„Maður sem tjáir sig svona getur ekki farið með þetta vald“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júlí 2024 16:07 Oddur Ástráðsson er ekki ánægður með vararíkissaksóknarann Helga Magnús. réttur/vísir/vilhelm Oddur Ástráðsson, lögmaður og einn eigenda á lögmannsstofunni Rétti, gerir alvarlegar athugasemdir við orðræðu Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um innflytjendur. Helgi Magnús tjáði sig við Vísi eftir að dómur lá fyrir í máli Mohamad Kourani, sem fékk átta ára fangelsisdóm fyrir hin ýmsu brot, meðal annars tilraun til manndráps. Hann hafði staðið í hótunum við Helga Magnús. Helgi Magnús sagði í tilefni þess dóms að verið væri að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála.“ „Við erum að flytja inn ósiði,“ sagði hann sömuleiðis. Ekki sé um að ræða undantekningar, heldur reglu þó að „við eigum auðvitað okkar drullusokka,“ eins og Helgi Magnús orðaði það. Oddur tekur það fram að mál Kourani sé alvarlegt og hann sé ekki að mæla því bót hvernig hann hafi hagað sér. „Það er eðlilegt að refsivörslukerfið taki á því, en mér finnst það alvarlegt að menn sem eru í æðstu trúnaðarstöðu í réttarvörslukerfinu, og hafi þar með mikil völd og háværa rödd, tjái sig með þeim hætti sem hann gerði í þessu viðtali,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Klár hatursorðræða Ummælin séu sett fram í beinu samhengi við eitt afmarkað mál. Oddur Ástráðsson. „Þetta er rökvilla 101. Þegar þú tekur eitt einstakt tilvik af einum manni og heimfærir það sísvona upp á hóp fólks. Það liggur í samhengi hlutanna að hann er að vísa þarna til fólks af erlendum uppruna, allavega. Líklega fólks sem er annarrar trúar en flestir sem eru þáttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Oddur sem telur að um hatursorðræðu sé að ræða. Í Facebookfærslu vísar Oddur til tilmæla ráðherraráðs Evrópuráðsins þar sem hatursorðræða er skilgreind sem „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur [...] gegn minnihlutahópum og fólki af erlendum uppruna.“ „Mér finnst ég ekki vera að teygja mig neitt sérstaklega langt þegar ég held því fram að þetta sé nákvæmlega það,“ segir Oddur Ákæruvaldi sé ekki treystandi „Það er ekki íslensku samfélagi til framdráttar á nokkurn hátt, að þessi orðræða sé leiðandi í því hvernig við reynum að koma okkur saman um móttöku fólks sem hingað vill flytja.“ Varðandi stöðu Helga Magnúsar og trúverðugleika í embætti tekur Oddur dæmi: „Ef þú værir fæddur í Sýrlandi og værir á Íslandi vegna þess að þú hefðir fengið alþjóðlega vernd, og til greina kæmi að ákæra þig fyrir meint refsivert brot. Myndi þér líða eins og þú nytir sannmælis og jafnræðis þegar næsthæsti handhafi ákæruvaldsins hefur tjáð sig með þessum hætti?“ spyr Oddur og snýr dæminu við: „Eða kona frá múslimaríki sem leitar til lögreglu og kærir mann fyrir nauðgun. Getur hún treyst því að íslenskt ákæruvald fari með hennar mál eins og hún væri hvít og kristin? Mér finnst augljóst að maður sem tjáir sig svona geti ekki farið með þetta vald.“ Dómsmál Innflytjendamál Lögmennska Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
Helgi Magnús tjáði sig við Vísi eftir að dómur lá fyrir í máli Mohamad Kourani, sem fékk átta ára fangelsisdóm fyrir hin ýmsu brot, meðal annars tilraun til manndráps. Hann hafði staðið í hótunum við Helga Magnús. Helgi Magnús sagði í tilefni þess dóms að verið væri að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála.“ „Við erum að flytja inn ósiði,“ sagði hann sömuleiðis. Ekki sé um að ræða undantekningar, heldur reglu þó að „við eigum auðvitað okkar drullusokka,“ eins og Helgi Magnús orðaði það. Oddur tekur það fram að mál Kourani sé alvarlegt og hann sé ekki að mæla því bót hvernig hann hafi hagað sér. „Það er eðlilegt að refsivörslukerfið taki á því, en mér finnst það alvarlegt að menn sem eru í æðstu trúnaðarstöðu í réttarvörslukerfinu, og hafi þar með mikil völd og háværa rödd, tjái sig með þeim hætti sem hann gerði í þessu viðtali,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Klár hatursorðræða Ummælin séu sett fram í beinu samhengi við eitt afmarkað mál. Oddur Ástráðsson. „Þetta er rökvilla 101. Þegar þú tekur eitt einstakt tilvik af einum manni og heimfærir það sísvona upp á hóp fólks. Það liggur í samhengi hlutanna að hann er að vísa þarna til fólks af erlendum uppruna, allavega. Líklega fólks sem er annarrar trúar en flestir sem eru þáttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Oddur sem telur að um hatursorðræðu sé að ræða. Í Facebookfærslu vísar Oddur til tilmæla ráðherraráðs Evrópuráðsins þar sem hatursorðræða er skilgreind sem „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur [...] gegn minnihlutahópum og fólki af erlendum uppruna.“ „Mér finnst ég ekki vera að teygja mig neitt sérstaklega langt þegar ég held því fram að þetta sé nákvæmlega það,“ segir Oddur Ákæruvaldi sé ekki treystandi „Það er ekki íslensku samfélagi til framdráttar á nokkurn hátt, að þessi orðræða sé leiðandi í því hvernig við reynum að koma okkur saman um móttöku fólks sem hingað vill flytja.“ Varðandi stöðu Helga Magnúsar og trúverðugleika í embætti tekur Oddur dæmi: „Ef þú værir fæddur í Sýrlandi og værir á Íslandi vegna þess að þú hefðir fengið alþjóðlega vernd, og til greina kæmi að ákæra þig fyrir meint refsivert brot. Myndi þér líða eins og þú nytir sannmælis og jafnræðis þegar næsthæsti handhafi ákæruvaldsins hefur tjáð sig með þessum hætti?“ spyr Oddur og snýr dæminu við: „Eða kona frá múslimaríki sem leitar til lögreglu og kærir mann fyrir nauðgun. Getur hún treyst því að íslenskt ákæruvald fari með hennar mál eins og hún væri hvít og kristin? Mér finnst augljóst að maður sem tjáir sig svona geti ekki farið með þetta vald.“
Dómsmál Innflytjendamál Lögmennska Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira