Stefán Ingi raðaði inn mörkum fyrir Breiðablik á síðustu leiktíð. Belgíska B-deildarliðið festi kaup á framherjanum um mitt sumar en hann er nú á faraldsfæti.
Samkvæmt Nettavisen hefur þessi 23 ára gamli framherji samið við Sandefjord og verður hann leikmaður liðsins áður en langt um líður.
Sandefjord situr í neðsta sæti norsku deildarinnar um þessar mundir með 13 stigi, stigi frá öruggu sæti.