Hundur fyrir norðan var hætt kominn eftir fjörutíu mínútur í bíl Jón Þór Stefánsson skrifar 19. júlí 2024 16:24 Það getur verið hættulegt fyrir hunda að vera í heitum bíl þó það sé í skamma stund. Myndin er úr safni. Getty „Þetta er ekki bara eitthvað útlandavandamál,“ segir Elva Ágústsdóttir, dýralæknir hjá Dýraspítalanum Lögmannshlíð á Akureyri um ofhitnun hunda, en slíkt getur gerst á Íslandi þrátt fyrir að hitinn hér á landi sé talsvert lægri en erlendis. Á dögunum tóku þau hjá dýraspítalanum á móti labrador-tík sem hafði verið í heitum bíl í fjörutíu mínútur. Að sögn Elvu var hundurinn í lífshættu en sem betur fer virðist hafa jafnað sig að fullu eftir meðferð sem tók hálfan dag. „Hundurinn var kominn með yfir fjörutíu stiga hita og krampa og var bara næstum því dáinn,“ segir Elva. „Þessir hundar kæla sig bara niður með tungunni og önduninni, ekki eins og við sem svitnum og erum með alls konar kælikerfi í gangi. Þannig þegar umhverfi hundsins er komið yfir 35 stiga hita þá hitnar hann, hitnar og hitnar bara.“ Bílar hættulegastir Að sögn Elvu stafar mesta hættan í hitanum af bílum. „Bara ef það er hlýtt í veðri. Það þarf ekki að vera brjáluð sól þá hitnar bíll umtalsvert,“ segir hún. „Það má bara alls ekki skilja hunda eftir í bílunum á góðum sumardegi þegar sólin skín. Því bíllinn hitnar langt umfram hitastig hundsins.“ Mörg dæmi er um að hundar lendi illa í því í ofheitum bíl á Íslandi, og segir Elva að það hafi komið fyrir að hundur hafi dáið. „Þetta þarf bara að vera hálftími, klukkutími og hundurinn er kominn í alvarlega lífshættu í heitum bíl. Eðlilegt hitastig hunda er 38 til 38.5 gráður og í öllu umfram það þá bara hitnar hundurinn. Eins og allir vita má ekki skilja börn eftir í bíl. Þetta er bara nákvæmlega það sama.“ Þó að loftkælingin í bílnum sé lágt stillt nær það ekki endilega til hunds sem er í búri aftur í bílnum umkringt öðrum hlutum. Þá hjálpi rifa á rúðu lítið. Því sé um að gera að leyfa hundinum reglulega að fara úr bílnum, hreyfa sig smá, og fá vatn. Hundurinn er besti vinur mannsins. Hér má sjá rithöfundinn Ernest Hemingway, Hollywood-leikarann Gary Cooper, og veiðimanninn Taylor Williams árið 1940 ásamt veiðihundum.Lloyd Arnold/Getty Leikir og göngutúrar geti líka verið varasamir Elva segir þó að hundar geti einnig ofhitnað úti í sólinni á Íslandi. „Þeir gætu hafa verið í leik úti á lóð með krökkum eða í löngum göngutúr í heitu veðri og gengið fram af sér.“ Hundarnir kunni sér ekki takmörk í góðum leik. Elva minnir hundaeigendur á að vera með vatn meðferðis, og leyfa hundunum að hvíla sig í skugga. Lendi fólk í því að hundurinn þeirra ofhitni er fyrsta verk að kæla hundinn niður, og ef það er ekki að ganga þá segir Elva að fólk eigi að leita til dýralæknis þar sem dýrið fái viðeigandi meðferð. Dýr Akureyri Dýraheilbrigði Bílar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Á dögunum tóku þau hjá dýraspítalanum á móti labrador-tík sem hafði verið í heitum bíl í fjörutíu mínútur. Að sögn Elvu var hundurinn í lífshættu en sem betur fer virðist hafa jafnað sig að fullu eftir meðferð sem tók hálfan dag. „Hundurinn var kominn með yfir fjörutíu stiga hita og krampa og var bara næstum því dáinn,“ segir Elva. „Þessir hundar kæla sig bara niður með tungunni og önduninni, ekki eins og við sem svitnum og erum með alls konar kælikerfi í gangi. Þannig þegar umhverfi hundsins er komið yfir 35 stiga hita þá hitnar hann, hitnar og hitnar bara.“ Bílar hættulegastir Að sögn Elvu stafar mesta hættan í hitanum af bílum. „Bara ef það er hlýtt í veðri. Það þarf ekki að vera brjáluð sól þá hitnar bíll umtalsvert,“ segir hún. „Það má bara alls ekki skilja hunda eftir í bílunum á góðum sumardegi þegar sólin skín. Því bíllinn hitnar langt umfram hitastig hundsins.“ Mörg dæmi er um að hundar lendi illa í því í ofheitum bíl á Íslandi, og segir Elva að það hafi komið fyrir að hundur hafi dáið. „Þetta þarf bara að vera hálftími, klukkutími og hundurinn er kominn í alvarlega lífshættu í heitum bíl. Eðlilegt hitastig hunda er 38 til 38.5 gráður og í öllu umfram það þá bara hitnar hundurinn. Eins og allir vita má ekki skilja börn eftir í bíl. Þetta er bara nákvæmlega það sama.“ Þó að loftkælingin í bílnum sé lágt stillt nær það ekki endilega til hunds sem er í búri aftur í bílnum umkringt öðrum hlutum. Þá hjálpi rifa á rúðu lítið. Því sé um að gera að leyfa hundinum reglulega að fara úr bílnum, hreyfa sig smá, og fá vatn. Hundurinn er besti vinur mannsins. Hér má sjá rithöfundinn Ernest Hemingway, Hollywood-leikarann Gary Cooper, og veiðimanninn Taylor Williams árið 1940 ásamt veiðihundum.Lloyd Arnold/Getty Leikir og göngutúrar geti líka verið varasamir Elva segir þó að hundar geti einnig ofhitnað úti í sólinni á Íslandi. „Þeir gætu hafa verið í leik úti á lóð með krökkum eða í löngum göngutúr í heitu veðri og gengið fram af sér.“ Hundarnir kunni sér ekki takmörk í góðum leik. Elva minnir hundaeigendur á að vera með vatn meðferðis, og leyfa hundunum að hvíla sig í skugga. Lendi fólk í því að hundurinn þeirra ofhitni er fyrsta verk að kæla hundinn niður, og ef það er ekki að ganga þá segir Elva að fólk eigi að leita til dýralæknis þar sem dýrið fái viðeigandi meðferð.
Dýr Akureyri Dýraheilbrigði Bílar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira