Horfurnar versna hjá Play sem kippir afkomuspá úr gildi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2024 10:25 Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars en hann var áður stjórnarformaður félagsins. Einar Árnason Flugfélagið Play hefur fellt úr gildi afkomuspá sína fyrir yfirstandandi ár. Félagið fetar í fótspor Icelandair sem gerði slíkt hið sama í maí. Play birtir uppgjör fyrir annan ársfjórðung á fimmtudaginn. Í tilkynningu Play í gær kom fram að vinna við árshlutareikning og uppfærslu afkomuáætlunar vegna ársins 2024 gæfi vísbendingar um að rekstrarhagnaður Play yrði ekki í kringum núll eins og áður hafði verið gefið út, heldur neikvæður. Þó stefndi í að afkoman á þennan mælikvarða yrði mun betri en í fyrra. „Erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga um þessar mundir gefur Play tilefni til að veita ekki frekari leiðsögn um rekstrarþætti félagsins fram á við,“ sagði í tilkynningunni. Íslensku flugfélögin hafa átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði samhliða jarðhræringum á Reykjanesskaga og blikum á lofti í ferðaþjónustu. Fjöldi ferðamanna í júní dróst saman um níu prósent frá því sem var í fyrra. Flestar spár höfðu gert ráð fyrir fjölgun. Þó fjölgaði farþegum með Play bæði í maí og júní. Icelandair sagði upp á níunda tug starfsmanna á skrifstofum félagsins í lok maí og tók um leið afkomuspá úr gildi. Við það tilefni sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, ekki tilefni til að breyta afkomuspá Play. Sjö vikum síðar er annað hljóð komið í strokkinn og afkomuspáin heyrir sögunni til. Rekstrarafkoma Play var neikvæð um tæpa þrjá milljarða króna í fyrra og til viðbótar bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin gerði ráð fyrir rekstrarafkomu í kringum núllið en nú er ljóst að reiknað er með neikvæðri afkomu. „Við höfum vissulega tekið eftir þeim atriðum sem tiltekin eru af hálfu Icelandair. Það er engum blöðum um það að fletta að framboð alþjóðlegra flugfélaga á sætum yfir Atlantshafið hefur aukist töluvert í sumar miðað við í fyrra, sem veldur verðþrýstingi, sem við förum ekki varhluta af. Sömuleiðis könnumst við að Ísland sem áfangastaður á örlítið undir högg að sækja í samkeppninni þessi misserin. Það hjálpar ekki heldur,“ sagði Einar Örn forstjóri Play í samtali við Innherja í lok maí. Einar Örn tók við forstjórastarfinu af Birgi Jónssyni um miðjan marsmánuð eftir að hafa áður verið stjórnarformaður félagsins. Starfsfólk Play með tíu þúsund króna gjafabréf á Kjarvalsstöðum í síðustu viku. Þau renna út á fimmtudaginn þegar Play kynnir árshlutauppgjör sitt.Play Athygli vakti í síðustu viku þegar flugfélagið prentaði þúsund gjafabréf upp á tíu þúsund krónur og gaf á Kjarvalsstöðum. Gjafabréfin runnu út eins og heitar lummur en gildistími þeirra var ein vika eða til fimmtudags, þegar uppgjörið verður kynnt. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. 22. júlí 2024 20:30 Fækkun ferðamanna mögulega leitt til hraðari lækkunar stýrivaxta Greining Íslandsbanka hefur lækkað hagvaxtarspá sína í ljósi fækkunar ferðamanna í júní og telur þróunina geta dregið úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið. 22. júlí 2024 13:42 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Í tilkynningu Play í gær kom fram að vinna við árshlutareikning og uppfærslu afkomuáætlunar vegna ársins 2024 gæfi vísbendingar um að rekstrarhagnaður Play yrði ekki í kringum núll eins og áður hafði verið gefið út, heldur neikvæður. Þó stefndi í að afkoman á þennan mælikvarða yrði mun betri en í fyrra. „Erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga um þessar mundir gefur Play tilefni til að veita ekki frekari leiðsögn um rekstrarþætti félagsins fram á við,“ sagði í tilkynningunni. Íslensku flugfélögin hafa átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði samhliða jarðhræringum á Reykjanesskaga og blikum á lofti í ferðaþjónustu. Fjöldi ferðamanna í júní dróst saman um níu prósent frá því sem var í fyrra. Flestar spár höfðu gert ráð fyrir fjölgun. Þó fjölgaði farþegum með Play bæði í maí og júní. Icelandair sagði upp á níunda tug starfsmanna á skrifstofum félagsins í lok maí og tók um leið afkomuspá úr gildi. Við það tilefni sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, ekki tilefni til að breyta afkomuspá Play. Sjö vikum síðar er annað hljóð komið í strokkinn og afkomuspáin heyrir sögunni til. Rekstrarafkoma Play var neikvæð um tæpa þrjá milljarða króna í fyrra og til viðbótar bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin gerði ráð fyrir rekstrarafkomu í kringum núllið en nú er ljóst að reiknað er með neikvæðri afkomu. „Við höfum vissulega tekið eftir þeim atriðum sem tiltekin eru af hálfu Icelandair. Það er engum blöðum um það að fletta að framboð alþjóðlegra flugfélaga á sætum yfir Atlantshafið hefur aukist töluvert í sumar miðað við í fyrra, sem veldur verðþrýstingi, sem við förum ekki varhluta af. Sömuleiðis könnumst við að Ísland sem áfangastaður á örlítið undir högg að sækja í samkeppninni þessi misserin. Það hjálpar ekki heldur,“ sagði Einar Örn forstjóri Play í samtali við Innherja í lok maí. Einar Örn tók við forstjórastarfinu af Birgi Jónssyni um miðjan marsmánuð eftir að hafa áður verið stjórnarformaður félagsins. Starfsfólk Play með tíu þúsund króna gjafabréf á Kjarvalsstöðum í síðustu viku. Þau renna út á fimmtudaginn þegar Play kynnir árshlutauppgjör sitt.Play Athygli vakti í síðustu viku þegar flugfélagið prentaði þúsund gjafabréf upp á tíu þúsund krónur og gaf á Kjarvalsstöðum. Gjafabréfin runnu út eins og heitar lummur en gildistími þeirra var ein vika eða til fimmtudags, þegar uppgjörið verður kynnt.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. 22. júlí 2024 20:30 Fækkun ferðamanna mögulega leitt til hraðari lækkunar stýrivaxta Greining Íslandsbanka hefur lækkað hagvaxtarspá sína í ljósi fækkunar ferðamanna í júní og telur þróunina geta dregið úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið. 22. júlí 2024 13:42 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. 22. júlí 2024 20:30
Fækkun ferðamanna mögulega leitt til hraðari lækkunar stýrivaxta Greining Íslandsbanka hefur lækkað hagvaxtarspá sína í ljósi fækkunar ferðamanna í júní og telur þróunina geta dregið úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið. 22. júlí 2024 13:42