Aspir fjarlægðar á Selfossi vegna umferðaröryggis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2024 20:04 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og hluti af öspunum, sem standa enn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er búið að saga niður flestar aspirnar við þjóðveg númer eitt þegar ekið er í gegnum Selfoss en í staðin á að gróðursetja nýja tegund trjáa við veginn og setja upp öryggisgirðingu. Aspirnar við Austurveginn á Selfossi, sem tilheyri þjóðvegi eitt í kringum landið voru gróðursettar í eyjarnar um 1990 og hafa sómt sér vel á staðnum. Sveitarfélagið Árborg og Vegagerðin ákváðu hins vegar nýlega að láta saga niður trén og er hluti þeirra horfin en nokkrar aspir standa enn sem á líklega eftir að fella líka með keðjusöginni. „Og í staðin munu koma ný reynitré, svokölluð borgartré eins og það er kallað. Verktakinn hjá Vegagerðinni er núna búin að fjarlægja hluta af öspunum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. „Eftir nokkrar vikur verðum við komin með fallega ásýnd aftur hérna á Austurveginn hjá okkur,” bætir Bragi við. En var komin tími á þessi tré eða hvað? „Já samkvæmt fagaðilum þá voru þær búnar að vera hér í tugi ára, vaxa mjög vel og dafna, þá voru þær komnar á tíma, það var eiginlega eins og þeir sögðu, hætta ef það kæmi bara mikill hvellur eða stormur, þá væri raunveruleg hætta á að þær gætu gefið sig og lagst á veginn. Þetta er bæði umferðaröryggismál og bara að við viljum alltaf reyna að fegra bæinn og þetta er svona hluti af því,” segir Bragi. Og hér sést svæðið eins og það er í dag eftir að aspirnar voru sagaðar niður. Reyniviður mun koma þarna í staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skynjar Bragi tóninn hjá bæjarbúum, eru þeir fegnir að losna við aspirnar eða er fólk leidd yfir því? „Ég heyri frekar almenna ánægju eftir að við sýndum myndirnar hvernig þetta gæti litið út á eftir en auðvitað er sál, sem fylgir trjám og maður skilur það mjög vel að það eru ekkert allir sáttir.” Og svo á að setja upp öryggisgirðingu í beðið þar sem aspirnar stóðu. Búið er að saga niður og fjarlægja allar þessar aspir við Austurveginn á Selfossi, sem tilheyrðu þjóðvegi númer eitt í gegnum Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum auðvitað að reyna að auka öryggi, að fólk nýti sér gangbrautirnar í staðin fyrir það að hlaupa yfir. Það er gríðarleg mikil umferð í kringum hringtorgið og í kringum miðbæ Selfoss, þannig að þetta á líka að vera umferðisöryggisatriði hvað það varðar að við verðum að nýta okkur gangbrautirnar en ekki hlaupa yfir þar sem best er,” segir Bragi bæjarstjóri í Árborg. Svona mun svæðið líta út með nýju trjánum og öryggisgirðingunni.Aðsend Árborg Umferðaröryggi Tré Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Aspirnar við Austurveginn á Selfossi, sem tilheyri þjóðvegi eitt í kringum landið voru gróðursettar í eyjarnar um 1990 og hafa sómt sér vel á staðnum. Sveitarfélagið Árborg og Vegagerðin ákváðu hins vegar nýlega að láta saga niður trén og er hluti þeirra horfin en nokkrar aspir standa enn sem á líklega eftir að fella líka með keðjusöginni. „Og í staðin munu koma ný reynitré, svokölluð borgartré eins og það er kallað. Verktakinn hjá Vegagerðinni er núna búin að fjarlægja hluta af öspunum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. „Eftir nokkrar vikur verðum við komin með fallega ásýnd aftur hérna á Austurveginn hjá okkur,” bætir Bragi við. En var komin tími á þessi tré eða hvað? „Já samkvæmt fagaðilum þá voru þær búnar að vera hér í tugi ára, vaxa mjög vel og dafna, þá voru þær komnar á tíma, það var eiginlega eins og þeir sögðu, hætta ef það kæmi bara mikill hvellur eða stormur, þá væri raunveruleg hætta á að þær gætu gefið sig og lagst á veginn. Þetta er bæði umferðaröryggismál og bara að við viljum alltaf reyna að fegra bæinn og þetta er svona hluti af því,” segir Bragi. Og hér sést svæðið eins og það er í dag eftir að aspirnar voru sagaðar niður. Reyniviður mun koma þarna í staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skynjar Bragi tóninn hjá bæjarbúum, eru þeir fegnir að losna við aspirnar eða er fólk leidd yfir því? „Ég heyri frekar almenna ánægju eftir að við sýndum myndirnar hvernig þetta gæti litið út á eftir en auðvitað er sál, sem fylgir trjám og maður skilur það mjög vel að það eru ekkert allir sáttir.” Og svo á að setja upp öryggisgirðingu í beðið þar sem aspirnar stóðu. Búið er að saga niður og fjarlægja allar þessar aspir við Austurveginn á Selfossi, sem tilheyrðu þjóðvegi númer eitt í gegnum Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum auðvitað að reyna að auka öryggi, að fólk nýti sér gangbrautirnar í staðin fyrir það að hlaupa yfir. Það er gríðarleg mikil umferð í kringum hringtorgið og í kringum miðbæ Selfoss, þannig að þetta á líka að vera umferðisöryggisatriði hvað það varðar að við verðum að nýta okkur gangbrautirnar en ekki hlaupa yfir þar sem best er,” segir Bragi bæjarstjóri í Árborg. Svona mun svæðið líta út með nýju trjánum og öryggisgirðingunni.Aðsend
Árborg Umferðaröryggi Tré Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira