Franski ráðherrann synti í Signu tveimur vikum fyrir ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 12:31 Amelie Oudea-Castera, Íþróttamálaráðherra Frakka, stakk sér til sunds í Signu í morgun. Getty/Andrea Savoran Margir hafa áhyggjur af bakteríum og óhreinindum í ánni Signu í París en þar mun meðal annars Guðlaug Edda Hannesdóttir keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum í París. Það hefur verið bannað að synda í ánni í meira en hundrað ár en í tilefni af Ólympíuleikunum í París þá ákváðu borgaryfirvöld að hreinsa ánna sem hefur bæði tekið mikinn tíma og kostað mikla peninga. Umræðan að undanförnu hefur þó verið um það að mælingar sýni enn hættulegan fjölda sýkla og baktería í ánni. Mælingar á E. coli bakteríunni voru þannig lang yfir mörkum fyrir stuttu. Promesse tenue ! 🏊Avec @AHanquinquant, notre champion paralympique de triathlon, qui fêtait son rôle de porte-drapeau à Paris 2024 ! 🇫🇷 pic.twitter.com/SsJYaWwhSS— Amélie Oudéa-Castéra (@AOC1978) July 13, 2024 Amelie Oudea-Castera, Íþróttamálaráðherra Frakka, vildi sannfæra fólk um að áin væri hrein og hættulaus með því að stinga sér sjálf til sunds. Oudea-Castera synti því í ánni Signu í morgun, tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir verða settir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur einnig lofað því að synda í ánni. Setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram á ánni en ekki á Ólympíuleikvanginum. Þátttakendur á leikunum munu þá sigla á bátum eftir ánni og þar á meðal verða þau fimm sem keppa fyrir hönd Íslands. Það hefur kostað 1,4 milljarða evra, 225 milljarða íslenskra króna, að hreinsa ánna en í verkefninu hefur skolpkerfið í París verið endurnýjað og áin látin renna í gegnum hreinsistöðvar áður en hún rennur í gegnum miðja París. Frá sumrinu 2025 má almenningur síðan synda aftur í ánni en það hefur af heilsufarástæðum verið bannað í meira en heild öld eða síðan 1923. La baignade d'Amélie Oudéa-Castéra dans la Seine, c'est mieux avec le son 🔊 pic.twitter.com/JIWlvcvmUq— Bernard-Henri Béry (@BH_Bery) July 13, 2024 Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Framarar slógu út bikarmeistarana Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Afturelding í bikarúrslitin Írar fá NFL leik á næsta ári Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Undirbýr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk „Vissi hvað ég var að fara út í“ KR sótti Gigliotti Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Sjá meira
Það hefur verið bannað að synda í ánni í meira en hundrað ár en í tilefni af Ólympíuleikunum í París þá ákváðu borgaryfirvöld að hreinsa ánna sem hefur bæði tekið mikinn tíma og kostað mikla peninga. Umræðan að undanförnu hefur þó verið um það að mælingar sýni enn hættulegan fjölda sýkla og baktería í ánni. Mælingar á E. coli bakteríunni voru þannig lang yfir mörkum fyrir stuttu. Promesse tenue ! 🏊Avec @AHanquinquant, notre champion paralympique de triathlon, qui fêtait son rôle de porte-drapeau à Paris 2024 ! 🇫🇷 pic.twitter.com/SsJYaWwhSS— Amélie Oudéa-Castéra (@AOC1978) July 13, 2024 Amelie Oudea-Castera, Íþróttamálaráðherra Frakka, vildi sannfæra fólk um að áin væri hrein og hættulaus með því að stinga sér sjálf til sunds. Oudea-Castera synti því í ánni Signu í morgun, tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir verða settir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur einnig lofað því að synda í ánni. Setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram á ánni en ekki á Ólympíuleikvanginum. Þátttakendur á leikunum munu þá sigla á bátum eftir ánni og þar á meðal verða þau fimm sem keppa fyrir hönd Íslands. Það hefur kostað 1,4 milljarða evra, 225 milljarða íslenskra króna, að hreinsa ánna en í verkefninu hefur skolpkerfið í París verið endurnýjað og áin látin renna í gegnum hreinsistöðvar áður en hún rennur í gegnum miðja París. Frá sumrinu 2025 má almenningur síðan synda aftur í ánni en það hefur af heilsufarástæðum verið bannað í meira en heild öld eða síðan 1923. La baignade d'Amélie Oudéa-Castéra dans la Seine, c'est mieux avec le son 🔊 pic.twitter.com/JIWlvcvmUq— Bernard-Henri Béry (@BH_Bery) July 13, 2024
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Framarar slógu út bikarmeistarana Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Afturelding í bikarúrslitin Írar fá NFL leik á næsta ári Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Undirbýr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk „Vissi hvað ég var að fara út í“ KR sótti Gigliotti Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Sjá meira