Ber endurhæfing ávöxt? Berglind Gunnarsdóttir og skrifa 13. júlí 2024 08:00 Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins. Til endurhæfingar á Reykjalundi koma einstaklingar eftir margs konar veikindi, slys og áföll og þar er veitt sérhæfð endurhæfingarþjónusta óháð búsetu. Þverfagleg þjónusta er veitt gegnum ólík meðferðarteymi. Á Reykjalundi eru átta meðferðarteymi: Efnaskipta-og offituteymi, geðheilsuteymi, gigtarteymi, hjartateymi, lungnateymi, taugateymi og verkjateymi. Auk þessa er starfrækt legudeild, Miðgarður, sem sinnir fjölbreyttum viðfangsefnum og tekur m.a. við sjúklingum frá Landspítala með það að sjónarmiði að geta, með öflugri endurhæfingarmeðferð, útskrifað þá heim. Á Reykjalund koma einstaklingar með flókinn og margþættan vanda þar sem stök úrræði í nærsamfélagi duga ekki til. Reykjalundur leggur áherslu á að vernda atvinnutengingu og stuðla að samfélagslegri þátttöku á meðan á endurhæfingu stendur. Sé þess nokkur kostur, er leitast við að hefja inngrip meðan virk atvinnutenging er til staðar eða einstaklingur er virkur í námi. Einnig er áhersla lögð á snemmbæra íhlutun í tilvikum foreldra með forsjá yfir börnum. Markmið endurhæfingarinnar snúa fyrst og fremst að því að bæta lífsgæði, rjúfa einangrun og auka færni í daglegu lífi. Tölurnar tala sínu máli Nýlega voru tekin saman á Reykjalundi gögn sem beina sjónum að þeim árangri sem þverfagleg endurhæfing skilaði árið 2023. Stuðst var við margs konar mælikvarða, mælingar á andlegum þáttum, svefni og lífsgæðum auk þess sem beinar líkamlegar mælingar eru framkvæmdar við innskrift og útskrift. Hér má sjá örfá dæmi um þann árangur sem skapast þegar þverfaglegri nálgun er beitt. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á þunglyndiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á kvíðakvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á svefnleysiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á gönguprófi á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á sjálfsmati þegar einstaklingar eru beðnir um að meta heilsu sína í dag á kvarða 0-100. Róttæk breyting verður á meðaltölum á öllum teymum Reykjalundar. Matið er hluti af alþjóðlegum lífsgæðakvarða EuroQol EQ-5D-5L sem víða er nýttur í rannsóknum og mati á fjárhagslegum og heilsufarslegum ávinningi í heilbrigðisþjónustu. Sláandi er hversu árangur þverfaglegrar endurhæfingar er bersýnilegur, hvert sem litið er. Ef nýskráð lyf á markaði sýndi sama árangur værum við líklega snögg til að kaupa hlutabréf. Endurhæfing er jú fjárfesting, ein sú ábatasamasta sem völ er á. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Þá er einnig gríðarlegur samfélagslegur ávinningur af öllum þeim sem öðlast aukna getu til atvinnuþátttöku, eru betur í stakk búnir að sinna foreldrahlutverki, þurfa í minna mæli að nýta sér heilbrigðisþjónustu eða geta útskrifast heim í stað þess að fara á hjúkrunarheimili. Árangur endurhæfingarmeðferðar skapar einstaklingnum grunn til þess að vinna áfram í átt að sínum markmiðum en framhaldið ræðst af mörgum þáttum. Búast má við bakslögum og betri dögum og ljóst er að margir þurfa áframhaldandi stuðning. Því eru tengsl við nærþjónustu einstaklings mikilvæg til eftirfylgdar. Stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi Við á Reykjalundi njótum þeirra forréttinda að fylgja okkar fólki gegnum tímabil vaxta og uppskeru. Suma daga eru skrefin þung, aðra daga léttari en þegar allt kemur til alls eru það markmið hvers einstaklings sem skipta mestu máli. Hvort sem markmiðin felast í því að geta haldið á börnunum, farið í göngu, sinnt félagsstörfum eða eldað kvöldverð skiptir öllu að við spyrjum út í, berum virðingu fyrir og lyftum því upp sem skiptir einstaklinginn mestu máli hverju sinni. Margir koma til endurhæfingar uppfullir vonleysis en með von að láni frá meðferðaraðilum geta þeir smátt og smátt farið að feta sína braut upp á við. Öll getum við þurft að standa frammi fyrir því að þurfa á endurhæfingarþjónustu að halda eftir áföll, veikindi eða slys. Ávinningur endurhæfingar er augljós hvort sem litið er til einstaklings eða samfélags. Fjárfestum í fólki og stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi. Það margborgar sig. Höfundur er gæðastjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins. Til endurhæfingar á Reykjalundi koma einstaklingar eftir margs konar veikindi, slys og áföll og þar er veitt sérhæfð endurhæfingarþjónusta óháð búsetu. Þverfagleg þjónusta er veitt gegnum ólík meðferðarteymi. Á Reykjalundi eru átta meðferðarteymi: Efnaskipta-og offituteymi, geðheilsuteymi, gigtarteymi, hjartateymi, lungnateymi, taugateymi og verkjateymi. Auk þessa er starfrækt legudeild, Miðgarður, sem sinnir fjölbreyttum viðfangsefnum og tekur m.a. við sjúklingum frá Landspítala með það að sjónarmiði að geta, með öflugri endurhæfingarmeðferð, útskrifað þá heim. Á Reykjalund koma einstaklingar með flókinn og margþættan vanda þar sem stök úrræði í nærsamfélagi duga ekki til. Reykjalundur leggur áherslu á að vernda atvinnutengingu og stuðla að samfélagslegri þátttöku á meðan á endurhæfingu stendur. Sé þess nokkur kostur, er leitast við að hefja inngrip meðan virk atvinnutenging er til staðar eða einstaklingur er virkur í námi. Einnig er áhersla lögð á snemmbæra íhlutun í tilvikum foreldra með forsjá yfir börnum. Markmið endurhæfingarinnar snúa fyrst og fremst að því að bæta lífsgæði, rjúfa einangrun og auka færni í daglegu lífi. Tölurnar tala sínu máli Nýlega voru tekin saman á Reykjalundi gögn sem beina sjónum að þeim árangri sem þverfagleg endurhæfing skilaði árið 2023. Stuðst var við margs konar mælikvarða, mælingar á andlegum þáttum, svefni og lífsgæðum auk þess sem beinar líkamlegar mælingar eru framkvæmdar við innskrift og útskrift. Hér má sjá örfá dæmi um þann árangur sem skapast þegar þverfaglegri nálgun er beitt. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á þunglyndiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á kvíðakvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á svefnleysiskvarða á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á meðaltölum á gönguprófi á meðferðarteymum á Reykjalundi. Myndin sýnir breytingu á sjálfsmati þegar einstaklingar eru beðnir um að meta heilsu sína í dag á kvarða 0-100. Róttæk breyting verður á meðaltölum á öllum teymum Reykjalundar. Matið er hluti af alþjóðlegum lífsgæðakvarða EuroQol EQ-5D-5L sem víða er nýttur í rannsóknum og mati á fjárhagslegum og heilsufarslegum ávinningi í heilbrigðisþjónustu. Sláandi er hversu árangur þverfaglegrar endurhæfingar er bersýnilegur, hvert sem litið er. Ef nýskráð lyf á markaði sýndi sama árangur værum við líklega snögg til að kaupa hlutabréf. Endurhæfing er jú fjárfesting, ein sú ábatasamasta sem völ er á. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Þá er einnig gríðarlegur samfélagslegur ávinningur af öllum þeim sem öðlast aukna getu til atvinnuþátttöku, eru betur í stakk búnir að sinna foreldrahlutverki, þurfa í minna mæli að nýta sér heilbrigðisþjónustu eða geta útskrifast heim í stað þess að fara á hjúkrunarheimili. Árangur endurhæfingarmeðferðar skapar einstaklingnum grunn til þess að vinna áfram í átt að sínum markmiðum en framhaldið ræðst af mörgum þáttum. Búast má við bakslögum og betri dögum og ljóst er að margir þurfa áframhaldandi stuðning. Því eru tengsl við nærþjónustu einstaklings mikilvæg til eftirfylgdar. Stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi Við á Reykjalundi njótum þeirra forréttinda að fylgja okkar fólki gegnum tímabil vaxta og uppskeru. Suma daga eru skrefin þung, aðra daga léttari en þegar allt kemur til alls eru það markmið hvers einstaklings sem skipta mestu máli. Hvort sem markmiðin felast í því að geta haldið á börnunum, farið í göngu, sinnt félagsstörfum eða eldað kvöldverð skiptir öllu að við spyrjum út í, berum virðingu fyrir og lyftum því upp sem skiptir einstaklinginn mestu máli hverju sinni. Margir koma til endurhæfingar uppfullir vonleysis en með von að láni frá meðferðaraðilum geta þeir smátt og smátt farið að feta sína braut upp á við. Öll getum við þurft að standa frammi fyrir því að þurfa á endurhæfingarþjónustu að halda eftir áföll, veikindi eða slys. Ávinningur endurhæfingar er augljós hvort sem litið er til einstaklings eða samfélags. Fjárfestum í fólki og stöndum vörð um endurhæfingu á Íslandi. Það margborgar sig. Höfundur er gæðastjóri Reykjalundar.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar