Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2024 08:39 Ásgerður segir hótanir hafa borist sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar. Vísir/Dúi Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. Ásgerður var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun og þar sagði hún þá stöðu komna upp hjá Fjölskylduhjálp að grípa þurfti til þessara ráðstafana. Ekki sé hægt að bjóða skjólstæðingum þeirra upp á að þora ekki í röðina. „Við auglýstum að nú værum við bara með fyrir Íslendinga, og þá erum við ekkert að vanvirða útlendingana. En málið er að okkar skjólstæðingar í gegnum áratugina hafa verið Íslendingar en þetta fólk veigrar sér í dag við að fara í röðina,“ segir Ásgerður. Hótuðu ofbeldi og heimtuðu að vera fyrstir Hún segir tvo Palestínumenn hafa hótað sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar. „Við höfum lent í miklum vandræðum með Palestínumenn. Á þriðjudaginn þá hótuðu þeir okkur. Ég ætla að fara heim til þín og ég veit ekki hvað og hvað. Við hringdum á lögregluna og þeir voru farnir tveir, ofboðslega grimmir menn. Við erum búin að þola þetta í nokkur ár en við höfum aldrei talað um þetta. Þeir komu þegar öll röðin var og þeir heimtuðu að vera fyrstir,“ segir Ásgerður en tekur fram að það sé ekki kynþáttahatur sem búi þessu að baki. Ákveðnir dagar fyrir Íslendinga Aðspurð segist Ásgerður ekki sjálf vera hrædd við þessar hótanir en að bregðast þurfi þó við og tryggja öryggi þiggjenda. „Við erum ekki þannig þenkjandi Íslendingar. Við bara trúum þessu ekki. En auðvitað veit maður aldrei vegna þess að maður er að sjá hitt og þetta. En það sem við þurfum að gera á næstu vikum er að breyta og vera með ákveðna daga í mánuði fyrir Íslendinga. Og þá er það alveg óháð því hvort þeir séu Íslendingar með erlendan uppruna, búnir að samlagast þjóðfélaginu, og síðan bara fæddir Íslendingar hér,“ segir Ásgerður. „Við getum ekki boðið þeim það að þeir þori ekki í raðirnar,“ segir hún. Hjálparstarf Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir „Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir 90 prósent landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira
Ásgerður var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun og þar sagði hún þá stöðu komna upp hjá Fjölskylduhjálp að grípa þurfti til þessara ráðstafana. Ekki sé hægt að bjóða skjólstæðingum þeirra upp á að þora ekki í röðina. „Við auglýstum að nú værum við bara með fyrir Íslendinga, og þá erum við ekkert að vanvirða útlendingana. En málið er að okkar skjólstæðingar í gegnum áratugina hafa verið Íslendingar en þetta fólk veigrar sér í dag við að fara í röðina,“ segir Ásgerður. Hótuðu ofbeldi og heimtuðu að vera fyrstir Hún segir tvo Palestínumenn hafa hótað sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar. „Við höfum lent í miklum vandræðum með Palestínumenn. Á þriðjudaginn þá hótuðu þeir okkur. Ég ætla að fara heim til þín og ég veit ekki hvað og hvað. Við hringdum á lögregluna og þeir voru farnir tveir, ofboðslega grimmir menn. Við erum búin að þola þetta í nokkur ár en við höfum aldrei talað um þetta. Þeir komu þegar öll röðin var og þeir heimtuðu að vera fyrstir,“ segir Ásgerður en tekur fram að það sé ekki kynþáttahatur sem búi þessu að baki. Ákveðnir dagar fyrir Íslendinga Aðspurð segist Ásgerður ekki sjálf vera hrædd við þessar hótanir en að bregðast þurfi þó við og tryggja öryggi þiggjenda. „Við erum ekki þannig þenkjandi Íslendingar. Við bara trúum þessu ekki. En auðvitað veit maður aldrei vegna þess að maður er að sjá hitt og þetta. En það sem við þurfum að gera á næstu vikum er að breyta og vera með ákveðna daga í mánuði fyrir Íslendinga. Og þá er það alveg óháð því hvort þeir séu Íslendingar með erlendan uppruna, búnir að samlagast þjóðfélaginu, og síðan bara fæddir Íslendingar hér,“ segir Ásgerður. „Við getum ekki boðið þeim það að þeir þori ekki í raðirnar,“ segir hún.
Hjálparstarf Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir „Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir 90 prósent landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira
„Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00
Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30
Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36