Mark dæmt af Argentínu löngu eftir leik: „Mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 17:49 Argentínumenn fagna marki Cristians Medina sem var síðan dæmt af, löngu eftir leikinn gegn Marokkóum. getty/Tullio M. Puglia Jöfnunarmark Argentínu gegn Marokkó í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum var dæmt af löngu eftir leik og þeir hvítu og bláu eru því stigalausir. Þjálfari argentínska liðsins segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. Þegar sextán mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik Argentínu og Marokkós í Saint-Étienne dag jafnaði Cristian Medina metin í 2-2. Í kjölfarið brutust út ólæti; hlutum var kastað inn á völlinn og stuðningsmenn Marokkós hlupu inn á grasið. Leikurinn var síðan stöðvaður og liðin fóru til búningsherbergja á Stade Geoffroy-Guichard. Flestir héldu þá að leiknum væri lokið og það með 2-2 jafntefli. Svo reyndist ekki vera. Um klukkutíma eftir að ólætin brutust út sögðu mótshaldarar að leiknum væri nefnilega ekki lokið og klára þyrfti síðustu þrjár mínútur hans. Ekki nóg með það heldur var jöfnunarmarkið sem Medina skoraði dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun á myndbandi. Argentínu tókst ekki að jafna á þeim þremur mínútum sem átti eftir að leika og Marokkó hrósaði því 2-1 sigri í viðureign sem verður lengi í minnum höfð. Javier Mascherano er þjálfari argentínska Ólympíulandsliðsins og hann átti varla orð eftir leikinn í Saint-Étienne í dag. „Þetta er mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni,“ sagði Mascherano sem hefur nú upplifað eitt og annað á löngum ferli í fótboltanum. Eftir þennan langa leik og furðulegu atburðarrás er Marokkó með þrjú stig í B-riðli en Argentína ekki neitt. Þegar þetta er skrifað er hálfleikur í leik Úkraínu og Íraks í sama riðli. Staðan þar er markalaus. Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Sjá meira
Þegar sextán mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik Argentínu og Marokkós í Saint-Étienne dag jafnaði Cristian Medina metin í 2-2. Í kjölfarið brutust út ólæti; hlutum var kastað inn á völlinn og stuðningsmenn Marokkós hlupu inn á grasið. Leikurinn var síðan stöðvaður og liðin fóru til búningsherbergja á Stade Geoffroy-Guichard. Flestir héldu þá að leiknum væri lokið og það með 2-2 jafntefli. Svo reyndist ekki vera. Um klukkutíma eftir að ólætin brutust út sögðu mótshaldarar að leiknum væri nefnilega ekki lokið og klára þyrfti síðustu þrjár mínútur hans. Ekki nóg með það heldur var jöfnunarmarkið sem Medina skoraði dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun á myndbandi. Argentínu tókst ekki að jafna á þeim þremur mínútum sem átti eftir að leika og Marokkó hrósaði því 2-1 sigri í viðureign sem verður lengi í minnum höfð. Javier Mascherano er þjálfari argentínska Ólympíulandsliðsins og hann átti varla orð eftir leikinn í Saint-Étienne í dag. „Þetta er mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni,“ sagði Mascherano sem hefur nú upplifað eitt og annað á löngum ferli í fótboltanum. Eftir þennan langa leik og furðulegu atburðarrás er Marokkó með þrjú stig í B-riðli en Argentína ekki neitt. Þegar þetta er skrifað er hálfleikur í leik Úkraínu og Íraks í sama riðli. Staðan þar er markalaus.
Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Sjá meira