Þetta staðfestir Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í svari við fyrirspurn Vísis. Greint var frá því í gær að ákæra hefði verið gefin út á hendur manninum.
Ákæran hefur ekki verið birt manninum og því getur Héraðssaksóknari ekki gefið upp fyrir hvað maðurinn er ákærður nákvæmlega.
Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, sem var um fimmtugt, að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu. Lögregla var kölluð að húsinu klukkan hálffimm að morgni mánudags 22. apríl. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur.