„Maður sem tjáir sig svona getur ekki farið með þetta vald“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júlí 2024 16:07 Oddur Ástráðsson er ekki ánægður með vararíkissaksóknarann Helga Magnús. réttur/vísir/vilhelm Oddur Ástráðsson, lögmaður og einn eigenda á lögmannsstofunni Rétti, gerir alvarlegar athugasemdir við orðræðu Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um innflytjendur. Helgi Magnús tjáði sig við Vísi eftir að dómur lá fyrir í máli Mohamad Kourani, sem fékk átta ára fangelsisdóm fyrir hin ýmsu brot, meðal annars tilraun til manndráps. Hann hafði staðið í hótunum við Helga Magnús. Helgi Magnús sagði í tilefni þess dóms að verið væri að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála.“ „Við erum að flytja inn ósiði,“ sagði hann sömuleiðis. Ekki sé um að ræða undantekningar, heldur reglu þó að „við eigum auðvitað okkar drullusokka,“ eins og Helgi Magnús orðaði það. Oddur tekur það fram að mál Kourani sé alvarlegt og hann sé ekki að mæla því bót hvernig hann hafi hagað sér. „Það er eðlilegt að refsivörslukerfið taki á því, en mér finnst það alvarlegt að menn sem eru í æðstu trúnaðarstöðu í réttarvörslukerfinu, og hafi þar með mikil völd og háværa rödd, tjái sig með þeim hætti sem hann gerði í þessu viðtali,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Klár hatursorðræða Ummælin séu sett fram í beinu samhengi við eitt afmarkað mál. Oddur Ástráðsson. „Þetta er rökvilla 101. Þegar þú tekur eitt einstakt tilvik af einum manni og heimfærir það sísvona upp á hóp fólks. Það liggur í samhengi hlutanna að hann er að vísa þarna til fólks af erlendum uppruna, allavega. Líklega fólks sem er annarrar trúar en flestir sem eru þáttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Oddur sem telur að um hatursorðræðu sé að ræða. Í Facebookfærslu vísar Oddur til tilmæla ráðherraráðs Evrópuráðsins þar sem hatursorðræða er skilgreind sem „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur [...] gegn minnihlutahópum og fólki af erlendum uppruna.“ „Mér finnst ég ekki vera að teygja mig neitt sérstaklega langt þegar ég held því fram að þetta sé nákvæmlega það,“ segir Oddur Ákæruvaldi sé ekki treystandi „Það er ekki íslensku samfélagi til framdráttar á nokkurn hátt, að þessi orðræða sé leiðandi í því hvernig við reynum að koma okkur saman um móttöku fólks sem hingað vill flytja.“ Varðandi stöðu Helga Magnúsar og trúverðugleika í embætti tekur Oddur dæmi: „Ef þú værir fæddur í Sýrlandi og værir á Íslandi vegna þess að þú hefðir fengið alþjóðlega vernd, og til greina kæmi að ákæra þig fyrir meint refsivert brot. Myndi þér líða eins og þú nytir sannmælis og jafnræðis þegar næsthæsti handhafi ákæruvaldsins hefur tjáð sig með þessum hætti?“ spyr Oddur og snýr dæminu við: „Eða kona frá múslimaríki sem leitar til lögreglu og kærir mann fyrir nauðgun. Getur hún treyst því að íslenskt ákæruvald fari með hennar mál eins og hún væri hvít og kristin? Mér finnst augljóst að maður sem tjáir sig svona geti ekki farið með þetta vald.“ Dómsmál Innflytjendamál Lögmennska Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Helgi Magnús tjáði sig við Vísi eftir að dómur lá fyrir í máli Mohamad Kourani, sem fékk átta ára fangelsisdóm fyrir hin ýmsu brot, meðal annars tilraun til manndráps. Hann hafði staðið í hótunum við Helga Magnús. Helgi Magnús sagði í tilefni þess dóms að verið væri að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála.“ „Við erum að flytja inn ósiði,“ sagði hann sömuleiðis. Ekki sé um að ræða undantekningar, heldur reglu þó að „við eigum auðvitað okkar drullusokka,“ eins og Helgi Magnús orðaði það. Oddur tekur það fram að mál Kourani sé alvarlegt og hann sé ekki að mæla því bót hvernig hann hafi hagað sér. „Það er eðlilegt að refsivörslukerfið taki á því, en mér finnst það alvarlegt að menn sem eru í æðstu trúnaðarstöðu í réttarvörslukerfinu, og hafi þar með mikil völd og háværa rödd, tjái sig með þeim hætti sem hann gerði í þessu viðtali,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Klár hatursorðræða Ummælin séu sett fram í beinu samhengi við eitt afmarkað mál. Oddur Ástráðsson. „Þetta er rökvilla 101. Þegar þú tekur eitt einstakt tilvik af einum manni og heimfærir það sísvona upp á hóp fólks. Það liggur í samhengi hlutanna að hann er að vísa þarna til fólks af erlendum uppruna, allavega. Líklega fólks sem er annarrar trúar en flestir sem eru þáttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Oddur sem telur að um hatursorðræðu sé að ræða. Í Facebookfærslu vísar Oddur til tilmæla ráðherraráðs Evrópuráðsins þar sem hatursorðræða er skilgreind sem „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur [...] gegn minnihlutahópum og fólki af erlendum uppruna.“ „Mér finnst ég ekki vera að teygja mig neitt sérstaklega langt þegar ég held því fram að þetta sé nákvæmlega það,“ segir Oddur Ákæruvaldi sé ekki treystandi „Það er ekki íslensku samfélagi til framdráttar á nokkurn hátt, að þessi orðræða sé leiðandi í því hvernig við reynum að koma okkur saman um móttöku fólks sem hingað vill flytja.“ Varðandi stöðu Helga Magnúsar og trúverðugleika í embætti tekur Oddur dæmi: „Ef þú værir fæddur í Sýrlandi og værir á Íslandi vegna þess að þú hefðir fengið alþjóðlega vernd, og til greina kæmi að ákæra þig fyrir meint refsivert brot. Myndi þér líða eins og þú nytir sannmælis og jafnræðis þegar næsthæsti handhafi ákæruvaldsins hefur tjáð sig með þessum hætti?“ spyr Oddur og snýr dæminu við: „Eða kona frá múslimaríki sem leitar til lögreglu og kærir mann fyrir nauðgun. Getur hún treyst því að íslenskt ákæruvald fari með hennar mál eins og hún væri hvít og kristin? Mér finnst augljóst að maður sem tjáir sig svona geti ekki farið með þetta vald.“
Dómsmál Innflytjendamál Lögmennska Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira