Hundur fyrir norðan var hætt kominn eftir fjörutíu mínútur í bíl Jón Þór Stefánsson skrifar 19. júlí 2024 16:24 Það getur verið hættulegt fyrir hunda að vera í heitum bíl þó það sé í skamma stund. Myndin er úr safni. Getty „Þetta er ekki bara eitthvað útlandavandamál,“ segir Elva Ágústsdóttir, dýralæknir hjá Dýraspítalanum Lögmannshlíð á Akureyri um ofhitnun hunda, en slíkt getur gerst á Íslandi þrátt fyrir að hitinn hér á landi sé talsvert lægri en erlendis. Á dögunum tóku þau hjá dýraspítalanum á móti labrador-tík sem hafði verið í heitum bíl í fjörutíu mínútur. Að sögn Elvu var hundurinn í lífshættu en sem betur fer virðist hafa jafnað sig að fullu eftir meðferð sem tók hálfan dag. „Hundurinn var kominn með yfir fjörutíu stiga hita og krampa og var bara næstum því dáinn,“ segir Elva. „Þessir hundar kæla sig bara niður með tungunni og önduninni, ekki eins og við sem svitnum og erum með alls konar kælikerfi í gangi. Þannig þegar umhverfi hundsins er komið yfir 35 stiga hita þá hitnar hann, hitnar og hitnar bara.“ Bílar hættulegastir Að sögn Elvu stafar mesta hættan í hitanum af bílum. „Bara ef það er hlýtt í veðri. Það þarf ekki að vera brjáluð sól þá hitnar bíll umtalsvert,“ segir hún. „Það má bara alls ekki skilja hunda eftir í bílunum á góðum sumardegi þegar sólin skín. Því bíllinn hitnar langt umfram hitastig hundsins.“ Mörg dæmi er um að hundar lendi illa í því í ofheitum bíl á Íslandi, og segir Elva að það hafi komið fyrir að hundur hafi dáið. „Þetta þarf bara að vera hálftími, klukkutími og hundurinn er kominn í alvarlega lífshættu í heitum bíl. Eðlilegt hitastig hunda er 38 til 38.5 gráður og í öllu umfram það þá bara hitnar hundurinn. Eins og allir vita má ekki skilja börn eftir í bíl. Þetta er bara nákvæmlega það sama.“ Þó að loftkælingin í bílnum sé lágt stillt nær það ekki endilega til hunds sem er í búri aftur í bílnum umkringt öðrum hlutum. Þá hjálpi rifa á rúðu lítið. Því sé um að gera að leyfa hundinum reglulega að fara úr bílnum, hreyfa sig smá, og fá vatn. Hundurinn er besti vinur mannsins. Hér má sjá rithöfundinn Ernest Hemingway, Hollywood-leikarann Gary Cooper, og veiðimanninn Taylor Williams árið 1940 ásamt veiðihundum.Lloyd Arnold/Getty Leikir og göngutúrar geti líka verið varasamir Elva segir þó að hundar geti einnig ofhitnað úti í sólinni á Íslandi. „Þeir gætu hafa verið í leik úti á lóð með krökkum eða í löngum göngutúr í heitu veðri og gengið fram af sér.“ Hundarnir kunni sér ekki takmörk í góðum leik. Elva minnir hundaeigendur á að vera með vatn meðferðis, og leyfa hundunum að hvíla sig í skugga. Lendi fólk í því að hundurinn þeirra ofhitni er fyrsta verk að kæla hundinn niður, og ef það er ekki að ganga þá segir Elva að fólk eigi að leita til dýralæknis þar sem dýrið fái viðeigandi meðferð. Dýr Akureyri Dýraheilbrigði Bílar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Á dögunum tóku þau hjá dýraspítalanum á móti labrador-tík sem hafði verið í heitum bíl í fjörutíu mínútur. Að sögn Elvu var hundurinn í lífshættu en sem betur fer virðist hafa jafnað sig að fullu eftir meðferð sem tók hálfan dag. „Hundurinn var kominn með yfir fjörutíu stiga hita og krampa og var bara næstum því dáinn,“ segir Elva. „Þessir hundar kæla sig bara niður með tungunni og önduninni, ekki eins og við sem svitnum og erum með alls konar kælikerfi í gangi. Þannig þegar umhverfi hundsins er komið yfir 35 stiga hita þá hitnar hann, hitnar og hitnar bara.“ Bílar hættulegastir Að sögn Elvu stafar mesta hættan í hitanum af bílum. „Bara ef það er hlýtt í veðri. Það þarf ekki að vera brjáluð sól þá hitnar bíll umtalsvert,“ segir hún. „Það má bara alls ekki skilja hunda eftir í bílunum á góðum sumardegi þegar sólin skín. Því bíllinn hitnar langt umfram hitastig hundsins.“ Mörg dæmi er um að hundar lendi illa í því í ofheitum bíl á Íslandi, og segir Elva að það hafi komið fyrir að hundur hafi dáið. „Þetta þarf bara að vera hálftími, klukkutími og hundurinn er kominn í alvarlega lífshættu í heitum bíl. Eðlilegt hitastig hunda er 38 til 38.5 gráður og í öllu umfram það þá bara hitnar hundurinn. Eins og allir vita má ekki skilja börn eftir í bíl. Þetta er bara nákvæmlega það sama.“ Þó að loftkælingin í bílnum sé lágt stillt nær það ekki endilega til hunds sem er í búri aftur í bílnum umkringt öðrum hlutum. Þá hjálpi rifa á rúðu lítið. Því sé um að gera að leyfa hundinum reglulega að fara úr bílnum, hreyfa sig smá, og fá vatn. Hundurinn er besti vinur mannsins. Hér má sjá rithöfundinn Ernest Hemingway, Hollywood-leikarann Gary Cooper, og veiðimanninn Taylor Williams árið 1940 ásamt veiðihundum.Lloyd Arnold/Getty Leikir og göngutúrar geti líka verið varasamir Elva segir þó að hundar geti einnig ofhitnað úti í sólinni á Íslandi. „Þeir gætu hafa verið í leik úti á lóð með krökkum eða í löngum göngutúr í heitu veðri og gengið fram af sér.“ Hundarnir kunni sér ekki takmörk í góðum leik. Elva minnir hundaeigendur á að vera með vatn meðferðis, og leyfa hundunum að hvíla sig í skugga. Lendi fólk í því að hundurinn þeirra ofhitni er fyrsta verk að kæla hundinn niður, og ef það er ekki að ganga þá segir Elva að fólk eigi að leita til dýralæknis þar sem dýrið fái viðeigandi meðferð.
Dýr Akureyri Dýraheilbrigði Bílar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira