Tók myndband af óveðrinu og þá féll grein beint fyrir framan hana Jón Þór Stefánsson skrifar 13. júlí 2024 11:38 Tré á Þingeyri lentu mörg hver illa í óveðrinu. Marsibil Gríðarlegt rok var á Þingeyri í gær. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Íbúi sem ætlaði að festa óveðrið á filmu þurfti að koma sér inn eftir að stór grein féll beint fyrir framan hana. Marsibil G. Kristjánsdóttir, listamaður og leikhússstjóri, á heima í elsta steinhúsinu á Þingeyri, Grásteini, og er með átta hundruð fermetra garð sem hefur að geyma mörg tré. Hún tók umrætt myndband og birti það á Facebook í kjölfarið. Það má sjá hér fyrir neðan. „Í gær var alveg svaka veður. Ég var að horfa á hengirúmið, og það voru svo mikil læti að ég varð hrædd um að það myndi rifna eða eitthvað,“ segir Marsibil í samtali við fréttastofu. Þannig ég hugsaði með mér að ég myndi ná í það. En ég ákvað að taka myndband því veðrið var svo svakalegt. Ég var í skjóli við húsið og tók upp myndavélina og tók upp myndband og þá féll þessi grein bara beint fyrir framan mig.“ Í kjölfarið ákvað hún að líklega best að fara aftur inn, sem hún gerði. „Ég settist inn í stofu og þá heyri ég rosa dynk. Þá kom önnur grein ofan á þakið beint fyrir ofan mig,“ segir hún. Þessi grein féll á húsið þegar Marsibil fór aftur inn.Marsibil „Það er bara logn núna,“ segir Marsibil. Hún hefur ekki náð að kíkja almennilega á þakið, en henni sýnist að það hafi sloppið við skemmdir fyrir utan mögulega smá beyglur. Leikhúsgestir fuku Marsibil rekur Kómedíuleikhúsið í Haukadal í Dýrafirði og í gærkvöldi voru þau með sýningu. Gestir sem komu og gistu á Þingeyri lentu illa í óveðrinu. „Maðurinn minn horfði á tvo af þessum gestum fjúka í gær. Þannig þeir komu lemstraðir með plástra í leikhúsið,“ segir hún, en bætir við að þeir hafi sloppið vel þrátt fyrir nokkra plástra og mar. Líkt og áður segir voru tré víða um Þingeyri sem lentu illa í því. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Marsibil tók af bænum. Marsibil Marsibil Marsibil Marsibil Veður Ísafjarðarbær Tré Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Marsibil G. Kristjánsdóttir, listamaður og leikhússstjóri, á heima í elsta steinhúsinu á Þingeyri, Grásteini, og er með átta hundruð fermetra garð sem hefur að geyma mörg tré. Hún tók umrætt myndband og birti það á Facebook í kjölfarið. Það má sjá hér fyrir neðan. „Í gær var alveg svaka veður. Ég var að horfa á hengirúmið, og það voru svo mikil læti að ég varð hrædd um að það myndi rifna eða eitthvað,“ segir Marsibil í samtali við fréttastofu. Þannig ég hugsaði með mér að ég myndi ná í það. En ég ákvað að taka myndband því veðrið var svo svakalegt. Ég var í skjóli við húsið og tók upp myndavélina og tók upp myndband og þá féll þessi grein bara beint fyrir framan mig.“ Í kjölfarið ákvað hún að líklega best að fara aftur inn, sem hún gerði. „Ég settist inn í stofu og þá heyri ég rosa dynk. Þá kom önnur grein ofan á þakið beint fyrir ofan mig,“ segir hún. Þessi grein féll á húsið þegar Marsibil fór aftur inn.Marsibil „Það er bara logn núna,“ segir Marsibil. Hún hefur ekki náð að kíkja almennilega á þakið, en henni sýnist að það hafi sloppið við skemmdir fyrir utan mögulega smá beyglur. Leikhúsgestir fuku Marsibil rekur Kómedíuleikhúsið í Haukadal í Dýrafirði og í gærkvöldi voru þau með sýningu. Gestir sem komu og gistu á Þingeyri lentu illa í óveðrinu. „Maðurinn minn horfði á tvo af þessum gestum fjúka í gær. Þannig þeir komu lemstraðir með plástra í leikhúsið,“ segir hún, en bætir við að þeir hafi sloppið vel þrátt fyrir nokkra plástra og mar. Líkt og áður segir voru tré víða um Þingeyri sem lentu illa í því. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Marsibil tók af bænum. Marsibil Marsibil Marsibil Marsibil
Veður Ísafjarðarbær Tré Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira