Fyrir rúmlega ári síðan gekk Stefán Ingi í raðir Patro Eisden sem spilaði í B-deildinni í Belgíu. Framan af sumri hafði hann raðað inn mörkum fyrir Breiðablik og töldu spekingar að markamet efstu deildar væri í hættu.
Hjá Patro Eisden spilaði hann 27 leiki, skoraði tíu mörk og gaf eina stoðsendingu. Hann hefur nú ákveðið að færa sig um set og hefur samið við Sandefjord sem situr á botni efstu deildar í Noregi.
Á vefsíðu norska félagsins segir Stefán Ingi að hugmyndafræði og leikstíll Sandefjord henti honum vel.
Vi ønsker Stefán Ingi Sigurðarson velkommen til Sandefjord Fotball!
— Sandefjord Fotball (@sfjfotball) July 19, 2024
Les mer her:https://t.co/fgyq559YQD pic.twitter.com/eL3OOt127J
Í frétt Fótbolti.net um vistaskiptin segir að Strömsgodset frá Noregi og Halmstad frá Svíþjóð hafi bæði viljað fá framherjann en hanni hafi ákveðið að Sandefjord væri rétta liðið fyrir sig.