norðurlöndunum þar sem jöfnuður hefur lengi verið lykileinkenni. Hún dró saman nýjustu rannsóknarniðurstöður sem sýna hvernig ójöfnuður birtist á síðari árum og hvaða kerfi hafa áhrif á möguleikann á að eldast vel. Veenstra lagði áherslu á mikilvægi þess að rannsaka og takast á við þessar áskoranir til að tryggja betri lífsgæði fyrir alla eldri borgara. Teppo Kröger, prófessor við Háskólann í Jyväskylä í Finnlandi hlaut Sohlberg-verðlaunin fyrir framúrskarandi framlag sitt til öldrunarfræða. Verðlaunin eru veitt leiðandi rannsakanda í öldrunarfræðum og er viðurkenningin í formi veglegrar peningaupphæðar. Teppo hefur verið frumkvöðull í rannsóknum á öldrun og umönnun, og hann hefur einnig leitt fjölmörg innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni. Rannsóknir hans hafa veitt mikilvæga innsýn í þjónustu við aldraða, þar sem tekið er tillit til allra hagsmunaaðila: viðkvæmra aldraðra, fjölskyldna þeirra og launaðra umönnunaraðila. Við óskum Teppo innilega til hamingju, hann er vel að þessu kominn. Ráðstefnan var vel heppnuð og endurspeglaði fjölbreytileika og grósku í öldrunarrannsóknum um allan heim. Hana sóttu um það bil 900 fagaðilar alls staðar að úr heiminum. Þáttakendur frá Íslandi voru 28 sem verður að teljast nokkuð gott miðað við höfðatölu. Þar á meðal var íslenskt fræðafólk sem kynnti rannsóknir sínar. Norðurlandaráðstefnan í öldrunarfræðum er alla jafna haldin á tveggja ára fresti og stefnir saman leiðandi sérfræðingum á sviði öldrunarfræða til að deila nýjustu rannsóknum og framþróun í greininni. Næsta ráðstefna verður í University of Jyväskylä í Finnlandi 7.-9. júní 2027. Höfundur er félagsráðgjafi, formaður stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands og stjórnarmeðlimur NGF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
27. Norðurlandaráðstefnan um öldrunarfræðum var haldin dagana 12.-14. júní 2024 á Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Yfirskrift ráðstefnunnar var Ageing in a transforming world, sem mætti útleggja sem Að eldast í síbreytilegum heimi. Meginþemu ráðstefnunnar voru heilsufar og vellíðan aldraðra, tækni, nýsköpun, samfélagsleg áhrif og stefnumótun í málefnum sem varða eldra fólk. Hennar hátign Silvía Svíadrottning setti ráðstefnuna við hátíðlega athöfn. Yfirgripsmikil dagskrá var í boði, þar á meðal lykilfyrirlestrar frá alþjóðlegum sérfræðingum á sviði öldrunarfræða, fyrirlestrar um nýjustu rannsóknir, veggspjaldakynningar með leiðsögn og málstofur um afmörkuð efni. Meðal þess sem var til umfjöllunar voru rannsóknir á líkamlegri og andlegri heilsu aldraðra, áhrif lífsstíls og forvarna á heilsufar og nýjar aðferðir við að bæta lífsgæði aldraðra. Sagt var frá rannsóknum á áhrifum öldrunar á samfélög og efnahag, stefnumótun og löggjöf til að mæta þörfum aldraðra, fjölskyldutengslum og félagslegri einangrun. Einnig var lögð áhersla á mikilvægi félagslegra tengsla og stuðnings við aldraða til að bæta lífsgæði þeirra og þeirra nánustu. Velferðartækni var gert hátt undir höfði enda fyrirséð að hana mun þurfa að nýta í auknum mæli til að mæta hækkandi meðalaldri þjóða um allan heim. Sagt var frá notkun nýrrar tækni til að styðja við aldraða heima, snjalllausnum og gervigreind í umönnun ásamt rafrænni heilsufarsskráningu og persónuvernd. Áhersla var lögð á mikilvægi samvinnu milli landa og fagstétta, til að mæta þeim áskorunum sem fylgja öldrun samfélagsins. Bent var á þörfina fyrir aukna fjárfestingu í rannsóknum og þróun, sem og mikilvægi þess að hvetja unga fagaðila og rannsakendur til að sérhæfa sig í öldrun. Meðal þess sem stóð upp úr að mati höfundar voru eftirfarandi atriði (tekið skal fram að listinn er ekki tæmandi og afar erfitt var að velja úr): Aðalfyrirlestur Vania de la Fuente-Núnez sem rannsakar aldursfordóma (e. ageism) og áhrif þeirra á lýðheilsu. Hún hefur verið virkur talsmaður gegn aldursfordómum á alþjóðavettvangi og hefur meðal annars tekið þátt í verkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna tengdum heilsu og öldrun. Í erindi sínu fjallaði hún um hvernig aldursfordómar hafa víðtæk áhrif á hugsanir, tilfinningar og gjörðir bæði hjá einstaklingum og samfélögum í heild, og lýsti þeim sem lýðheilsuvandamáli sem þarf að bregðast við. Marijke Veenstra, rannsóknarprófessor við Heilsuþjónusturannsóknareininguna á Akershus háskólasjúkrahúsinu í Noregi (n. Helse- og tjenesteforskningsavdelingen ved Akershus universitetssykehus), hélt fyrirlestur sem bar titilinn "Tackling social inequalities at older ages – A battle worth fighting?" Í fyrirlestrinum fjallaði Veenstra um hvernig samfélagslegur ójöfnuður hefur áhrif á eldri einstaklinga, jafnvel á Norðurlöndunum þar sem jöfnuður hefur lengi verið lykileinkenni. Hún dró saman nýjustu rannsóknarniðurstöður sem sýna hvernig ójöfnuður birtist á síðari árum og hvaða kerfi hafa áhrif á möguleikann á að eldast vel. Veenstra lagði áherslu á mikilvægi þess að rannsaka og takast á við þessar áskoranir til að tryggja betri lífsgæði fyrir alla eldri borgara. Teppo Kröger, prófessor við Háskólann í Jyväskylä í Finnlandi hlaut Sohlberg-verðlaunin fyrir framúrskarandi framlag sitt til öldrunarfræða. Verðlaunin eru veitt leiðandi rannsakanda í öldrunarfræðum og er viðurkenningin í formi veglegrar peningaupphæðar. Teppo hefur verið frumkvöðull í rannsóknum á öldrun og umönnun, og hann hefur einnig leitt fjölmörg innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni. Rannsóknir hans hafa veitt mikilvæga innsýn í þjónustu við aldraða, þar sem tekið er tillit til allra hagsmunaaðila: viðkvæmra aldraðra, fjölskyldna þeirra og launaðra umönnunaraðila. Við óskum Teppo innilega til hamingju, hann er vel að þessu kominn. Ráðstefnan var vel heppnuð og endurspeglaði fjölbreytileika og grósku í öldrunarrannsóknum um allan heim. Hana sóttu um það bil 900 fagaðilar alls staðar að úr heiminum. Þáttakendur frá Íslandi voru 28 sem verður að teljast nokkuð gott miðað við höfðatölu. Þar á meðal var íslenskt fræðafólk sem kynnti rannsóknir sínar. Norðurlandaráðstefnan í öldrunarfræðum er alla jafna haldin á tveggja ára fresti og stefnir saman leiðandi sérfræðingum á sviði öldrunarfræða til að deila nýjustu rannsóknum og framþróun í greininni. Næsta ráðstefna verður í University of Jyväskylä í Finnlandi 7.-9. júní 2027. Höfundur er félagsráðgjafi, formaður stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands og stjórnarmeðlimur NGF.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar