„Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. júlí 2024 09:09 Friðjón Friðjónsson segir sigurlíkur Demókrataflokksins munu aukast eftir ákvörðun Biden. Vísir Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og varaþingmaður er sannfærður um að Kamala Harris varaforsetaefni Demókrataflokksins taki við sem forsetaefni flokksins nú þegar Joe Biden hefur dregið sig úr leik. „Ég bjóst við að Biden myndi hanga lengur á þessu en hann gerði. Vegna þess að allur hans stjórnmálaferill hefur einkennst af þrautseigju og þrjósku,“ segir Friðjón en hann ræddi ákvörðun Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka í Bítinu. Hvað þýðir þetta? „Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata. Hún er þegar búin að fá stuðningsyfirlýsinar frá mjög mörgum þingmönnum og fyrirmönnum í Demókrataflokknum,“ segir Friðjón. Hann bendir á að í gærkvöldi hafi fimm hundruð landsfundarfulltrúar þegar lýst yfir stuðningi við hana. Harris þurfi tvö þúsund stuðningsyfirlýsingar til að tryggja útnefninguna. „Þannig að við megum búast við að þetta klárist ekki seinna en á morgun, held ég.“ Aðspurður hvort Harris mælist með sérlega mikinn stuðning bandarísku þjóðarinnar svarar Friðjón neitandi. „Hún mælist í skoðanakönnunum aðeins betri en Biden, gagnvart Trump, síðustu daga sérstaklega. En maður sér það strax að það er komið nýtt líf í Demókrata,“ segir Friðjón. Hann segir að að eftir að Biden tilkynnti að hann hygðist stíga til hliðar og fram að miðnætti í gær hafi safnast fimmtíu milljónir Bandaríkjadala í ActBlue sjóð Demókrata, eða tæpir sjö milljarðar króna. Það sé metupphæð. Þá segir hann vendingarnar ekki auka líkurnar á að Donald Trump fari með sigur í kosningunum. „Ég held að ef Biden hefði verið áfram í framboði væru yfirgnæfandi líkur á að Trump myndi sigra. Vegna þess að Biden gerði ekki bara mistök, hann er orðinn svo gamall að það sáu það allir að þeir treystu honum ekki til þess að valda starfinu. Það er engin leið að koma til baka og sannfæra fólk um að hann sé ekki of gamall til að valda starfinu. Þannig að líkur Demókrata aukast og batna við þetta.“ Aðspurður hvort honum þykir líklegt að Demókrataflokkurinn taki algjöra U-beygju og velji annan frambjóðanda, George Clooney eða Michelle Obama til dæmis, telur hann það nánast ómögulegt. Hann bendir á að í Biden-Harris kosningasjóðnum séu þegar tæplega hundrað milljónir dala. „Hún á að geta gengið í þann sjóð þó að sumir lögfræðingar segja að þetta sé Biden-Harris sjóðurinn en ekki Harris-einhver annar sjóðurinn.“ Flestir telji þó að hún sé sú eina sem geti gengið beint í þann sjóð. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
„Ég bjóst við að Biden myndi hanga lengur á þessu en hann gerði. Vegna þess að allur hans stjórnmálaferill hefur einkennst af þrautseigju og þrjósku,“ segir Friðjón en hann ræddi ákvörðun Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka í Bítinu. Hvað þýðir þetta? „Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata. Hún er þegar búin að fá stuðningsyfirlýsinar frá mjög mörgum þingmönnum og fyrirmönnum í Demókrataflokknum,“ segir Friðjón. Hann bendir á að í gærkvöldi hafi fimm hundruð landsfundarfulltrúar þegar lýst yfir stuðningi við hana. Harris þurfi tvö þúsund stuðningsyfirlýsingar til að tryggja útnefninguna. „Þannig að við megum búast við að þetta klárist ekki seinna en á morgun, held ég.“ Aðspurður hvort Harris mælist með sérlega mikinn stuðning bandarísku þjóðarinnar svarar Friðjón neitandi. „Hún mælist í skoðanakönnunum aðeins betri en Biden, gagnvart Trump, síðustu daga sérstaklega. En maður sér það strax að það er komið nýtt líf í Demókrata,“ segir Friðjón. Hann segir að að eftir að Biden tilkynnti að hann hygðist stíga til hliðar og fram að miðnætti í gær hafi safnast fimmtíu milljónir Bandaríkjadala í ActBlue sjóð Demókrata, eða tæpir sjö milljarðar króna. Það sé metupphæð. Þá segir hann vendingarnar ekki auka líkurnar á að Donald Trump fari með sigur í kosningunum. „Ég held að ef Biden hefði verið áfram í framboði væru yfirgnæfandi líkur á að Trump myndi sigra. Vegna þess að Biden gerði ekki bara mistök, hann er orðinn svo gamall að það sáu það allir að þeir treystu honum ekki til þess að valda starfinu. Það er engin leið að koma til baka og sannfæra fólk um að hann sé ekki of gamall til að valda starfinu. Þannig að líkur Demókrata aukast og batna við þetta.“ Aðspurður hvort honum þykir líklegt að Demókrataflokkurinn taki algjöra U-beygju og velji annan frambjóðanda, George Clooney eða Michelle Obama til dæmis, telur hann það nánast ómögulegt. Hann bendir á að í Biden-Harris kosningasjóðnum séu þegar tæplega hundrað milljónir dala. „Hún á að geta gengið í þann sjóð þó að sumir lögfræðingar segja að þetta sé Biden-Harris sjóðurinn en ekki Harris-einhver annar sjóðurinn.“ Flestir telji þó að hún sé sú eina sem geti gengið beint í þann sjóð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent