Fækkun ferðamanna mögulega leitt til hraðari lækkunar stýrivaxta Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2024 13:42 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka hefur lækkað hagvaxtarspá sína í ljósi fækkunar ferðamanna í júní og telur þróunina geta dregið úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið. Erlendum farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkaði um níu prósent milli ára í júní og nú talið að fyrri spá um fjölgun ferðamanna yfir háönn muni ekki ganga eftir. Óvíst er hvaða áhrif fækkunin mun hafa á verðbólgu en minni spenna í hagkerfinu og hagfelldari verðbólguhorfur til meðallangs tíma gætu að mati Greiningar Íslandsbanka orðið til þess að stýrivextir Seðlabankans yrðu lækkaðir hraðar en gert var ráð fyrir í vorspá bankans. Þá gerði bankinn ráð fyrir að stýrivextir yrðu að jafnaði 7,5 prósent á næsta ári og 5,5 prósent árið 2026. Þeir eru í dag 9,25 prósent. Bandaríkjamönnum fækkar mikið Nærri fjórir af hverjum tíu þeirra erlendu farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði voru með bandarískt ríkisfang en gestum þaðan fækkaði um tæp 20 prósent frá síðasta ári. Frá áramótum mælist 1 prósent fjölgun í fjölda erlendra farþega sem farið hafa um Keflavíkurflugvöll en fjöldinn í júní var umtalsvert minni en Greining Íslandsbanka hafði spáð. Horfur fyrir háönn og þar með ferðaþjónustuárið í heild eru því sagðar lakari en í maí þegar Greining Íslandsbanka spáði ríflega 4 prósent aukningu ferðamanna frá síðasta ári. Veðrið hefur ekki alltaf leikið við erlenda ferðamenn á suðvesturhorninu í sumar. Vísir/Vilhelm „Þótt ekki sé langt um liðið frá því spáin kom út eru undanfarið vaxandi vísbendingar um að ferðamönnum til landsins muni ekki fjölga þetta árið og einhver fækkun milli ára virðist raunar nokkuð líkleg,“ segir í samantekt Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Greining Íslandsbanka spáði áður 0,9 prósent hagvexti á þessu ári en hefur nú fært spánna niður í 0,4 prósent. Geti dregið úr eftirspurn eftir húsnæði Talið er að fækkun ferðamanna í júní geti gefið tóninn fyrir sumarið í heild en einnig eru vísbendingar um að dvalartími ferðamanna sé að styttast og tekjur af hverjum þeirra að dragast saman að raunvirði. Ferðamálastofa spáir því nú að ferðamönnum muni fækka um 2 prósent frá því í fyrra. Færri erlendir ríkisborgarar fóru um Keflavíkurflugvöll í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Minni tekjur ferðaþjónustunnar eru sagðar geta haft áhrif víða í hagkerfinu, til að mynda á vöxt útflutnings, hagvöxt, viðskiptajöfnuð, gengi krónu, fjölda starfa á vinnumarkaði og íbúðamarkað. Telur Greining Íslandsbanka að fækkun ferðamanna geti orðið til þess að færri störf verði í boði í ferðaþjónustu á seinni helmingi ársins og spenna á íbúðamarkaði gæti minnkað vegna tilfærslu á íbúðum úr skammtímaleigu í langtímaleigu eða í sölu. Þá geti fækkun starfa á endanum leitt til þess að samdráttur verði í fólksflutningum til landsins og um leið eftirspurn eftir húsnæði. Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Íslandsbanki Seðlabankinn Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Erlendum farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkaði um níu prósent milli ára í júní og nú talið að fyrri spá um fjölgun ferðamanna yfir háönn muni ekki ganga eftir. Óvíst er hvaða áhrif fækkunin mun hafa á verðbólgu en minni spenna í hagkerfinu og hagfelldari verðbólguhorfur til meðallangs tíma gætu að mati Greiningar Íslandsbanka orðið til þess að stýrivextir Seðlabankans yrðu lækkaðir hraðar en gert var ráð fyrir í vorspá bankans. Þá gerði bankinn ráð fyrir að stýrivextir yrðu að jafnaði 7,5 prósent á næsta ári og 5,5 prósent árið 2026. Þeir eru í dag 9,25 prósent. Bandaríkjamönnum fækkar mikið Nærri fjórir af hverjum tíu þeirra erlendu farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði voru með bandarískt ríkisfang en gestum þaðan fækkaði um tæp 20 prósent frá síðasta ári. Frá áramótum mælist 1 prósent fjölgun í fjölda erlendra farþega sem farið hafa um Keflavíkurflugvöll en fjöldinn í júní var umtalsvert minni en Greining Íslandsbanka hafði spáð. Horfur fyrir háönn og þar með ferðaþjónustuárið í heild eru því sagðar lakari en í maí þegar Greining Íslandsbanka spáði ríflega 4 prósent aukningu ferðamanna frá síðasta ári. Veðrið hefur ekki alltaf leikið við erlenda ferðamenn á suðvesturhorninu í sumar. Vísir/Vilhelm „Þótt ekki sé langt um liðið frá því spáin kom út eru undanfarið vaxandi vísbendingar um að ferðamönnum til landsins muni ekki fjölga þetta árið og einhver fækkun milli ára virðist raunar nokkuð líkleg,“ segir í samantekt Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Greining Íslandsbanka spáði áður 0,9 prósent hagvexti á þessu ári en hefur nú fært spánna niður í 0,4 prósent. Geti dregið úr eftirspurn eftir húsnæði Talið er að fækkun ferðamanna í júní geti gefið tóninn fyrir sumarið í heild en einnig eru vísbendingar um að dvalartími ferðamanna sé að styttast og tekjur af hverjum þeirra að dragast saman að raunvirði. Ferðamálastofa spáir því nú að ferðamönnum muni fækka um 2 prósent frá því í fyrra. Færri erlendir ríkisborgarar fóru um Keflavíkurflugvöll í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Minni tekjur ferðaþjónustunnar eru sagðar geta haft áhrif víða í hagkerfinu, til að mynda á vöxt útflutnings, hagvöxt, viðskiptajöfnuð, gengi krónu, fjölda starfa á vinnumarkaði og íbúðamarkað. Telur Greining Íslandsbanka að fækkun ferðamanna geti orðið til þess að færri störf verði í boði í ferðaþjónustu á seinni helmingi ársins og spenna á íbúðamarkaði gæti minnkað vegna tilfærslu á íbúðum úr skammtímaleigu í langtímaleigu eða í sölu. Þá geti fækkun starfa á endanum leitt til þess að samdráttur verði í fólksflutningum til landsins og um leið eftirspurn eftir húsnæði.
Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Íslandsbanki Seðlabankinn Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira