Innlent

Bjarni fór á fund konungs

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Konungurinn bauð leiðtogum til móttöku í Blenheimhöll.
Konungurinn bauð leiðtogum til móttöku í Blenheimhöll. Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór á fund Karls III Bretakonungs að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheimhöll. Karl Bretakonungur bauð leiðtogum til móttöku í höllinni.

Í færslu sem Bjarni skrifar á Facebook segir hann hafa rætt laxveiðar talsvert við konunginn, en Karl veiddi reglulega á Íslandi á árum áður.

„Hann fylgist enn með stöðu mála hér heima og hafði sérstaklega á orði að veiðitímabilið virtist hafa farið ágætlega af stað í ár,“ skrifar Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×