Sport

Ætla sér inn á Ólympíu­leikana með hjálp dóm­stóla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yolanda Ngarambe náði Ólympíulágmörkunum í 1500 metra hlaupi en fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum í París.
Yolanda Ngarambe náði Ólympíulágmörkunum í 1500 metra hlaupi en fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum í París. Getty/Ethan Miller

Sex ósáttir íþróttamenn frá Svíþjóð munu leitar réttar síns vegna þess að þeir voru ekki valdir í Ólympíulið Svíþjóðar fyrir leikana í París.

Íþróttafólkið ætlar með málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS. Það er ekki langur tími til stefnu því leikarnir hefjast eftir rúma viku. Sænska ríkisútvarðið segir frá þessu.

Íþróttafólkið eru Rebecka Hallerth (sleggjukast), Sara Lennman (kúluvarp), Yolanda Ngarambe (1500 metra hlaup), Leo Magnusson og Simon Sundström (3000 metra grindarhlaup) og siglingakappinn Emil Bengtson.

Öll sex náðu Ólympíulágmörkum fyrir sínar greinar en sænska Ólympíusambandið ákvað samt að skilja þau eftir.

Ástæðan sem var gefin var að sambandið taldi viðkomandi íþróttafólk ætti ekki möguleika á því að komast í úrslit í sinni grein, það er að vera meðal tólf efstu.

Íþróttafólkið sameinast um málareksturinn og trúir því að ákvörðun sænska sambandsins standi gegn gildum Ólympíuhreyfingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×