„Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. júlí 2024 10:00 Guðmundur var leikmaður Hauka hér á landi og eitt tímabil á láni hjá Aftureldingu. vísir / vilhelm Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur kvatt uppeldisfélag sitt, Hauka, og heldur nú í dönsku úrvalsdeildina í handbolta. Hann segir langþráðan draum að rætast og ætlar að berjast fyrir sæti í byrjunarliðinu innan gríðarsterks leikmannahóps. Guðmundur var einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í liði Hauka á síðasta tímabili. Nú er langþráður draumur um atvinnumennsku að rætast og hann hefur samið við Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta var alltaf stefnan síðan ég var lítill. Komast í atvinnumennsku og taka næsta skrefið. Ég er bara ánægður að þetta er loksins komið í gegn og glaður að vera kominn. Ég var búinn að vera í viðræðum við önnur lið en svo leist mér best á þennan möguleika.“ Nýr þjálfari og liðið stefnir lengra Hjá danska félaginu bíður hans spennandi verkefni. Nýr þjálfari, Simon Sörensen, tók við í vor og mun stýra ógnarsterku liðinu á næsta tímabili. „Ég talaði við þjálfarann og strákana hérna, þeir voru mjög ósáttir að gera ekki betur á síðasta tímabili. Þeir duttu út á riðlastigi í Evrópukeppni og svo langar þeim að gera betur í deildinni, bæði að enda ofar og komast lengra í úrslitum, minnsta lagi undanúrslit töluðu þeir um.“ Hörð samkeppni Samkeppnin er mikil fyrir Guðmund hjá liði Bjerringbro-Silkeborg sem hefur að geyma leikmenn á borð við Rasmus Lauge, Morten Olsen, René Toft og Nikolaj Øris. „Ég veit það nú ekki. Kannski ekki [byrjunarliðsmaður] til að byrja með. Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði.“ Gat leitað góðra ráða Guðmundur var eins og áður segir í viðræðum við fleiri félög en Bjerringbro-Silkeborg varð fyrir valinu. Hann gat leitað góðra ráða og fengið allar helstu upplýsingar hjá Þráni Orra, liðsfélaga hans hjá Haukum sem spilaði með danska félaginu fyrir fjórum árum. „Við erum búnir að vera liðsfélagar síðan hann kom heim þaðan og góðir vinir. Ég talaði aðeins við hann um þetta og hann sagði að þetta væri bara flottur staður og gott lið. Svo ætlaði ég að tala betur við hann um hvar er best að finna íbúð og svona, ég á ennþá eftir að græja það, en Þráinn kom bara með góð meðmæli.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Danski boltinn Haukar Olís-deild karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Guðmundur var einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í liði Hauka á síðasta tímabili. Nú er langþráður draumur um atvinnumennsku að rætast og hann hefur samið við Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta var alltaf stefnan síðan ég var lítill. Komast í atvinnumennsku og taka næsta skrefið. Ég er bara ánægður að þetta er loksins komið í gegn og glaður að vera kominn. Ég var búinn að vera í viðræðum við önnur lið en svo leist mér best á þennan möguleika.“ Nýr þjálfari og liðið stefnir lengra Hjá danska félaginu bíður hans spennandi verkefni. Nýr þjálfari, Simon Sörensen, tók við í vor og mun stýra ógnarsterku liðinu á næsta tímabili. „Ég talaði við þjálfarann og strákana hérna, þeir voru mjög ósáttir að gera ekki betur á síðasta tímabili. Þeir duttu út á riðlastigi í Evrópukeppni og svo langar þeim að gera betur í deildinni, bæði að enda ofar og komast lengra í úrslitum, minnsta lagi undanúrslit töluðu þeir um.“ Hörð samkeppni Samkeppnin er mikil fyrir Guðmund hjá liði Bjerringbro-Silkeborg sem hefur að geyma leikmenn á borð við Rasmus Lauge, Morten Olsen, René Toft og Nikolaj Øris. „Ég veit það nú ekki. Kannski ekki [byrjunarliðsmaður] til að byrja með. Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði.“ Gat leitað góðra ráða Guðmundur var eins og áður segir í viðræðum við fleiri félög en Bjerringbro-Silkeborg varð fyrir valinu. Hann gat leitað góðra ráða og fengið allar helstu upplýsingar hjá Þráni Orra, liðsfélaga hans hjá Haukum sem spilaði með danska félaginu fyrir fjórum árum. „Við erum búnir að vera liðsfélagar síðan hann kom heim þaðan og góðir vinir. Ég talaði aðeins við hann um þetta og hann sagði að þetta væri bara flottur staður og gott lið. Svo ætlaði ég að tala betur við hann um hvar er best að finna íbúð og svona, ég á ennþá eftir að græja það, en Þráinn kom bara með góð meðmæli.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Danski boltinn Haukar Olís-deild karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira