Samfélagið þurfi á börnum að halda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. júlí 2024 20:31 Sunna Símonardóttir aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Frjósemi hér á landi hefur ekki verið minni frá upphafi mælinga á nítjándu öld. Síðasta áratug hefur þjóðin ekki viðhaldið mannfjölda til framtíðar. Það er brýnt að snúa þróuninni við að mati sérfræðings vilji landsmenn viðhalda góðu velferðarkerfi og innviðum. Algjört hrun hefur orðið á fæðingartíðni hér á landi síðustu ár og hefur hún aldrei verið lægri. Nú fæðir hver kona að meðaltali eitt komma sex barn. Frjósemin þyrfti að vera tvö komma eitt barn svo mannfjöldanum væri viðhaldið en það þarf að fara aftur til 2012 til að finna þann fjölda. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þar kemur fram að á síðasta ári fæddust Sjötíu færri börn en árið á undan eða samtals 4.315 börn. Eldri mæður og færri sem vilja börn Áður fyrr var mun algengara að konur eignuðust fyrsta barn á þrítugsaldri en frá 2019 hafa langflestar konur verið á fertugsaldri þegar þær eignast sitt fyrsta barn. Það er svo talin vera ein af ástæðunum fyrir lækkandi fæðingartíðni að sögn Sunnu Símonardóttur nýdoktors og aðjúnkts við Háskóla Íslands. „Konur eru að eignast börn seinna og það er líka stærri hópur en áður sem ákveður að eignast ekki börn,“ segir Sunna. Öflug velferðarkerfi ali ekki endilega af sér fleiri börn Sama þróun hófst nokkuð fyrr annars staðar á Norðurlöndum og í fyrra var t.d. er fæðingartíðni í Finnlandi um eitt komma tvö börn á hverja konu. Sunna segir að þrátt fyrir að samfélög teljist með öflug velferðarkerfi eignist fólk þar sífellt færri börn. „Það ber vott um það að það sé líka eitthvað annað í gangi. Það er flókið að snúa þessari þróun við því það eru svo margir áhrifaþættir í gangi. Það hefur t.d. komið fram í rannsóknum að fólk á barneignaraldri upplifir meiri hættu í kringum sig en áður og það getur haft áhrif á viljann til að eignast börn,“ segir Sunna. Samfélagið þurfi á börnum að halda Fækkunin hafi ekki haft áhrif á mannfjöldann hér á landi en sem komið er vegna þess hversu margir innflytjendur hafi sest hér að en það geti breyst. „Þá munum við vera í vanda því þá verða of fáir til að viðhalda kerfunum okkar, innviðum og velferðinni. Þetta er áskorun sem mjög margar þjóðir standa frammi fyrir núna og mikilvægt að vanmeta hana ekki til framtíðar,“ segir Sunna. Það þurfi að huga enn betur að fólki á barneignaraldri hér á landi. „Það þarf að huga að betri innviðum til að fólk geti séð fyrir sér að eignast hér börn. Við þurfum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar, það er morgunljóst. Það þarf að skapa foreldrum bestu aðstæðurnar til að geta eignast börn,“ segir Sunna að lokum. Börn og uppeldi Félagsmál Alþingi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Algjört hrun hefur orðið á fæðingartíðni hér á landi síðustu ár og hefur hún aldrei verið lægri. Nú fæðir hver kona að meðaltali eitt komma sex barn. Frjósemin þyrfti að vera tvö komma eitt barn svo mannfjöldanum væri viðhaldið en það þarf að fara aftur til 2012 til að finna þann fjölda. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þar kemur fram að á síðasta ári fæddust Sjötíu færri börn en árið á undan eða samtals 4.315 börn. Eldri mæður og færri sem vilja börn Áður fyrr var mun algengara að konur eignuðust fyrsta barn á þrítugsaldri en frá 2019 hafa langflestar konur verið á fertugsaldri þegar þær eignast sitt fyrsta barn. Það er svo talin vera ein af ástæðunum fyrir lækkandi fæðingartíðni að sögn Sunnu Símonardóttur nýdoktors og aðjúnkts við Háskóla Íslands. „Konur eru að eignast börn seinna og það er líka stærri hópur en áður sem ákveður að eignast ekki börn,“ segir Sunna. Öflug velferðarkerfi ali ekki endilega af sér fleiri börn Sama þróun hófst nokkuð fyrr annars staðar á Norðurlöndum og í fyrra var t.d. er fæðingartíðni í Finnlandi um eitt komma tvö börn á hverja konu. Sunna segir að þrátt fyrir að samfélög teljist með öflug velferðarkerfi eignist fólk þar sífellt færri börn. „Það ber vott um það að það sé líka eitthvað annað í gangi. Það er flókið að snúa þessari þróun við því það eru svo margir áhrifaþættir í gangi. Það hefur t.d. komið fram í rannsóknum að fólk á barneignaraldri upplifir meiri hættu í kringum sig en áður og það getur haft áhrif á viljann til að eignast börn,“ segir Sunna. Samfélagið þurfi á börnum að halda Fækkunin hafi ekki haft áhrif á mannfjöldann hér á landi en sem komið er vegna þess hversu margir innflytjendur hafi sest hér að en það geti breyst. „Þá munum við vera í vanda því þá verða of fáir til að viðhalda kerfunum okkar, innviðum og velferðinni. Þetta er áskorun sem mjög margar þjóðir standa frammi fyrir núna og mikilvægt að vanmeta hana ekki til framtíðar,“ segir Sunna. Það þurfi að huga enn betur að fólki á barneignaraldri hér á landi. „Það þarf að huga að betri innviðum til að fólk geti séð fyrir sér að eignast hér börn. Við þurfum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar, það er morgunljóst. Það þarf að skapa foreldrum bestu aðstæðurnar til að geta eignast börn,“ segir Sunna að lokum.
Börn og uppeldi Félagsmál Alþingi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira