„Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara“ Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2024 13:01 Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm „Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara að ég sé að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Sjá þær svona svakalega ofsjónum yfir pólitískum skoðunum mínum að þær geta bara ekki fengið sig til að bregðast öðruvísi við?“ Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríksmálanefndar og þingkona Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir þau viðbrögð sem hún hefur fengið við umræðu um þingmál sem hún lagði fram um heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingar kvenna. Hún hefur sakað íslenska femínista um hræsni og segist standa við þau ummæli. Um sé að ræða tvær tegundir af ofbeldi sem Ísland hafi unnið gegn í þróunarsamvinnu og nú séu áhyggjur af því að það berist í auknum mæli til Íslands. „Ég var að ræða þessi þingmál mín og furðuleg viðbrögð sem ég hef fengið við þeim frá íslenskum femínistum og mér þætti það hræsni að þær skyldu ekki taka ekki undir baráttu kvenna í fjarlægari heimshlutum,“ sagði Diljá í Bítinu á Bylgjunni. Þeirri gagnrýni hennar hafi ekki verið svarað og þess í stað „bara verið ráðist á mig persónulega.“ Var þér stillt upp sem einhverjum rasista eða eitthvað slíkt? „Jájájá, ég er búin að fá fjölmargar athugasemdir og skilaboð um það og það var auðvitað tónninn í þessu viðtali á föstudaginn,“ segir Diljá og vísar þar til viðtals við Drífu Snædal, talskonu Stígamóta og Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka um kvennathvarf á Bylgjunni á föstudag þar sem ummæli Diljár voru rædd. „Og sérstaklega kannski frá Lindu í Kvennaathvarfinu sem hafði svo miklar áhyggjur af því að við værum að einblína of mikið á erlenda gerendur í ofbeldismálum.“ Ekki sú fyrsta sem tekur upp þessa umræðu „Fyrir fimm árum síðan þá hélt Kvennaathvarfið ráðstefnu um ofbeldi innan fjölskyldna af erlendum uppruna og var sérstaklega fókusað á heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingar. Fengu sérfræðinga að utan og voru sérstaklega að miða þessa umfjöllun að flóttafólki á Íslandi og ég man ekki til þess að fólk hafi ráðist eitthvað sérstaklega á Kvennaathvarfið,“ bætir Diljá við. Hún hafi óskað eftir upplýsingum um það hvort stefnubreyting hafi átt sér stað hjá samtökunum í þessum efnum. „Það virðist bara ekki vera sama hver tekur málið upp,“ segir Diljá og veltir því upp hvort stjórnmálaskoðanir fólks skipti þar höfuðmáli. Störf hennar gerð tortryggileg „Hverjir mega þá taka upp þessi mál ef formaður utanríkismálanefndar, fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sem er reyndar líka lögmaður með margra ára reynslu af meðal annars réttargæslu í ofbeldismálum. Ef hún má ekki taka þessi mál upp, þá væri bara ágætt að fá að heyra það frá þessum blessuðu konum hver það er sem má ræða þessi mál. Ég verð bara að segja að mér fannst virkilega lélegt að þær væru að reyna að gera störf mín tortryggileg.“ Diljá segist reglulega hafa tekið upp málefni kvenna, bæði á sviði utanríkismála og almennt í samfélaginu. „Ég hefði bara búist við stuðningi frá þessum konum, ekki bara einhverju ímynduðu niðurrifi.“ Hún vilji sjá fólk taka höndum saman en „ekki vera að rífa hvor aðra niður með þessum hætti.“ Segir þær gerast seka um hræsni „Þetta er ofbeldi sem þessar sömu konur hafa verið að setja á oddinn á undanförnum árum og ég er að taka upp í samhengi við utanríkismál og líka hættuna á því hvernig ákveðnar tegundir af ofbeldi geta borist hingað til lands, eitthvað sem ríkislögreglustjóri hefur verið að tala um, dómsmálaráðherra hefur verið að tala um, frjáls félagasamtök hafa verið að tala um. Svo tek ég það upp og þá ég fæ þessi viðbrögð,“ bætir Diljá við og kallar þetta hræsni. „Drífa Snædal var reyndar mjög upptekin af hlutfalli ofbeldisbrota af hendi erlendra karla í þessu viðtali á Bylgjunni. Þetta er bara eitthvað sem barst ekki einu sinni í tal í þessum hlaðvarpsþætti, ég átta mig ekki á því hvers vegna hún nefnir þetta sérstaklega.“ Vísar Diljá þar til viðtals sem Þórarinn Hjartarson tók við hana í hlaðvarpinu Ein pæling og varð til þess að Drífa og Linda voru boðaðar í áðurnefnt viðtal á Bylgjunni. Hlusta má á það í spilaranum neðst í fréttinni. Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sakar Maríu um trumpisma Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. 20. júlí 2024 08:52 Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. 18. júlí 2024 13:00 Diljá Mist segir hræsni einkenna íslenska femínista Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara. 17. júlí 2024 10:47 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríksmálanefndar og þingkona Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir þau viðbrögð sem hún hefur fengið við umræðu um þingmál sem hún lagði fram um heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingar kvenna. Hún hefur sakað íslenska femínista um hræsni og segist standa við þau ummæli. Um sé að ræða tvær tegundir af ofbeldi sem Ísland hafi unnið gegn í þróunarsamvinnu og nú séu áhyggjur af því að það berist í auknum mæli til Íslands. „Ég var að ræða þessi þingmál mín og furðuleg viðbrögð sem ég hef fengið við þeim frá íslenskum femínistum og mér þætti það hræsni að þær skyldu ekki taka ekki undir baráttu kvenna í fjarlægari heimshlutum,“ sagði Diljá í Bítinu á Bylgjunni. Þeirri gagnrýni hennar hafi ekki verið svarað og þess í stað „bara verið ráðist á mig persónulega.“ Var þér stillt upp sem einhverjum rasista eða eitthvað slíkt? „Jájájá, ég er búin að fá fjölmargar athugasemdir og skilaboð um það og það var auðvitað tónninn í þessu viðtali á föstudaginn,“ segir Diljá og vísar þar til viðtals við Drífu Snædal, talskonu Stígamóta og Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka um kvennathvarf á Bylgjunni á föstudag þar sem ummæli Diljár voru rædd. „Og sérstaklega kannski frá Lindu í Kvennaathvarfinu sem hafði svo miklar áhyggjur af því að við værum að einblína of mikið á erlenda gerendur í ofbeldismálum.“ Ekki sú fyrsta sem tekur upp þessa umræðu „Fyrir fimm árum síðan þá hélt Kvennaathvarfið ráðstefnu um ofbeldi innan fjölskyldna af erlendum uppruna og var sérstaklega fókusað á heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingar. Fengu sérfræðinga að utan og voru sérstaklega að miða þessa umfjöllun að flóttafólki á Íslandi og ég man ekki til þess að fólk hafi ráðist eitthvað sérstaklega á Kvennaathvarfið,“ bætir Diljá við. Hún hafi óskað eftir upplýsingum um það hvort stefnubreyting hafi átt sér stað hjá samtökunum í þessum efnum. „Það virðist bara ekki vera sama hver tekur málið upp,“ segir Diljá og veltir því upp hvort stjórnmálaskoðanir fólks skipti þar höfuðmáli. Störf hennar gerð tortryggileg „Hverjir mega þá taka upp þessi mál ef formaður utanríkismálanefndar, fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sem er reyndar líka lögmaður með margra ára reynslu af meðal annars réttargæslu í ofbeldismálum. Ef hún má ekki taka þessi mál upp, þá væri bara ágætt að fá að heyra það frá þessum blessuðu konum hver það er sem má ræða þessi mál. Ég verð bara að segja að mér fannst virkilega lélegt að þær væru að reyna að gera störf mín tortryggileg.“ Diljá segist reglulega hafa tekið upp málefni kvenna, bæði á sviði utanríkismála og almennt í samfélaginu. „Ég hefði bara búist við stuðningi frá þessum konum, ekki bara einhverju ímynduðu niðurrifi.“ Hún vilji sjá fólk taka höndum saman en „ekki vera að rífa hvor aðra niður með þessum hætti.“ Segir þær gerast seka um hræsni „Þetta er ofbeldi sem þessar sömu konur hafa verið að setja á oddinn á undanförnum árum og ég er að taka upp í samhengi við utanríkismál og líka hættuna á því hvernig ákveðnar tegundir af ofbeldi geta borist hingað til lands, eitthvað sem ríkislögreglustjóri hefur verið að tala um, dómsmálaráðherra hefur verið að tala um, frjáls félagasamtök hafa verið að tala um. Svo tek ég það upp og þá ég fæ þessi viðbrögð,“ bætir Diljá við og kallar þetta hræsni. „Drífa Snædal var reyndar mjög upptekin af hlutfalli ofbeldisbrota af hendi erlendra karla í þessu viðtali á Bylgjunni. Þetta er bara eitthvað sem barst ekki einu sinni í tal í þessum hlaðvarpsþætti, ég átta mig ekki á því hvers vegna hún nefnir þetta sérstaklega.“ Vísar Diljá þar til viðtals sem Þórarinn Hjartarson tók við hana í hlaðvarpinu Ein pæling og varð til þess að Drífa og Linda voru boðaðar í áðurnefnt viðtal á Bylgjunni. Hlusta má á það í spilaranum neðst í fréttinni.
Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sakar Maríu um trumpisma Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. 20. júlí 2024 08:52 Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. 18. júlí 2024 13:00 Diljá Mist segir hræsni einkenna íslenska femínista Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara. 17. júlí 2024 10:47 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira
Sakar Maríu um trumpisma Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. 20. júlí 2024 08:52
Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. 18. júlí 2024 13:00
Diljá Mist segir hræsni einkenna íslenska femínista Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara. 17. júlí 2024 10:47